Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 33
komnir fyrir hornið greip hann fast í öxl
Tinos.
— Þú vogar þér ekki að opna munninn,
nema ég leyfi þér það. Skilurðu það?
— Já, herra, svaraði Tino og skildi ekki
neitt. En hann var orðinn sjö ára, svo hann
vildi vita eitthvað hvað var að ske. — En
hversvegna, herra?
— Vegna þess að ég skipa þér það. Eða
viltu að ég sendi þig til Carlo frænda?
— Nei, ég vil fara heim til pabba.
— Jæja! Þá höldum við áfram.
— Förum við til pabba?
— Já.
Þetta veitti Tino meira þrek, svo hann
herti gönguna.
— Carlo frændi er vondur, sagði hann.
— Hann laug að þér. Hann er ekki frændi
þinn. Hann er glæpamaður. Morðingi.
— Og þú bjargaðir mér! Þú ert góður. Ég
skal segja pabba að þú hafir bjargað mér.
Bjargar þú oft börnum?
— Á hverjum degi! En nú er nótt og öll
börn eru í fasta svefni.
— Og ert þú afskaplega ríkur? spurði Tino.
— Ríkur? Hversvegna heldurðu það?
— Jú, þau sögðu að þau ætluðu að fá
fimmtíu milljón lírur hjá þér. Ég á hundrað
lírur í sparibauknum mínum. Þinn sparibauk-
ur hlýtur að vera stór eins og hús, ef þú átt
svona mikið af peningum.
— Ég verð að koma honum heim, heilu og
höldnu, hugsaði Enrico. — Það hlýtur að
verða talið mér til góðs, ef þeir ná í mig. Það
verður ekki hægt að saka mig um flóttann,
það var gert eftir skipun.
— Hversvegna batt hann mig, — þessi
Carlo? spurði Tino.
— Glæpamenn eru þannig.
„Bogota“ var næturklúbburinn kallaður,
en það var nú svo og svo, með næturlífið inn-
an þeirra veggja. Hann var í tveggja hæða
húsi í einum af úthverfum Florenz. f salnum
var dansgólf og lítill pallur fyrir hljómsveit.
Barinn tók mikið pláss. f sófunum kringum
dansgólfið sátu liðlegar stúlkur, sem ekki
voru á móti því að fá góða viðskiptavini.
Samkomulag náðist venjulega niðri, en nán-
ari kynni voru í herbergjunum á efri hæð.
Enrico smeygði sér liðlega inn um dyrnar.
Maðurinn í fatageymslunni hallaði sér fram,
forviða á svipinn.
— Þetta er þó aldrei... Mama mia, þetta
er Enrico Rocca.
— Sæll, Sandro! Enrico hnippti kumpán-
lega í hann. — Er Pia inni?
— Já, það held ég. En hvaðan kemur þú?
Hefirðu verið náðaður?
— Eitthvað í þá áttina. Passaðu þennan
dreng fyrir mig stundarkorn.
Hann gekk inn fyrir þung tjöldin. Hávaði
og hlátrasköll mætti honum. Því skyldi fólk
ekki skemmta sér, hugsaði hann.
Hann gekk að barnum, bað um drykk og
hvolfdi í sig úr glasinu. Barþjónninn var nýr
í starfinu og þekkti hann ekki. Hann bað um
annan til, hvolfdi honum í sig líka og borg-
aði með peningunum frá Silva. Síðan gekk
hann að dyrum, sem voru merktar „Privato“,
stökk upp stigann, sem lá upp að annarri
hæð, tók tvö þrep í skrefi og flýtti sér inn
ganginn.
Þarna var herbergi Piu. Hann heyrði hlát-
ur fyrir innan dyrnar og hrinti þeim upp.
Svo stóð hann grafkyrr fyrir innan dyrnar.
Það var þungt loft í herberginu, bæði af ilm-
vatns- og áfengislykt. Pia sat í sófanum, við
hliðina á ungum manni. Hann var frekar
ræfilslegur í krumpuðum fötum. Svarti kjóll-
Framhald á bls. 43
Hann sá ekki
lögregluþjóninn nógu
snemma til að
smeygja sér inn í
húsasund.
farinn að hrasa aftur og aftur, fæturnir báru
hann ekki lengur. Það var fyrst, þegar dreng-
urinn sleppti þumalfingri hans og datt, að
hann mundi eftir honum.
Han nlyfti honum upp, nokkuð hranalega,
slengdi honum yfir öxl sér, eins og hann væri
poki og hraðaði sér áfram. Hann sá ekki lög-
regluþjóninn nógu snemma, til að ná því að
smeygja sér inn í húsasund, svo hann nam
staðar og hjartað barðist í brjósti hans.
— Hvað eruð þér að gera með drenginn?
Hvert eruð þér að fara með hann?
— Hvað? Voruð þér að segja eitthvað?
Hann var þurr í munninum og það var með
naumindum að hann gat komið upp nokkru
orði.
— Já, hvað er að drengnum? Er hann veik-
ur? Er þetta sonur yðar?
Enrico hló og lét drenginn renna niður á
fæturna, en hélt honum fast að sér.
— Nei, hann er ekki veikur. Við vorum á
ferð og það er orðið framorðið. Hann er
þreyttur og þarf að komast í rúmið.
Lögreglustj órinn brosti og klappaði Tino
á kinnina.
— Góða nótt, báðir tveir.
— Pabbi minn er fangelsisstjóri, sagði
Tino.
— Jæja, sagði lögregluþjónninn, rétti úr
sér og sagði: — Góða nótt, herra!
— Góða nótt! sagði Enrico. Hann dró Tino
með sér og gnísti tönnum. Þegar þeir voru
37. tbi. VIKAN 33