Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 5
Nefkóngurinn Alfredo Giovan-
ardi — í konunglegum skrúða.
Nefkóngar
Fyrir nokkru birtust í blöðum
víða í Evrópu myndir af heims-
ins lengsta nefi. ítalinn Alfredo
Giovanardi hafði verið kjörinn
„Nefkóngur" að undangenginni
víðtækri keppni í Flórens að
sögn. Nef hans reyndist vera 5.6
cm að lengd. — En eftir að þess-
ar fregnir voru kunngerðar reis
Norðmaður nokkur upp og mót-
mælti því, að hér væri um
Lesendur Vikunnar vita sitt af
hverju um hinn fræga rithöfund,
Jack London, ef þeir hafa lesið
greinarnar sem um hann birt-
ust fyrr á þessu ári. Til eru ótal-
margar skopsögur um Jack Lond-
on og hér á eftir fer ein þeirra:
Jack London hafði lofað tíma-
riti nokkru í New York grein.
Hann ætlaði að skila handritinu
eftir fimm daga. Þeir liðu og
ekki kom handritið. Og aðrir
fimm dagar liðu, og ekki kom
það. Loks varð ritstjóri blaðsins
leiður á þessari bið, enda var
hann að auki búinn að gera
ítrekaðar tilraunir til að ná í rit-
Heimsmeistarar
í þolskák
Það er óhætt að fullyrða, að
ungu mennirnir tveir á þessari
mynd hafi verið orðnir ærið
þreyttir, þegar þessi mynd var
tekin af þeim. Þeir höfðu sett
sér það takmark að verða heims-
meistarar í þolskák og þeim tókst
það. Þolraunin fór fram á Grand-
hótel í Narvik, þar sem þeir
Sven Áge Johanssen (til vinstri)
og Thor Arne Ramstad (til
hægri) tefldu stanzlaust í 53
klukkutíma. Þá höfðu þeir lok-
ið 235 skákum — en voru líka
orðnir aðframkomnir af þreytu
og svefnleysi.
• vísur vikunnar
,,Er blika við sólarlag sædjúpin köld“
vér sálina friði mettum
og leitum næðis frá glaum og gný
gítar og trommusettum
og listrænum lúxusréttum.
En alltaf er himinninn heillandi sýn
er hnígur sólin að viði
og sumarsins angan og sunnanþeyr
ber 'svefnhöfgann ofurliði
en dyggðin dormar í friði.
Þótt kætin á stundum kliði hátt
er kast á lukkunnar hjóli
en dyggðanna vegur votur oft
og von að það stundum spóli
í hátíða-alkóhóli.
— Vitleysa, segir Norðmaðurinn
Skule Waksvik. — Ég hef miklu
lengra nef!
lengsta nef að ræða. Sjálfur
kvaðst hann hafa miklu lengra
nef. Þessi Norðmaður heitir
Skule Waksvik og nef hans á að
vera að sögn eins og hér grein-
ir eftir nákvæma mælingu (mál
ítalans eru í sviga fyrir aftan):
6.5 cm að lengd (5.6), 3.3 cm á
dýpt (3.3) og 4.3 cm á breidd
(4).
höfundinn, en þær höfðu engan
árangur borið. Hann greip loks
til þess ráðs að senda honum
svohljóðandi skilaboð á hótelið,
þar sem hann bjó:
-—■ Kæri Jack London! Ef ég
fæ ekki handritið innan 24
klukkustunda, þá kem ég upp á
herbergi til þín og sparka þér
niður stigann. Ég stend alltaf
við loforð mín.
Jack London sendi um hæl
svohljóðandi svarskeyti:
— Kæri Dick! Ef ég ynni allt
sem ég þarf að gera með fótun-
um, þá mundi ég áreiðanlega
geta staðið vil öll mín loforð.
Það byrjaSi
meS flöskuskeyti
Fyrir fimmtán árum stóð
sænskur sjómaður á þilfari skips
síns og horfði löngunarfullum
augum í áttina til Ítalíu. Skipið
lagðist ekki að bryggju þar, svo
að hann fékk ekki að stíga á hið
sögufræga land. Gaman væri nú
að geta komið hingað einhvern
tíma í sumarleyfi og notið lífs-
ins, hugsaði sjómaðurinn. Á
samri stundu fékk hann sér-
kennilega hugmynd: Hvernig
væri að skrifa bréf, setja það í
flösku, og fleygja flöskunni síð-
an í Miðjarðarhafið. Ef til vill
mundi einhver ítölsk stúlka
finna flöskuna....
Svo fór þó ekki. Fiskimaður
frá Sikiley fann hana — en hann
átti tvær fallegar dætur. Þau
fóru öll þrjú til prestsins síns og
báðu hann að þýða bréfið og fá
aðstoð við að svara þessum
ókunna sjómanni, sem þráði svo
heitt að komast til Ítalíu.
Nú býr þessi sjómaður, Ake
Wiking, ásamt ítölsku konunni
sinni, Pauline, og tveimur dætr-
um þeirra, í Eggby í Svíþjóð. —
Mjólkurflaskan, sem bar fyrsta
bréfið frá Ake til Pauline,
stendur á heiðurssess í stofunni.
lilllllil
VIKAN 5