Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 39
AUTO S1.6 TAKIÐ GÓÐAR MYNDIR ÁRDEGIS SÍÐDEGIS í DIMMVIÐRI EÐA í BJARTVIÐRI GEVAFOTO AUSTURSTRÆTI LÆKJARTORGI hóp herforingja og tilkynnti þeim: „Við félagi Hó erum ástfang- in hvort af öðru. Það sem fyrst var félagaást er nú orðið hjóna- ást. Þetta er upphaf sannrar byltingarástar okkar á milli, og í anda hennar munum við berj- ast fyrir sameiginlegu mark- miði.“ Hó hallaðist blíðlega upp að öxl félagans, meðan hann flutti töluna, og hafði bersýnilega enga hugmynd um að hann átti tvær eiginkonur fyrir. Af fyrstu kon- unni þurfti að vísu engar áhyggj- ur að hafa, því að af henni heyrðist ekkert framar. Hins vegar vissu allir vinir og félag- ar hinna nýbökuðu hjónaleysa hvar önnur konan var. Því mið- ur vissu Kúómíntáng (þjóðern- issinnar) það líka. 1930 voru Jang og bróðir hennar handtek- in og reynt að pína þau til sagna um Maó og athafnir hans. f höf- uðstöðvum Kúómíntáng í Tsjang- sja voru fótleggir Jang barðir í mola með bambusstöngum og ekki af látið fyrr en hún féll í öngvit. En mann sinn sveik hún ekki, ekki heldur þegar böðl- arnir sögðu henni að hann hefði þegar tekið saman við aðra konu. ÞRJÁR tyndar dætur Nærri tveimur mánuðum eftir að þau systkinin höfðu verið tekin föst voru þau leidd út fyr- ir borgarhliðin til aftöku. Á leiðinni hrópaði bróðirinn í sí- fellu byltingarslagorð. Einum varðmannanna leiddist þetta og stakk hann með hnífi í kviðinn. En bróðir Jang hrópaði slagorð- in engu lægra en fyrr. Varðmað- urinn stakk hann þá aftur, og að þessu sinni í munninn. Fyrir utan borgarhliðin voru þau skot- in, og mátti elzti sonur Maós, þá tæpra tíu ára, horfa á það ásamt öðrum. Lík móður hans létu böðlar Sjang Kaí-séks liggja þar sem það var komið lýðnum til skemmtunar og viðvörunar, en bændur úr nágrenninu námu það á brott og jörðuðu það á hæð skammt frá. Þegar Maó frétti af þessu útvegaði hann legstein að setja á gröfina. Hó Tsú-tsén bjó með Maó í níu ár, en fór litlu betur út úr því en Jang. Þegar Gangan Langa hófst seint um haust 1934 var hún þunguð að þriðja barni þeirra hjóna; áður hafði hún eignazt tvær dætur og skildi þær nú eftir í fóstri hjá einhverjum bændum. Þriðja barnið, sem hún ól á Göngunni, varð hún einnig að gefa frá sér. Eitt sinn þegar sprengjuflugvélar þjóðernissinna gerðu árás á gönguliðið tókst Hó ekki að komast nógu fljótt í skjól, með þeim afleiðingum að hún fékk í sig eitthvað í kring- um tuttugu sprengjuflísar. Hundrað þúsund karlmenn tóku þátt í Göngunni, en aðeins þrjá- tíu og fimm konur. Af þessu fólki komust aðeins átta þúsund lifandi á leiðarenda. Eftir sprengjuárásina fluttu göngu- menn Hó með sér í kerru, sem varla hefur verið mjög þægileg- ur farkostur fyrir nærri dauð- særða manneskju. Þegar leiðin lá um viðsjárverða fjallastíga var hún bundin upp á múldýr. Síðustu ellefu mánuði Göngunn- ar var hún nær dauða en lífi.' En hún jafnaði sig og bjó enn tvö ár með Maó og fæddi hon- um fjórðu dótturina. Um þær mundir voru höfuðstöðvar kommúnista fluttar til Jenan, en þangað náðu ekki sprengjuflug- vélar Sjang Kaí-séks. Sá staður er heldur ókræsilegur, í fjall- lendi og umkringdur haugum