Vikan - 10.09.1970, Qupperneq 31
aldrei ætlun mín að hafa slæm áhrif
á einn eða neinn.
— Já, þetta með „plastikpíurnar"
var heilmikill misskilningur. Stelp-
urnar tóku þetta sem einhverja sneið
til sín, en það sem ég átti við í þessu
viðtali við VIKUNA var þessi pía
sem við mættum. Ég sakna þess að
hafa ekki spilað í Tónabæ lengi, en
það hefur bara ekkert verið að ske
þar í sumar. Við höfum mest verið
útá landi í sumar, en förum að færa
okkur ( bæinn þegar haustar.
— Ég er hrifinn af öllu kvenfólki,
nema þessum „rauðsokkum". Það er
hlutur sem mér lízt ekkert á. Þær
ætla sér bara að breyta öllu því sem
hefur verið að þróast í gegnum ald-
irnar. Það á ekkert að vera að breyta
„damerne först". Mér er líka sem ég
sæi þessar maddömur fara út á tog-
arana — eða I malbikunina! Kven-
fólk er ekkert í það, enda vilja þær
vera veikari aðilinn.
— Þegar við stofnuðum þessa
hljómsveit, átti þetta bara að vera
tómstundagrín,- við ætluðum að spila
einu sinni í viku eða svo, og þá bara
til að skemmta fólki. Nú, svo jókst
þetta alltaf smátt og smátt, og eftir
að við unnum þessa popphátíð í
fyrra, varð alveg vitlaust að gera hjá
okkur. Þá fórum við líka að gera
meiri kröfur til okkar sjálfra, og við
fcrum að flytja efni sem krafðist
meira af okkur en áður.
— Til að byrja með vorum við
eiginlega eingöngu í Tónabæ og
fyrir þann aldursflokk, og svo þegar
við fórum að spila fyrir eldra fólk,
þá var fyrirfram búið að dæma okk-
Á popphátíðinni miklu i Laugardals-
höllinni fyrir ári síðan, þegar Ævin-
týri varð „Popphljómsveit ársins 1969“
og Björgvin „Poppstjarna ársins
1669“.
Nú syngjum við fjórir í hljómsveit-
inni; Siggi trommuleikari er farinn
að syngja bassaraddir.
— Annars lenti ég í alveg ofsa-
lega undarlegu ástandi um daginn.
Ég held að það hafi verið Guð
eða eitthvað . . . Við vorum að
spila í Borgarnesi, eða ætluðum
að spila þar, en veðrið var svo gott
að við hættum við ballið og fórum
út í kvöldsólina með kassagítar og
fórum að syngja þarna rétt fyrir
utan samkomuhúsið. Já, bara gamla
slagara og þessháttar.
Áður en við vissum af var fólk
komið allsstaðar út í glugga og sumt
HEYRA MÁ
Cpó íægra látO
ÖMAR VALDIMARSSON
ur vonlausa bítastráka sem ekkert
kynnu. Hluti af þessu fólki sem sæk-
ir vínveitingastaðina hér í bænum
og víðar, þykist hafa svo óskaplega
mikið vit á músík; prógressív, pró-
gressív, prógressív! Stór hópur af
þessu fólki hefur ekki hugmynd um
hvað það er að tala, og þegar það
er búið að drekka nokkur glös þá
syngur það „kúlutyggjómúsíkina"
hærra en nokkur annar. En til að
sýna og sanna þessu fólki og öðru,
þá höfum við þurft að æfa, svo nú
vinnum við í rauninni sem atvinnu-
menn, þó við séum að vinna með
þessu.
— Nú erum við farnir að gera
svolítið af því að vera með meiri
sönglög, og höfum tekið lög bæði
frá Crosby, Stills, Nash & Young og
Simon & Garfunkel. Þetta er eitthvað
svo mannleg tónlist, og maður hefur
óskaplega gaman af að syngja þetta.
spratt upp í kringum okkur — og
allt söng með og ruggaði sér. Ég
man sérstaklega eftir gamalli konu
sem stóð neðar í götunni; hún brosti
og ruggaði sér í takt við músíkina
og tók meira að segja nokkur dans-
spor. Þarna var ekkert af þessu leið-
inlega sem fylgir böllum, brennivín
og tóbaksstybba, heldur hreint, ís-
lenzkt fjallaloft og allir elskuðu alla.
Mér fannst þetta svo stórkostlegt að
sjá alla brosa svona í einskærri lífs-
hamingju, að mér fannst þetta endi-
lega vera. Guð. Það er alveg stór-
kostlegt þegar maður kemst svona í
snertingu við fólkið og náttúruna í
kringum sig . . . .
^Hljómplötu
gagnrýni
PQP-FESTIUAL '70
Loksins er hún komin, Festival-platan langþráða, sem fyrst var farið að
tala um fyrir ári síðan. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi við þá plötu:
Að minnsa kosti þrír aðilar (Náttúra, Ævintýri og Rúnar Gunnarsson) hættu
við, einhverra hluta vegna, en aðrir — í tveim tilvikum náskyldir — komu
í staðinn.
Allt frá því að fyrst var farið að tala um þessa plötu, ætlaði maður að
þarna myndu hinar ýmsu hljómsveitir og söngvarar reyna að gera skemmti-
leg hluti, sem væru dæmigerðir fyrir þá og þeirra tónlistarsmekk/stefnu.
Á plötunni eru það aðeins Blues Company, Júdas og Heiðursmenn, sem
gera það, hinir eru með útlendar tuggur, sem margar hverjar hafa verið
vinsælar hér áður, og undirleikur er brezkur í helmingi laganna. íslenzk
„popp-festival" plata hefði átt að hafa að geyma íslenzk lög flutt af ís-
lenzkum listamönnum eingöngu. Manni er næst að álykta að þessir hljóð-
færaleikarar okkar hafi nú í eitt skipti fyrir öll sannað þá kenningu, sem
þeir hafa sjálfir barizt við að afsanna, að þeir séu fyrst og fremst (
„bransanum" til að apa eftir öðrum.
Þetta er fyrsta LP-plata Tónaútgáfunnar og eiga forráðamenn heiður og
þökk skilið fyrir að hafa lagt þetta erfiði á sig, þv[ það er með góðu móti
hægt að fallast á það sem Jón Ármannsson skrifar á innsíðu umslags: „Með
útgáfu þessarar hljómplötu er brotið blað í hljómplötuútgáfu hérlendis . . ."
En á plötunni er ekkert að „ske", eins og það er kallað, ( þeirri meiningu
að þar komi fram nýir og skemmtilegir hlutir. Lögin eru öll þokkaleg og
flutningur sömuleiðis, í heildina, en mjög fáir hafa lagt sig fram við það
sem þeir voru að gera.
Það er Björgvin Halidórsson, sölumet Tónaútgáfunnar sem fyrsta lagið
syngur (á A-hlið), og er það vel til fallið. En „Komdu í kvöld, ástin m!n",
er ekki nægilega gott lag fyrir hann og hann gerir því ekki góð
skil. Undirleikurinn liggur of lágt, svo á köflum dettur röddin niður í ekki
neitt. Þá vandar Björgvin sig heldur ekki nándar nóg og í heild er þetta
heldur slappt allt saman. Með honum syngja þeir Arnar Sigurbjörnsson og
Birgir Hrafnsson og er lítið annað um þá að segja. Texti við þetta lag,
sem er erlent að uppruna og með erlendu undirspili, er eftir Birgi Marinós-
Framhald á bls. 39
37. tbi. VIKAN 31