Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 47
NIKULASAR ,,Þú gefur mér hold þiit. Ég gef þér peninga." Sumum sárnaði, að þeir skyldu ekki hafa efni á að neita þessu. I staðinn reyndu þeir að flækja hana í óljósri tilfinningasemi og viðkvæmni, ef til vill til að ná betra tangarhaldi á henni. Hún losaði sig fljótt við þá um leið og hún kom þeim í skilning um ætlunarverk þeirra: „Ég fyrirlít þig, eins og ég fyrirlít sjálfa mig. Ég hef aðeins not fyrir þig þessa tvo tíma á nóttunni." Hún var sér þess fyllilega meðvitandi, að hún mat þá ekki meira en dýr og henni var það sársaukalaust. Öðru máli gegndi um Nikulás. Hann var erfiðari viðfangs. Hann lék hlutverk sitt sem kvennagosi án hinnar minnstu uppgerðar. Dónaskapur eða viðkvæmni voru honum víðs fjarri. Hann var blíður, kurteis og góður elskhugi. Hann dvaldist hjá henni á daginn; lá á teppi og las hvað sem til féll. Hann var ekki sýknt og heilagt að heimta að þau færu út. Og þá sjaldan þau gerðu það, virtist hann alls ekki taka eftir, hvernig fólk gaut augum til þeirra vitnandi hvað væri á seyði. Hann var ævinlega alúðlegur og brosandi, rétt eins og hann væri úti með ungri stúlku, sem hann hefði kosið sér sjálfur. ,,Er þér ekki kalt," sagði hann og leit órólega á hana, eins og hann hefði í raun og veru meiri áhuga á heilsu hennar en nokkru öðru í heim- inum. Að vísu krafðist hún þess, að hann léki hlutverk sitt svo vel, að hann hegðaði sér eins og hún væri tíu árum yngri. En það var ekki í fljótu bragði að minnsta kosti hægt að sjá, að hann væri að leika. Fyrir tíu ár- um .... Þá átti hún enn ríka eiginmanninn sinn, ríkan mann og ófríðan, sem var upptekinn af viðskiptum sínum dag út og dag inn. Hvers vegna hafði hún verið svo heimsk að notfæra sér ekki fegurð sína, á meðan enn var tími til? Nú var það um seinan. Nú var hún horfin. Hún hafði aðeins sofið. Það var ekki fyrr en eftir lát mannsins og fyrstu nóttina með Michael, sem hún vaknaði loksins. Þetta byrjaði allt þá nótt. ,,Ég var að spyrja, hvort þér væri ekki kalt?" „Nei, nei. Og nú skulum við ganga aftur til baka." „Þú vilt ekki fara í jakkannn minn? Hún leit kæruleysislega á fallega tvídjakkann hans, eins og hann væri hlutur, sem ætti að skipta á fyrir eitthvað. Hún var grá og rjóð. Hár hans, kastaníubrúnt, mikið og mjúkt, fór vel við liti haustsins. „Haustið," tautaði hún Fyrir munni sér. „Jakkinn þinn, þessi skógur . . . haustið mitt." Hann svaraði ekki. Hún varð forviða á orðum sínum. Hún vék yfirleitt aldrei að aldri sínum, ekki einu einasta orði. Hann vissi vel um hann, og það skipti líka engu máli. Hún hefði líka getað stokkið út í vatnið þarna. Hún gerði sér andartak í hugarlund, hvernig hún flyti í vatninu í kjólnum sínum, sem auðvitað var frá Dior. Þetta eru heimskulegar hugsanir, sem hæfa ungu fólki, hugsaði hún. Á mínum aldri hugsar fólk ekki um dauðann. Maður krækir sig fastan í peninga sína, nætur sínar. Maður sýgur máttinn úr ungum mönnum, sem ganga við hlið manns í eyðilegum skóginum. „Nikulás,-' sagði hún, hásri, skipandi röddu. „Nikulás. Faðmaðu mig." Það var forarpollur á milli þeirra. Hann virti hana fyrir sér andartak, áður en hann kom yfir til hennar. Hún hugsaði með sér í einni svipan: Hann hlýtur að hata mig .... Hann dró hana til sín cg lyfti höfði hennar blíðlega. Aldur minn, hugsaði hún, meðan hann faðmaði hana. Aldur minn . . . Þú gleymir honum á þessari stundu. Þú