Vikan


Vikan - 10.09.1970, Side 21

Vikan - 10.09.1970, Side 21
ur plass á II. farrými og var sú ráðstöfun gerð af sparnaðar- ástæðum. Þegar um borð kom leizt okk- ur ekki á blikuna. Skipið var yfirfullt af farþegum og plássið sem við fengum einna líkast gripabásum. Þar hékk maður á einhvers konar svefnstólum ell- egar lá fram á borðin. Ferðin tók alla nóttina. Veðr- ið var mjög gott en hitinn frem- ur til óþæginda. Þegar til Borgundarhólms var komið með morgunsárinu hröð- uðum við okkur á land. Fyrst röltum við um í tvo tíma, enda sáum við fátt fólk á ferli. Að síðustu komum við að byggingu, sem við þóttumst sjá að væri slökkvistöð, hittum þar að máli mjög vingjarnlegan mann og báðum hann um aðstoð til þess að ná í leigubíl. þær heimildir, sem handbærar eru um Brimarhólsvist þeirra ógæfusömu manna, sem þar guldu sinna misgjörða. Það getur því verið forvitni- legt að heyra íslending bregða upp skyndimynd af heimsókn sinni til þessa áður illræmda staðar. — Heimsókn, sem ekki var farin til að afplána neinar misgjörðir. Árið 1962, um miðjan júní, urðum við Otto Steinsson, hús- vörður í Pfaff á Skólavörðustíg, ásáttir um að taka okkur far með Gullfossi til Danmerkur. Ferðin yfir hafið gekk að ósk- um og þegar til Kaupmanna- hafnar kom fengum við gistingu á veitingastað, sem heitir He- bron. Otto Stcinsson t. h. ásamt bif- reiðarstjóra. Góðir gestgjafar. Við höfðum ákveðið að fara til Borgundarhólms, hvorttveggja var að við höfðum heyrt talað um fegurð eyjarinnar og að þar byggi gott fólk, og einnig hitt að ýmsa þætti íslenzkrar örlaga- sögu má þangað rekja. Ferjan, sem fór milli kaup- mannahafnar og Borgundar- hólms fór samkvæmt áætlun kl. 11 um kvöldið. Við fengum okk- Hann biður okkur að hinkra við í tíu mínútur og að þeim tíma liðnum er bíllinn kominn. Þetta var mjög viðfelldinn mað- ur, kunnugur öllum staðháttum og leiðbeindi okkur vel. Klukkan fimm síðdegis hefur hann orð á því að hann þurfi að skreppa í símann. Kemur svo að vörmu spori aftur og býður okk- ur að koma heim með sér og drekka kaffi. Þar fáum við mjög elskulegar viðtökur og eru hjón- in bæði samhent í því að sýna okkur alúð. Eftir að hafa setið þarna nokkra stund segir húsbóndinn — ökumaðurinn okkar: „Nú ætla ég að aka ykkur dálítið ennþá, svo borðið þið hjá okkur áður en þið farið. Ferjan fer ekki fyrr en kl. 11.“ í þetta skipti kemur hann okk- ur í kynni við byggingameist- Jón Brynjólfsson. ara, sem hafði mikinn atvinnu- rekstur. Hann hafði timburverk- smiðju og skipulagði og byggði heil hverfi. Byggingaleyfi hans voru þeim skilyrðum háð, að hann full- byggði húsin, gengi frá öllum lögnum í þau og fullgerði lóðir. Ennfremur skyldi hann malbika götur þær sem um hverfið eða næst húsunum lágu. Þessu varð hann að hafa lok- ið áður en húsin voru boðin út til sölu. Einnig þessi maður sýndi okk- ur frábæra gestrisni og útvegaði okkur gott pláss á ferjunni til Kaupmannahafnar. Við skoðuðum rústir af gömlu Brimarhólmsfangelsunum, sem fyrr á tímum urðu vistarverur nokkurra ógæfusamra fslend- inga, og virtist sem leiðsögu- mönnum okkar væri vel kunn- ugt um þann þátt fangavistar- innar. Við komum einnig þar sem framleidd er hin heimskunna danska reyksíld. Á eyjunni sáum við hvergi óræktaðan blett, og allt um- hverfið var svo hirðusamlega umgengið að einstakt má kalla. Hvergi sást bréfsnifsi á götu, þótt um hádag væri og það á vinnudegi, en þó sáum við hvergi deili til þess að sérstakir hreins- unarmenn væru að verki. Þó má vel vera að svo hafi verið. Þegar við kl. 11 um kvöldið fórum um borð í ferjuna vorum við Ottó sammála um það að þarna hefðum við góðrar vistar notið. Þegar við vorum aftur komnir til Kaupmannahafnar tókum við dag til þess að skoða Tuborg- ölverksmiðjurnar. Þar var þá Framhald á bls. 41 37. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.