Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 38

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 38
/Sg vildi ab ég rgæti látiö mér detta . eitthvað sniBugt... V. í hug. „St Margaret" var mikið umtöl- uð, og allt í einu urðu fréttir af þessu skipi kunnar um allan heim. En Milly, sem var um borð í „Evrópa“ vissi ekki neitt. Það var ekki fyrr en hún kom í land í Ensenada að hún heyrði hinar hræðilegu fréttir. Seglskip- ið „St. Margaret“ hafði lent í óveðri, misst stórsigluna og sokk- ið logandi í hafið, Milly frétti þetta strax á hafn- arbakkanum. Blaðamenn um- kringdu hana. Sólin var steikj- andi heit. Hún hljóðaði upp yfir sig og féll meðvitundarlaus í arma móður sinnar. Milly komst brátt til meðvit- undar. Hún fann salmíakslykt og heyrði rödd móður sinnar, eins og í gegnum þokuvegg. — Milly ... Milly, barnið mitt. Þegar Milly opnaði augun, stóð hvítklæddur maður við hlið hennar á sjúkradeildinni, sem hún hafði verið flutt á. — Milly, vaknaðu Milly, sagði móðir hennar á ungversku. Þetta var allt uppspuni! Það var að- eins blaðalygi! Litli, hvítklæddi maðurinn veifaði bréfi framan í hana. — Nafn mitt er Mendoza, sagði hann á lélegri frönsku um leið og hann hneigði sig. — Ég er miðlari fyrir manninn yðar, frú. Mér finnst mikið fyrir því að þér skylduð heyra þessa lygafrétt. 38 VIKAN 29-tbl- Mér er mikil ánægja að tilkynna yður að þetta er ekki rétt. Hér er sönnun fyrir því. Hann hélt bréfinu upp að aug- um hennar. — Hvaða kemur það, sagði hún andstutt. — Madame, sagði senor Men- doza, — það kom með þýzka skipinu „Lúbeck“, sem tók póst frá „St. Margaret" í rúmsjó. Milly flýtti sér að opna bréfið. Hún renndi augunum yfir reglu- legar línurnar, sem sögðu henni frá ást hans og þrá. Og svo hélt það áfram: ... og svo var ofboðslegur öldu- gangur og stormur í fjóra daga. Við misstum fjögur segl og stór- seglsrána. En það sem var hœttu- legra var að það kviknaði í farm- inum 30. maí. Það var sprenging, sem orsakaðist af ógætni skips- ahafnarinnar. Okkur tókst að ráða niðurlögum eldsins. — Guði sé lof, — en þetta var mikil raun, það get ég sagt þér. Nú siglum við í mjög góðu leiði og góðu veðri áleiðis til Santa María höfða. Eftir tíu daga verður þú í örmum mér, ástin mín ... Milly lét bréfið detta. Andlit hennar var vott af tárum, tárum hamingjunnar. — Eins og þér sjáið, madame, var þetta ekki annað en blaða- mannaýkjur, sagði Mendoza brosandi. Sögulok í næsta blaði. Þannig býr formaöurinn Mao Framhald af bls. 21. Vandræði í kvennamálum voru raunar ekkert nýnæmi fyrir Maó. Kínverskir stjörnuspekingar benda á að hann hafi fæðzt á ári svörtu slöngunnar og á stundu græna drekans, en eins og vænta mátti hafa þær skepn- ur ekki gott eitt í för með sér. Menn bornir við þær aðstæður eru taldir brokkgengir í ásta- málum og kváðu oft fara illa með konurnar sínar. Líka eiga þeir að vera bardagamenn í eðli sínu og hika ekki við að fá sínu framgengt með ofbeldi og blóðs- úthellingum. MAÓ FÓRNAÐI KONU OG BÖRNUM FYRIR BYLTINGUNA Fyrsta kona Maós var dóttir eins nágranna hans í sveitinni heima í Húnan. Faðir Maós, hörkukarl sem græddi fé á því að selja hrísgrjón, neyddi hann til að kvænast stúlku þessari, sem þá var átján ára en brúð- guminn aðeins fjórtán. En dreng- urinn var þá þegar orðinn sjálf- um sér líkur og afsagði að hafa nokkuð með stúlkuna að gera. Tuttugu og tveggja ára og þá orðinn róttækur námsmaður varð hann ástfanginn í Jang Kaí-húí, fjórtán ára gamalli dóttur prófessors þess er kenndi honum heimspeki. 1921 gengu þau í hjónaband. Sex ár liðu unz byltingarstarf Maós skildi þau að. Þau höfðu þá eignazt þrjá syni, en ekkert dró það úr byltingarákafa hins verðandi formanns. „Við getum ekki verið saman lengur," sagði hann við Jang. „Verðum við saman, er auðveldara fyrir óvin- ina að hafa upp á okkur. Það skiptir svo sem engu meginmáli hvort þeir skella af okkur höfð- unum eða ekki. Hitt er verra ef það skaðaði byltinguna.“ Maó skipulagði þá um uppskerutím- ann vopnaða uppreisn í Húnan. Hann lofaði Jang: „Ég geri allt, sem mér er unnt, til að láta þig frétta af mér.“ En uppreisnin hlaut ekki al- menningsstuðning, hún mis- heppnaðist og Maó gat ekki haldið neinu sambandi við konu sína. Hann var þá þrjátíu og fimm ára, hafði komið sér upp aðalbækistöð í Ningkang en var annars á hrakhólum. Að hinni misheppnuðu uppreisn lokinni fór Maó á flokksfund í Jungsjin, þar sem gullfalleg átján ára stúlka, ritari æskulýðsfylkingar kommúnista á þeim slóðum, bauð hann velkominn. Hún bar honum að borða glóðarsteiktan kjúkling og vín að drekka. Nafn hennar var Hó Tsú-tsén. Hún gaf þessum efnilega gesti gælunafnið „Drekinn ástúðlegi" og hafði hvílt hjá honum tvær nætur, er hann kallaði fyrir sig

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.