ert of ungur til að brenna þig ekki á eldinum, Nikulás .... „Nikulás." Hann leit spyrjandi á hana. Hann andaði hratt. Hár hans var í óreiðu. „Það var sárt," sagði hún cg brosi brá fyrir á vörum hennar. Þau héldu áfram göngunni þegjandi. Hún furðaði sig á, hversu ótt hjarta hans hafði barizt. Þessi koss . . . hann virtist hafa haft svo mikil áhrif á Nikulás, eins og hann hefði verið skilnaðarkoss til einhverrar, sem hann elskaði. Hann var frjáls eins og fuglinn. Hann gat fengið þær konur og þann munað, sem hann girntist. Hvað hefur þá komið fyrir hann? Og þessi skyndilegi fölvi . . . Hann var hættulegur, mjög hættulegur . . . Þau höfðu búið saman í meira en sex mánuði. Það gat ekki gengið lengur, án þess að verða hættulegt. Hún var orðin uppgefin, þreytt á París og þessum sífellda hávaða. Á morgun ætlaði hún að fara til Midi — ein. Þaú voru komin að bílnum. Hún sneri sér að honum og tók í hönd hans með ósjálfráðri og vorkunnlátri hreyfingu. Þetta endar með því, að piMurinn missir viðurværi sitt, hugsaði hún, að minnsta kosti um stundar- sakir og það er ekki gott. „Ég fer til Midi á morgun, Nikulás. Ég er orðin uppgefin." „Ætlarðu að taka mig með?" „Nei, Nikulás. Ég tek þig ekki með." Eiginlega þótti henni það miður. Það hefði getað verið gaman að sýna Nikulási hafið. Hann hafði vafalaust séð það áður, en hann lét alltaf eins og hann sæi alla skapaða hluti í fyrsta skipti. „Þú vilt ekki sjá mig framar?" Hann talaði ofurlágt og drúpti höfði. Það var eitthvað titrandi í rödd hans, sem snart hana. Hún sá í huganum leiftur af því lífi, sem yrði hlut- skipti hans: Auðvirðilegt rifrildi, tilslökun, leiðindi, og allt stafaði þetta af því, að hann var of fallegur, of veikburða, og af því að hann var hin ákjósanlegasta bráð ákveðinna kvenna úr vissu umhverfi, sem höfðu fastar tekjur . . . konur eins og hún sjálf. „Það er ekki vegna þess, að ég sé þreytt á þér, kæri Nikulás. Þú hefur alltaf verið indæll og töfrandi, en þetta getur ekki haldið áfram að eilífu, eða hvað? Það eru meira en sex mánuðir síðan við kynntumst." „Já," sagði hann utan við sig. „Við hittumst fyrst í síðdegisboði hjá Madame Essini." Hún minntist skyndilega þessa skemmtilega síðdegisboðs, þar sem hún hafði séð Nikulás í fyrsta sinn. Hann hafði verið eitthvað svo óhamingju- samur á svipinn, enda hafði Madame Essini ginið yfir honum og hvíslað að honum milli barnalegra hláturhviðanna eins og hennar var vandi. Aum- ingja Nikulás var króaður upp við veitingaborðið og gat ekki flúið. í fyrstu gat hún ekki annað en brosað að þessari sjón, en síðan fór hún að virða Nikulás fyrir sér með vaxandi athygli og rólegri kaldhæðni. Þessi síðdegisboð voru i rauninni hreinir markaðir, sýningar. Hugmynd- in var sú, að hinar þroskuðu konur fengju tækifæri til að lyfta efri vörum ungu mannanna í því skyni að sannreyna vígtennur þeirra. Loks hafði hún farið að heilsa upp á húsmóðurina, og þegar hún gekk framhjá spegli á leiðinni, fannst henni allt í einu, að hún væri falleg. Nikulás var því sýni- lega feginn, að hún skyldi koma og spjalla við Madame Essini . . . • Nikulás reyndist henni erfiður í fyrstu. Síðan höfðu þau komizt upp á lag með að tala saman á venjulegan hátt — um daginn og veginn. Hann virtist ekki vera sérlega vel menntaður. Eftir stundarkorn var henni Ijóst, Framhald á bls. 50. 29. tbi. VIIÍAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.