Vikan - 10.09.1970, Síða 24
ÖNNUR GREIN UM
LÍF OG STARF
TANCREDS IBSENS
Tancred Ibsen freistaSi
gæfunnar í Banda-
ríkjunum, varS
aS hætta viS töku
kvikmyndar um Leif
heppna vegna
andróSurs kaþólikka
og sneri aS lokum
baki viS Hollywood.
SíSan varS hann
einn helzti frumkvöSull
kvikmyndagerSar
heima í Noregi.
4 Tancred Ibsen og frændi hans,
Björn Björnson, á flughátíöinni í
Kaupmannahöfn.
Á leiðinni til Bandaríkjanna
heyrðu þau Tancred og Lillebil
í fyrsta sinn í útvarpi. Það var
útsending frá leik hljómsveitar
Pauls Whitemans í New York.
Og þegar þau komu þangað, tóku
fréttamenn frá útvarpi viðtal við
þau. En útvarpið var aðeins eitt
af mörgum tækniundrum, sem
komu ímyndunarafli fólks á
hreyfingu á þriðja tug aldarinn-
ar. Enn meiri ævintýraljómi lék
um kvikmyndina, sem sigraði
heiminn á tíu árum.
Meðan Lillebil var á leiksvið-
inu, fór Tancred Ibsen í bíó.
Hann hreifst svo af kvikmynd-
unum og möguleikunum er hann
4 Tancred og Lillebil ásamt móður
hennar, Gydu Christensen, áður en
þau lögðu af stað til Ameríku.
sá í þeim, að hann lét skrá sig
á námskeið í kvikmyndatækni.
Ungu hjónin fengu íbúð í Sex-
tugustu og sjöundu götu, rétt hjá
Central Park. í annarri íbúð í
sama húsi bjó kona Rudolphs
Valentinos, og þegar Valentino
kom til New York litu þau hjón
oft inn til Ibsensfólksins. Film-
hetja þessi sem naut sannkall-
aðrar guðsdýrkunar var ósköp
yfirlætislaus hversdags. Hann
kenndi Lillebil að búa til „spag-
hetti al sugo“ og var í staðinn
boðið að skandinavísku smur-
brauðsborði.
Tancred Ibsen
fer að kvikmynda
Margir vina Ibsens um þetta
leyti voru beint eða óbeint í
tengslum við kvikmyndagerð.
Meðal þeirra var Kendal mála-
færslumaður, sem átti Capitol
Theatre, stærsta kvikmyndahús
í New York. Ibsenhjónin hittu
líka fólk á borð við sérvitring-
inn George Eastman, manninn á
bak við Kodak. Hann var þá þeg-
ar farinn að gera tilraunir með