Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 15
fallið í gólfið og brotnað. En þegar að var gætt, sást ekki nokkur skapaður hlutur. Dyr á útihúsi, sem ekki hafði verið hægt að loka lengi og voru allar úr lagi færðar, voru einn morg- uninn fastlokaðar. Og fleiri einkennilegir atburð- ir gerðust. Korkmotta, sem venjulega var í herbergi á efri hæðinni, lá úti á hlaði í polli, þegar Göta kom heim eitt sinn. Göta rauk til og tók mottuna upp, og sá þá sér til mikillar furðu, að hún var skraufþurr, þótt hún hefði legið í polli. Og hvernig hafði hún getað borizt af sínum venjulega stað — í gegnum læstar dyr, þegar eng- inn var heima? Kvöld nokkurt kom enn steinn þjótandi, velti um koll mynda- styttu, sem stóð uppi á sjón- varpstækinu og lá þar kyrr. Þetta var lítill, ljósgrár, kringlóttur steinn og hann var svo þurr, að hann var næstum heitur í lófa manns, þegar maður tók hann. Dag nokkurn var einhver að vinna við hefilbekkinn. Göta heyrði þetta og hugsaði með sér, að einhver af nágrönnunum hefði þurft á honum að halda. Eftir nokkra stund ætlaði hún að bjóða nágrannanum upp á kaffi. Hún hrópaði, á samri stundu var hætt að smíða á hefilbekkinn, en enginn kom. Þegar hún leit inn í smiðjuna var þar ekki nokkra sálu að sjá. Síðan þessi undarlegu fyrir- bæri tóku að gerast á bænum, hafa gestakomur þangað verið tíðar, enda hafði fregnin um draugaganginn borizt víða. Marg- ir vísindamenn komu og hugð- ust rannsaka fyrirbærin og kom- ast til botns í þeim. Einn þeirra tók bæði hnífinn og steininn með sér til rannsóknar. Og dag nokkurn kom í heim- sókn hinn frægi miðill, Astrid Gilmark. Það skal tekið fram, að hún þekkti ekki íbúa bæjar- ins neitt og ekki heldur sögu staðarins að neinu leyti. Hún settist á grænmálaðar tröppurn- ar, sem lágu upp að íbúðarhús- inu, og hún var ekki fyrr sezt, en henni varð hverft við: — Hér kemur hávaxinn mað- ur, grannur og vöðvastæltur. Hann er tengdur Finnlandi sterk- um böndum. Hver getur þetta Þurr steinn féll skyndilega á sementsgólfið í hlöðunni. Og lítill vasahnífur kom fljúgandi og festist í kassa. verið? En nú er hann farinn ... Hér hefur vatn flætt yfir bæ- inn. . . . það hlýtur að vera langt síðan. . . . og hér hafa gerzt vo- veiflegir atburðir einhvern tíma; það leynir sér ekki. . Göta Nilsson hlustaði á miðil- inn og bauð henni að ganga í bæinn. Það sem frú Gilmark hafði sagt vakti sannarlega undr- un húsfreyjunnar, þar sem bróð- ir hennar hafði einmitt látizt 22 ára gamall á hersjúkrahúsi í Finnlandi. Astrid Gilmark þekkti hann strax af mynd, sem henni var sýnd. Og lýsingin kom heim og saman. Hann hafði verið há- vaxinn, grannur og vöðvastælt- ur. Og Bror gat upplýst, að bær- inn ætti sér langa og viðburðar- ríka sögu. Og það var staðreynd, að einu sinni hafði verið sjávar- botn, þar sem nú voru akrar. Og Rússar höfðu á sínum tíma herjað þarna og einmitt á staðn- um, þar sem bærinn stóð, höfðu þeir brennt íbúðarhús og hlöðu. — Það var einmitt þetta sem ég sá, sagði frú Gilmark. — En þetta kemur reimleikunum núna ekkert við. — Gösta sýndi frú Gilmark húsið. Þegar frúin kom inn í nýuppgert herbergi, stanz- aði hún og spurði: — Hvað liggur hérna undir gólfinu? Jú, það eru leifar af beinagrind. Ég held, að það sé barn og kona ... Nilsons-hjónin gátu upplýst, að um sumarið hafði verið feng- inn smiður til að lagfæra gólfið. Hann hafði sagt frá því eftir við- gerðina, að hann hefði séð leifar af beinagrind, en vissi ekki hvort þær væru af dýri eða manneskju. Hann hafði látið þær liggja kyrr- ar. f sumar er ráðgert að gera nokkrar breytingar á íbúðarhús- inu og þá er ætlunin að grafa upp beinagrindarleifarnar. Verð- ur fróðlegt að vita, hvort Astrid Gilmark hefur rétt fyrir sér eða ekki. Þetta varð upphafið af kynnum Framhald á bls. 45.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.