Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 43
er árið 1927, er hann kom því í kring að byltingin skyldi gerð af bændum en ekki verkamönnum. Hann er þreyttur, en veit að hann getur ekki sofnað enn. — Handleggir hans titra er hann gengur stífum skrefum inn í svefnherbergið. Fyrir meira en tíu árum varð hann gegn vilja sínum að segja af sér störfum ríkisforseta. En síðan tókst honum að hefja sig í guðatölu; orð hans og hugsan- ir áttu að geta læknað sjúka, hjálpað borðtennisleikurum til sigurs og verkamönnum til ofur- mannlegra afkasta. Svoleiðis nokkuð hlýtur að vera hlægilegt í augum náttúrugreinds raun- sæismanns frá Húnan. Menning- arbyltingin, síðasta meiri háttar tilraun hans til að ná einræðis- valdi, misheppnaðist, og síðan hefur smátt og smátt dregið úr guðsdýrkuninni. Stjórnartaum- arnir eru dregnir úr höndum hans, hægt og hægt. Hætt er að geta hans daglega í útvarpinu, og í tilkynningum frá Flokknum eru nöfn annarra nefnd ásamt hans. Fólkið hlýðir ekki lengur honum einum, heldur einhverju sem kallast „samvirk forusta“. Fleiri blikur eru á lofti. Tsjang Tsjing er enn meðal þeirra áhrifamestu í Flokknum, en stjarna hennar fer lækkandi. Hvað verður um hana — og dæturnar tvær — þegar for- mannsins nýtur ekki lengur við? Maó þekkir sitt fólk og veit, að næstráðendur hans hafa þegar ákveðið hvað gera skuli þegar hann hefur tekið síðustu and- vörpin. ☆ Hin miskunnsama lygi Framhald af bls. 17. mér, og ég skal ekki valda þér neinni sorg eða vonbrigðum, því að þú ert sú bezta manneskja, sem ég þekki. Árin liðu. Eftir striðið hvarf Rósa aftur til verzlunarinnar í hafnarhverfinu, þar sem hún reyndi að hjálpa til. Hún gat ekki fengið atvinnu í sínu fagi, þar sem allar verksmiðjur voru í rúst. Dag nokkurn kom Rósa æð- andi inn í verzlunina og var viti sínu fjær, ekki af sorg heldur gleði og spenningi. Agatha var að pakka tóbakssendingu og leit undrandi á hana. Hún hafði al- drei séð Rósu fyrr í slíku upp- námi. Rósa settist á stól bak við búðarborðið og hóf að segja frá: Hún hafði hitt á einum af mót- orferjum hafnarinnar mann og kynnzt honum. Og það var gamla sagan. Tvær ungar manneskjur höfðu hitzt af tilviljun, farið að tala saman og orðið á svipstundu ástfangin hvort af öðru. Pétur Klúfer hét ungi maður- inn. Hann var verkfræðingur, en það var með hann eins og fleiri á þessum tíma: Eftir stríðið var hann atvinnulaus. Nú hafði hann gert samning við fyrirtæki í Afríku og hann var bundinn af þeim samning í þrjú ár. Hann átti að byggja brýr fyrir suður- afríkanskt félag. Fyrirtækið hafði ráðið hann um leið og það sá meðmæli hans og eftir átta daga átti hann að leggja af stað. HIN ILLU ÖRLÖG Agatha hugsaði sig lengi um, eftir að hálfsystir hennar hafði lokið frásögn sinni, og loks sagði hún varfærnislega: Hugsaðu þig nú vel um. Hann verður fjarverandi í þrjú ár og þú þekkir hann í rauninni ekkert ennþá. Hvað eru þrjú ár, þegar maður elskar?- svaraði Rósa og þaut á fætur. — Eg elska hann og ég er sannfærð um að hann er eini maðurinn í heiminum, sem kemur til greina. Að svo mæltu gekk hún fram og aftur um búðina, en Agatha hélt áfram að pakka. Hún hristi höfuðið og tautaði: — Þú segist elska hann, en ég endurtek, að þú þekkir hann hreint ekki neitt. Hvað hafið þið verið lengi saman? Einn tíma eða tvo? — Oj, hvað þú getur verið gömul og leiðinleg, Agatha, sagði Rósa og stappaði í gólfið. Síðan gekk hún inn í stofuna á bak við búðina en kallaði fram: — Veiztu þá ekki, að fólk get- ur orðið ástfangið strax við fyrstu sýn? Jú, Agatha hafði lesið um það í vikublöðunum, sem hún seldi í búðinni hjá sér, en hún hafði aldrei sjálf orðið ástfangin og trúði því þess vegna ekki. Æsk- an var orðin svo eirðarlaus og spillt. Kannski var það stríðinu að kenna... Upp frá þessu var Rósa með Pétri Klúfer á hverjum einasta degi og dag nokkurn sagði hún við systur sína: — í kvöld fer Pétur út í heim- inn til þess að þéna peninga. Hann kemur aftur eftir þrjú ár og þá giftum við okkur. Það er afráðið og ég er í sjöunda himni af gleði og hamingju. Hann ætl- ar að skrifa mér í hverri viku, svo að við séum í stöðugu sam- bandi hvort við annað. Þá verð- ur tíminn ekki eins lengi að líða hjá okkur. Þú verður að sjá um, að ég fái bréfin strax og þau koma. Þegar ég fæ atvinnu og bréfin koma, þegar ég er ekki heima, þá verðurðu að hringja strax til mín, svo að ég geti skot- izt og sótt þau í kaffitímanum. — Það var leiðinlegt, að þú skulir ekki vita hvernig er að vera ástfangin, Agatha mín, bætti hún við eftir litla þögn og brosti lítið eitt. - Það er eins og að vera í Paradís. Agatha vissi ekki, hvað hún ætti að segja við þessu. Hún þekkti ekki þessa tilfinningu, en SÁ BEZTI REYNIÐ RUSKOLINE KRYDDRASP HEILDSÖLUBIRGÐIR: JQHN LINDSAY H.F. SÍMI 26400 GARÐASTR/ETI 38, R. FÆST í NÆSTU MATVÖRUVERZLUN. Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Brag-ðtegfundir: — Súkkulaði. karamellu. vaniliu og jarðarberja. 29. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.