Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 7
inni sem fram fór í Ítalíu var hann stjarna liðsins, gerði tvö mörk gegn Sviss (4—0 fyrir ítali), sigurmarkið gegn Búlg- aríu (4—3) og í fyrri úrslita- Ieiknum gegn Júgóslövum var hann eini maðurinn í liði ítala sem eitthvað kvað að og skor- aði jöfnunarmarkið, þegar flest- ir héldu að sigur Júgóslava væri vís. í aukaúrslitaleik lagði hann upp hæði mörk ítalska liðsins, sem þeir Riva og Anastasi skor- uðu. Ári síðar lét Herrera af stjórn Inter og var þá Domenghini sett- ur á sölulista. Keypti Cagliari hann fyrir þrjú hundruð og sjö- tiu þúsund pund. Hjá Cagliari hefur hann ekki náð upp fyrri getu og hefur mjögf fallið í ski’ggann fyrir Lugi Riva hjá því félagi. Engu að síður var hann einn af máttarstólpum liðs- ins er þeir unnu ítölsku fyrstu- deildarkeppnina nú í vor og lék með ítalska landsliðinu, sem hlaut silfurverðlaun í nýlokinni heimsmeistarakeppni. Einn RÖIdróttur Kæri Póstur! Ég var rétt að lesa viðtalið við Þórleif Biarnason um galdra á íslandi, og ég hef með ánægju fvl^zt með öllum fyrri skrifum Vikunnar um dulspeki. Ég fyrir mitt leyti er viss um að galdrar séu til ekkert síður nú en áður. Þetta byggist fyrst og fremst á einbeitingu hugans, en hún er ekki nema fáum lagin. Ég er helzt á því að ég hafi hæfileika í þessa átt, því að ég hef veitt því athygli að með því að horfa stíft á einhvern hlut sem hangir, þá fæ ég hann til að hreyfast. Eflaust er það rétt sem sagt ’-ar í gamla daea að til væri bæði svartur og hvítur galdur. Það ligvur í augum uppi að ef rnff pr til. þá hlýtur djöfullinn að fvrirfjnnast líka, sem eðlilget mótvæei í tilverunni. Og hvað eru miðlar annað en galdramenn, o~ íafnvel skáld? Svo vona ég að Viken haldi áfram á sömu braut on birti meira efni um dulspeki. Ykkar D.S. Svar til K.H. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem þú gefur í bréfinu, fáum við okki annað séð en þú hafir látið drenginn teyma þig á asnaeyr- unum, bókstaflega talað. Þetta v'rðist vera karakter af simpl- ustu sort, ómerkilegur og tvö- faldur í roðinu. Áreiðanlega vill hmn ekkert með þig hafa í raun og veru, eða hvers vegna myndi hann annars forðast að láta sjá sig með þér? Og hitt að hann skuli misnota þig fjá'rhagslega bendir til hins samá. Það eina sem þú getur gert er að sparka honum og það strax, og mættirðu síðan prísa þig sæla. Hvort þú ferð að því ráði er annað mál; þú segist jú vera svo skotin í piltinum að ekkert þýði að segja þér að hætta við hann. Það er þá sjálfri þér verst og endar al- drei nema illa fyrir þig. Skriftin er vel læsileg, en ákaflega óregluleg. Led Zeppelin Kæri Póstur! Það er ekki oft sem ég finn hjá mér tilhneigingu til að taka mér penna í hönd, en fyrir kem- ur þó að maður hneykslast svo að manni finnst það verði að fá útrás. Það er út af listahátíðinni, sem andinn kom yfir mig að þessu sinni. Ekki það að ég ætli að hneykslast á hátíðinni, síður en svo. Hún var stórmerkur at- burður sem var landi og þjóð til mikils sóma. En það var út af þessari bítlahljómsveit frá Eng- landi, sem spilaði í Laugardals- höllinni, sem ég ætlaði að skammast. Mér fannst það þein- línis þlettur á svo virðulegri há- tíð að aðrir eins lubbar skyldu vera fengnir hingað á hana. Þetta kallar sig listamenn og framleiðir þó ekkert annað en einhvern laglausan hávaða og spangól, sem þeir margfalda upp úr öllu valdi með mögnurum, með þeim afleiðingum að þeir stórskemma heyrnina í sjálfum sér og öðrum. Mér finnst satt að segja að við höfum meira en nóg af þessum lubbahljómsveitum hér á landinu og þurfum ekki að flytja þær inn dýrum dómum. Og svo er þetta með hárluþba niður á herðar eins og ég veit ekki hvað, og að hreinlætinu þarf víst ekki að spyrja. Ég heyrði einhvers staðar nýlega að margir þessara erlendu bitla væru lúsugir, fyrir svo utan eit- urlyfin og annan óhroða, sem þetta lætur í sig. Svo þakka ég fyrir allt gott efni í Vikunni, sérstaklega fram- haldssögurnar og krossgátuna. Húsmóðir. Svo var nú það. Sínum augun- um lítur hver á silfrið, og ein hvern veginn grunar okkur að margt af unga fólkinu sé aldeil- is ekki reiðubúið til að taka und- ir margt af því, sem þú segir. Og ekki fáum við séð að mann- gildi fólks sé neitt undir því komið hversu það lætur hárið vaxa. Við minnumst þess að einn ZeppelinþtLrclngjanna, sem kom fram í sjónvarpinu, var með hár niður á herðar, en ákaflega vel hirt og snyrtilegt svo prýði var að. Hvað hárið snertir að minnsta kosti er hann fremur til fyrir- myndar en hið gagnstæða. venjulegt instant Gosdrykki flcskumo^ósujnj i^vaxtasJ 'sPýtur Te í grisjum og laust Kakó Súkkulaðiduft Kex margar tegundir Ávextir Jódýrar og ljúffengar ^ Ostar Niðursuðuvörur: sardinur, gaffalhit.v örsíld, smio kjötbúðingur, svið, fiskbuðmgur og pskbohiir Sígarettur, vmdlar, reyktóbak neftóbak Sælgaeti I Snyrtivörur rakk fem, rakblöð JjJj™^annburstarJ Viandsapa MATVORUBUÐIB »■tbl- VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.