úr fokmold. Hó var andlega og lík- amlega niðurbrotin eftir missi þriggja barna og þrautir Göng- unnar og það bitnaði á eigin- manni hennar. Framan af tók hann reiðiköstum hennar með þolinmæði, en að lokum var svo komið að hann barði hana næst- um daglega. Sagt var að hún hefði oftar en einu sinni ráðizt á hann með hníf. Hann sendi hana til Moskvu til hvíldár og lækningar. Þá var Hó aðeins tuttugu og níu ára, en orðin gömul langt um aldur fram og ekki annað en skinnið og bein- in. Og meðan hún var í Sovét- ríkjunum komst Tsjang Tsjing að í stað hennar. Eftir að komm- únistar tóku Sjanghaí 1949 sáu menn Hó aka inn í borgina í fylgd með þrettán ára gamalli stúlku, trúlega þeirri dótturinni sem hún fæddi Maó að lokinni Göngunni Löngu. Einnig var þá með henni yngri systir hennar, ekkja eftir bróður Maós, Maó Tse-tan. Tsén Ji, utanríkisráð- herra kommúnistastjórnarinnar, sá þeim þremur fyrir samastað í borginni og tryggði jafnframt að þær gætu lifað lífi sínu án þess að hafa áhyggjur út af dag- legu brauði. Að miðdegisblundinum lokn- um fer Maó aftur inn í vinnu- herbergið. Allt frá æsku hefur formaðurinn kunnað sérstaklega vel við sig í návist bóka. f vinnu- herberginu eru þúsundir bóka, þar á meðal heimsins merkustu verk um sagnfræði og heimspeki. Allar þessar bækur hefur Maó lesið, sumar oft. Fyrir hefur það komið að Maó hefur í tíma og tíma horfið úr höfuðborginni og bregzt þá varla að heimspressan komi fram með orðróm þess efnis að hann sé dauðveikur. En oftast hefur hann þá einfaldlega dregið sig í hlé út á land til að lesa og hugsa í friði. FORMAÐURINN OG BÖRNIN HANS Þennan dag hefur formaður- inn lítið að gera sem endranær nú orðið, enda hafa allar hugs- anir hins mikla kennara þegar fyrir löngu verið hugsaðar og prentaðar, svo að hann getur endað vinnudaginn snemma og tekið sér bók í hönd. Hann geisp- ar og biður um te. Með titrandi höndum kveikir hann sér í ein- um smávindlinum enn. Síðan níunda flokksþinginu lauk í fyrra hefur daglegur starfi hans stöðugt farið minnkandi. Ennþá verður hann þó að undirskrifa skjöl og gefa fyrirmæli. Hann sendir eftir Jaó Ven-júan, manni þeim er segja má að hleypt hafi menningarbyltingunni af stað. Að tíu mínútum liðnum gengur Jaó inn í vinnuherbergið. Hann er skjólstæðingur Tsjang Tsjing, og er hald manna að hann sé kvæntur dóttur hennar. Jaó er auk þess einkaritari og trúnað- armaður Maós. Hann er á fimm- tugsaldri, ættaður frá Sjanghaí og margir vestrænir Kínasér- fræðingar eru farnir að telja hann líklegan eftirmann Maós. En öðrum þykir það ótrúlegt. Jaó gefur formanni sínum upplýsingar um hina ýmsu með- limi miðnefndar Kommúnista- flokksins, hvernig þeir vinna og hegða sér yfirleitt, en klukkan hálfníu setzt Maó að kvöldverði með fjölskyldunni, en það ber sjaldan við. Borðið er hlaðið skálum og diskum, og í loftinu hangir ilmurinn af hinum sterk- lega krydduðu réttum frá Hún- an. Á borðum er líka steikt kindakjöt með mjölsnúðum, en það er hátíðaréttur í Sjantúng, Fullkomnasta gardínu- uppsetning á markaönum meö fjölbre litaúrv - éi jg án kap ytt al j; pa ll^ sS | slmar 25440 29. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.