Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 23
— Gianni...! Milly rauk upp af stólnum. — Ertu genginn af vitinu? Þú getur ekki gert það . . . — Get ég það ekki? Ég verð hreinlega að gera það! Ég vil líka gera það vegna þess að ég elska þig! — Gianni! — Já, á ég kannske að standa eins og þol- inmóð kind og bíða þess að verða leiddur til slátrunar? Þeir skulu ekki fá að hrósa þeim sigri. Ég fleygi erkihertoganum í þá, með orðum og heiðursmerkjum, áður en þeir ná því að brýna kutana! Milly varð alveg frá sér. — Það er hreint brjálæði! hrópaði hún í örvæntingu sinni. — Þú mátt ekki gera það, Gianni, ekki mín vegna! Öll þessi óhamingja stafar af méir, ég eyðilegg allt, ég er tortíming þín ... En Gianni var léttur í skapi, eins og hann hefði varpað af sér þungri byrði. Hugsunin ein um þessa ákvörðun, gerði hann ham- ingjusaman. Hann dró Milly að sér. — Komdu til mín, tortíming mín litla, sagði hann glaðlega, — og hlustaðu nú vel á það sem ég segi. Það sem þú kallar óham- ingju, er í raun og veru mesta hamingja sem ég hefi orðið fyrir í lífinu. Og án þín hefði ég aldrei lent í þessari aðstöðu... — Einmitt! Það er ég alltaf að segja! ég... En hann leyfði henni ekki að ljúka við setninguna. — Uss, elskan mín! Nú hefi ég loksins tækifæri til að verða frjáls maður. Án þess hefði ég alltaf orðið óhamingjusam- ur, alltaf uppreisnargjarn erkihertogi. Hreint, og beint hlægileg fígúra. Geltandi, tannlaus hvutti, sem engin tekur mark á. En þú veit- ir mér frelsi. Þú ert ekki óhamingja mín, þú ert bjargvættur minn. Skilurðu það ekki? Milly hvíldi nú höfuðið við öxl hans og grét. — Þú munt sjá eftir þessu, Gianni. Hugsaðu bara um afleiðingarnar. — Hvaða afleiðingar? Að ég fæ ekki líf- eyri lengur. Ég er fyrir löngu orðinn þreytt- ur á því að vera sníkjudýr á fjölskyldu minni. Ég get sjálfur unnið mér inn nægilegan líf- eyri. Og við getum gift okkur! Loksins verð- ur þú konan mín, Milly. Ekki erkihertoga- frú, og ekki furstafrú af Búlgaríu. Það voru hliðarskref, heimskuleg hliðarskref. En þú verður einfaldlega borgaraleg kona, frú Orth. Eða viltu það ekki? — Ó, Gianni... Milly vafði örmum sínum ástríðufullt um háls hans. — Ég elska þig! Ég geri allt sem þú vilt! Hann strauk hár hennar. — Við hvað ertu hrædd? Nú þegar ekkert er lengur til að vera hrædd um. Sá tími er liðinn, tími hættunnar. Við getum lifað í friði og ró og verið ham- ingjusöm. — Já, hamingjusöm, en ekki í friði og ró, það stendur ekki í stjörnum okkar, svaraði Milly, eins og hún eygði einhvern slæman fyrirboða. Gianni sagði allt í einu: — Ég ætla að kaupa skip. Hún trúði ekki sínum eigin eyrum. — Skip? — Já, ég verð að vinna fyrir peningum. Hvað ætti ég annars að taka mér fyrir hend- ur. Ég get ekki farið að gerast vinnumaður, það er af og frá. En ég hefi lært sjómennsku. Jóhann Orth, skipstjóri! Finnst þér það ekki hljóma vel. Hann hló drengjalega. — Finnst. þér það elcki hljóma hundrað sinnum betur en hans keisaralega tign Jóhann Salvator af Toskana, erkihertogi. Ó, að við værum nú bara búin að koma öllu í kring! Framhald á bls. 36. 29. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.