Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 11
Húsið stendur uppi i Beverley Hills, þar sem flest fræga
fólkið í Hollywood býr. Það er rautt á litinn, með stórri,
bjartri dagstofu og geysistórri verönd. En svefnherbergin
eru aðeins tvö, svo í fljótu bragði virðist svo sem húsaleigan
sc nokkuð liá, miðað við herbergjafjölda, hálf önnur milljón
krónur á ári. En i þessu er auðvitað innifalið yndislegt út-
sýni og algert næði. Og svo er að sjálfsögðu sundlaug.
Þarna var Sliaron Tate síðdegis 8. ágúst í fyrra, heitan og
rakan föstudag. Hún lá og sólaði sig við sundlaugarbarm-
inn, eða flaut á stórum plasthring, sem hún liafði keypt. Hún
var með barni á áttunda mánuði. Hún hafði lient gaman að
hinum stóra maga sínum fyrr í vikunni: — Þú ættir að sjá
þessa geysilegu kúlu, hún er jafnbrún og hinir hlutar lík-
amans. Það verður gaman að sjá hvort barnið verður sól-
lirúnt!
Föstudagurinn 8. ágúst. Það var siðasti dagurinn sem Sliar-
on Tate fékk að sóla sig og láta sig dreyma um ófædda
barnið. Það var síðasta sinn sem gestir voru á heimili hennar.
Nú biða morðingjar hennar og gesta hennar dóms. Þeir
geta ekki látið sig dreyma um annað en gasklefa.
Sharon Maria Tate fæddist 24. janúar 1943 og ólst up])
sem „hermannsbarn“, faðir hennar var liðsforingi. Hún vann
fyrstu fegurðarkeppni sina, þegar hún var sex mánaða, vann
nokkrum sinnum í fegurðarkeppni, þegar liún var sextán
ára, var kjörin fegurðardrottning skólans 17 ára, og 18 ára
gömul lagði hún af stað til Hollywood. Það var mjög sak-
laus pabbastúlka, sem fór til Hollywood, þvi að faðir henn-
ar liafði á henni nánar gætur, passaði að hún kæmi heim á
réttum tíma á kvöldin og að piltarnir gerðust ekki of nær-
göngulir við hana.
Hún var heppin, í og með vegna þess að hún hitti Martin
Ransohoff, sköllóltan, feitan kvikmyndaframleiðanda. Hann
sagði vinum sínum hvers vegna hann liefði ráðið Sharon
Tate: — Vegna þess að mig hefur lengi langað til að liitta
svona fallega stúlku, sem er algerlega óþekkt, og gera hana
að stjörnu, sem allir eru hrifnir af. .. .
Fyrsta kvikmyndin sem liún lék i Iijá Ransohoff, hét ein-
faldlega „13“, og fjallaði um svarlagaldur og ti’úarmorð.
Þessi kvikmynd var eiginlega alveg fallin í gleymsku, þang-
að til í fyrra að hún var myrt og morðið minnti á trúar-
morð, átta árum siðar. 1 næstu mynd lék hún á móti Tony
Curtis, og það var ekki svo lítill frami. Þriðju kvikmynd-
inni, sem hún lék í, stjórnaði 33 ára gamall pólskur flótta-
maður, sem heitir Roman Polanski, og var búinn að vinna
sér alþjóðafrægð fyrir starf sitt, áður en hann flúði frá
heimalandi sínu. Hann er Gyðingur. Móðir hans liafði látið
lífið í hinum alræmdu fangabúðum í Auschwilz, og sjálfur
var liann stöðugt á flótta þangað til í striðslok. Óttatilfinn-
ingin frá æskuárunum gerði hann næman fyrir hrollvekj-
andi atburðum. Kvikmyndin, sem Sliaron Tate lék í, var
tekin í London og fjallaði um blóðsugur.
Kynni liennar af Roman Polanski gerbreyttu hfi hennar.
Fyrsta kvöldið sem þau hittust, bauð liann henni heim i íbúð
sína, slökkti ljósið, kveikti á einu kerti og hvarf á brott um
stund, en kom svo og fleygði sig yfir liana með ógurlegu
I»essi mynd af Sharon Tate vai tekin í London, og var hún þá komin fimm |
mánuði á leið.
37. tbi. VIKlAN 11