Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 8
Oþægileg flugferS Kæri draumráðandi! Mig dreymdi undarlegan draum um daginn. Mér fannst ég vera nýflutt í aðra íbúð og vera að koma mér fyrir í henni. Ég var líka að pakka niður í töskur og ætlaði í ferðalag með dætur mínar tvær, eins árs og tveggja ára. Mér fannst ég fara út á flugvöll með leigubíl ’og þar beið þota Flugfélags íslands. Ég fékk mér sæti fyrir aftan flug- stjórann. Þotan átti að fara eitt- hvað til útlanda með viðkomu á Keflavíkurflugvelli, en á leið- inni þangað fannst mér flug- stjórinn vera að tala um, að það væri hættulegt að sitja fremst í vélinni, ef eitthvað kæmi fyrir, til dæmis ef vélin myndi brotna í tvennt. Það setti að mér óhug os var ekki laust við, að ég væri dálítið hrædd. Þegar við komum til Keflavíkur, tók ég leigubíl að vélinni og að afgreiðslunni og steig út úr bílnum með yngri telpuna á handleggnum, en ætl- aði að táka í höndina á hinni og kippa henni út úr bílnum. í sama bili ók bíllinn af stað með hana. É'g tók eftir, að leigubíll- inn var grænn og hljóp inn í af- greiðsluna og sagði konu frá þessu þar. Hún sagði, að þetta væri allt í lagi og setti stóran pakka af blómum í fangið á mér. Ég gekk inn í biðstofuna og beið þar nokkra stund. Ég tók að svinast um eftir eldri telpunni og fann hana bak við blóma- búðarborð. Ég var ekkert undr- pndi yfir því, heldur þótti mer einkennilegt, að telpan var kom- in í eræna. heklaða peysu. Ég f böndinp á henni og við fó-nm fram í afgreiðsluna. Þá -arð mér litið út um gluggann. Sá ég þá þotuna fljúga á loft. Ég hafði misst af henni og varð i—í fmn 1'ví að mén hraus hug- nr nr}ig þvi. rem flusstjórinn hafði Tjpocj riraumur m'indi að öllum •íkindum vrra fvrir bví, að erf- íð’níkar í hiónabandi bínu. verði mrð olln úr sösunni á næstunni. Það boðar haldgott og traust bíóneb'ind nð drevma að maður sé á ferðalaei. sérstaklega ef fe~ða7t er í bíl. Og þarna eru tvö tákn, sem ekki geta boðað ánnað en gott: græni liturinn, sem táknar traust og frjósemi, og blómin, en það táknar gjöf, gleði og hamingju að fá blóm- vönd. Þú þarft því sannarlega ekki að óttast þennan draum, því að hann boðar þér miklu skemmtilegra og innihaldsríkara líf, en þú hefur hingað til átt að fagna. Símanúmer í draumi Kæri þáttur! Mig dreymdi, að ég var að horfa út um glugga á eitt af þremur börnum mínum, þar ssm það var að leik með öðrum börn- um. Mér fannst börnin vera ör- ugg, þar sem bau voru að leika sér, en þpear és sá að þau færðu pig að siávarmáli. sem var allt h^kið sníó. fór ég af stað tii þess að ná í þau. És heyrði sast. að ]ínnuT’ vr-u he^ar komnar til barnanna. en kuldinn væri svo mikill, að konurnar -æ-u farnar að kala á brjóstum. Ý,a fer þá til þess að sækja hjálp, og ætla að hringja í lög- regluna. Ég vel mér ákveðið símanúmer, sem ég mundi sreinilega þegar és vaknaði. — Kemur þá inn á línuna vinkona mín, sem er gift lösreslumanni. Hún vill fara að rabba um dae- inn ee veginn. Ég bið hana að fara úr símanum. en és sesi henni ekki hvers vegna. Á end- anum skellti ég á hana os valdi mér annað númer. sem ég mundi ekki begar és vaknaði. Lengri varð draumurinn ekki. Þesar ég vaknaði í morgun, leitaði ég í símaskránni að síma- númerinu, sem ég mundi. Það revndist vera hiá hiónum, sem misstu barn sitt á sviplegan hátt ekki alls fyrir löngu. É'g vil taka fram, að ég þekki alls ekki þetta fólk, nema hvað ég hef heyrt þess getið í sam- bandi við slysið, sem mikið var rætt um á sínum tíma. S.M. Það nr margt óskiljanlegt í sam- bandi við drauma, og hér er eitt dæmi um það. Það er í liæsta máta einkennilegt, að þig skyldi dreyma ákveðið símanúmer hiá fó'ki sem bú bekkir ekki neitt, en hefur orðið fyrir óhappi, sem bú í draumnum óttaðist að hefði h“n* eitt, barna þinna. Við fáum ekki séð, að draumurinn siálfur sé fvrir neinu sérstöku. Hann mundi að öllum líkindum stafa fvrst og fremst af umhyggiu þinni fyrir börnum þínum. Ef bann táknar nokkuð, gæti það þá helzt verið minniháttar veik- indi. En atvikið með símanúm- erið er alveg einstakt, og höfum við ekki heyrt um neitt svipað hví áður. 8 VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.