Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 28

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 28
þá merkt. Lady Campbell vildi endilega kaupa. El- myr var óskaplega blank- ur, hann hafði aðeins verið í tíu mínútur að gera teikn- inguna, Lady Campbell var svo sannarlega vinur hans, en hann var of fátækur til að hafa efni á að hugsa um annað en húsaleiguna, sem fallin var í gjalddaga. Þau urðu sammála um fjörutíu pund sterling. Elmyr varð sárþjáður af mórölskum timburmönnum, en þeir liðu hjá þegar Lady Camp- bell kom aftur eftir nokkra mánuði og játaði eigið sam- vizkubit. Hún hafði farið með Picassoteikninguna til listaverkasala, sem keypti hana fyrir hundrað og fimmtíu pund. — Fyrir- gefðu elsku Elmyr, sagði frúin. — Viltu ekki koma og borða með mér á Ritz? Þannig kom freistarinn inn í líf Elmyrs. Hann var alltaf peningalaus, og hér var möguleiki sem var næstum ótrúlega einfaldur. Hann friðaði samvizkuna með því að minna sjólfan sig á að kennari hans Léger hefði viðurkennt fyrir vin- um sínum að hafa í æsku falsað Corot til að fá fyrir mat. Og hafði Vlaminck ekki gert nokkur eintök af Cézanne þegar hann var sem fátækastur? Því var að minnsta kosti hvíslað með- al listamanna í París. Og því vildi Elmyr trúa. Hann fór að teikna Picasso- myndir í stílnum frá 1925. í fyrstu var hann dauð- hræddur um að upp um hann kæmist, en sá ótti var ástæðulaus. Það gekk eins og í lygasögu, bæði að gera myndirnar og selja þær. Jafnskjótt og hann hafði efnast eitthvað með þessu móti fór hann aftur að mála eigin myndir af and- litum og landslagi, en af þeim seldist ekki ein ein- asta. Elmyr de Hory átti sér ekki undankomu auð- ið. Til að skilia hvað síðan skeði er ekki úr vegi að líta á iistamann þennan sem ungan yfirstéttar- mann. Fiölskylda hans átti miklar jarðeignir í TTng- veriaiandi. Móðir hans var af flugríkri bankastióra- fjölskyldu af Gyðingaætt- um, og faðirinn var á milli- striðsárunum ambassador Ungverialands í Tyrklandi og í tveimur rómansk- amerískum ríkjum. Sonur- inn ólst upp í Ungveria- landi, og foreldrarnir skildu þegar hann var sex- tán ára. Til þessa hafði hann lifað í óhófi og eftir- læti sem einkabarn ríkra Picasso eftir Elmyr foreldra, alist upp með barnapíum og kennslukon- um af ýmsum þjóðernum, hvað leiddi til að hann tal- aði fimm tungumál reip- rennandi, ekkert þó lýta- laust. Móðir hans giftist í annað sinn miklu yngri manni. Hún hafði aldrei haft mikinn áhuga á syni sínum, sem varð að full- nægja þörf sinni fyrir móð- urást hjá barnfóstrunum. Líf hans var hið dæmi- gerða líf miðevrópskra há- stéttarmanna á þeim árum: þjónustufólk á hverjum fingri, hestar, ferðir til Bi- arritz og Karlsbad. Sextán ára gamall tók Elmyr upp sjálfstæðara líf. Hann hafði sýnt merki um listgáfur, var snotur dreng- ur og lenti fljótlega í kunn- ingsskap við kynvillinga. Móðurinni þótti ekki nema gott að losna við hann og leyfði honum góðfúslega að fara í listnám til Múnchen. Þar hlaut hann ágæta und- irstöðumenntun og hélt áfram til Parísar, þar sem hann nam hjá Léger. Hon- um tókst að koma lands- lagsmynd eftir sig á aðal- sýninguna um haustið 1926. Það var stór stund í lífi Elmyrs. Myndin eftir hann hékk í sama sal og verk Vlamincks. í París var hann til 1932, fjölskyldan hélt honum uppi, og frístundunum varði hann í listamanna- hópunum á Dome og Ro- tonde. Þriðji áratugurinn var stórveldistíð Montpar- nasse. Þá var Heming- way þar, og Gertrud Stein, Peggy Guggenheim, Fuj- ita, Man Ray, Valéry, Joyce og allir málararnir. Elmyr hitti allt þetta fólk og mál- aði, en án nokkurs veru- legs listamannlegs áhuga. Peningaáhyggjur þurfti hann ekki að hafa þá. Hann lifði flott. Svo kom stríðið. Þegar eftir að Þjóðverjar lögðu undir sig Austurríki fór El- myr til Ungverjalands. Nokkru síðar var hann handtekinn og settur í ein- angrunarfangabúðir í Transsylvaníu. Hann var gersneyddur öllum póli- tískum meiningum, en hafði þótt fullnáinn kunn- ingi bresks fréttaritara í Búdapest og hafði auk þess verið langdvölum í Frakk- landi. Hvorttvegg’a dugði til að gera hann tortryggi- legan í augum stjórnar Horthys. Þarna í Karpata- fiöllunum, föðurlandi sjálfs Drakúla. var ískalt, en El- myr var lagið að hjara. Hann kom sér í vinskap við fangabúðastjórann og málaði af honum andlits- mynd. Hann var að því svo mánuðum skipti, enda var Mátve bústaður stjórans sá eini í búðunum, sem var sæmi- lega upphitaður. Hann var látinn laus, en handtekinn aftur og sendur í búðir í Þýzkalandi. Þar fótbraut Gestapo hann í yf- irheyrslu og lenti hann þá í sjúkrahúsi skammt frá Berlín. Þegar hann var far- inn að hökta á hækjum tók hann eitt sinn eftir að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.