Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 48
HÉh Þessi mynd er af þeim atburði sem Ferenc Puskas segir að alltaf komi til með að vera sér einna hjartfólgnastur.
Er hann og Lev Yashin báru Sir Stanley Matthews af leikvelli eftir kveðjuleik þess síðastnefnda.
Snír Puskas aftur tieim til llunverialauds?
Öðru hverju ganga sögusagnir um
það að hinn frægi knattspyrnumaður
Ferenc Puskas hyggist flytja aftur
heim til Ungverjalands eftir fjórtán
ára búsetu í Suður-Evrópu, fyrst á
Italíu og síðan á Spáni, en hann
flúði land f uppreisninni árið 1956.
Þá fylgir það yfirleitt þessum sögu-
sögnum að hann eigi að taka við
embætti yfirmanns allra íþróttamála
Ungverjalands.
Er Puskas var spurður að sann-
leiksgildi þessara sögusagna fyrir
skömmu, vísaði hann þeim algerlega
á bug og fullyrti að það hefði al-
drei á þessum fjórtán árum hvarfl-
að að sér að flytja aftur til Ungverja-
lands.
Og sú getgáta að Puskas hyggist
snúa heim vegna þess að hann þrái
að hitta ættingja sína er einnig al-
gerlega tilhæfulaus. Hann er í mjög
nánu sambandi við móður sfna og
systur sína og hennar fjölskyldu,
sem enn búa í Ungverjalandi. Og
fyrir skömmu gerðu þær sér ferð til
Madrid til að heimsækja hann.
Eitt er það atriði f sögu þessa
fræga knattspyrnumanns sem menn
hafa lengi velt vöngum yfir. „Er
hann markhæsti maður í heimi?"
Það fer ekki á milli mála að almennt
eru hin rúmlega 1000 mörk hins
stórkostlega Pele álitin metið. En
hvar er Puskas í röðinni?
Ymsar áreiðanlegar staðreyndir
benda til þess að Puskas hafi gert
fleiri mörk en Pele. Puskas hélt sjálf-
ur aldrei neina skrá yfir afrek sín, og
er ekki það stórlátur að hann vilji
vera að mikla sig yfir þeim, en að-
spurður „heldur" hann að hann hafi
gert fleiri mörk en Pele á sínum stór-
brotna knattspyrnumannsferli.
Til eru nákvæmar skrár yfir mörk
hans síðan hann yfirgaf Ungverja-
land, en áreiðanlegar skýrslur vant-
ar yfir veru hans með Honved.
Þær skýrslur sem til eru sína, að
hann hefur gert 25 mörk í ýmsum
vináttu- og góðgerðarleikjum, eftir
að hann hætti að leika með Real
Madrid, en með því gerði hann 324
mörk, 31 mark í ýmsum úrvalsleikj-
um á Spáni, m.a. landsleikjum, 90
mörk með ungverska landsliðinu og
54 mörk með Honved keppnistíma-
bilið 1945-46.
Hinsvegar eru engar áreiðanlegar
skýrslur }il yfir keppnistímabilin
1943—45 og 1946—56, en á þess-
um árum var Puskas sá framlínumað-
ur í Ungverjalandi sem vakti hvað
mestar hrellingar er hann nálgaðist
mark andstæðinganna.
Ýmsir knattspyrnuáhugamenn á
Spáni, sem safnað hafa tölum yfir
mörk Puskas, segja að hann hafi gert
1 176 mörk og sverja þeir að þessar
tölur séu réttar.
Ferenc Puskas er fæddur 2. apríl
1927 og á sínum uppvaxtarárum
lærði hann hin ýmsu undirstöðuatriði .
knattspyrnunnar af föður sínum, sem
var á yngri árum mjög efnilegur
miðvörður. A sínum langa keppnis-
ferli lék Puskas aðeins með tveim
félögum, Honved og Real Madrid.
Aðspurður kveðst Puskas hafa
gerst leikmaður Honved 1943, þá 16
ára gamall. Félagið hafði áður heitið
Kispest, eftir útborg Budapest. Er
stríðið braust út 1939 bannaði ríkis-
stjórnin allan einkarekstur og tók þá
herinn við stjórn félagsins og var þá
nafni þess breytt í Honved.
Árið 1945 varð Puskas í fyrsta
skipti markahæsti maður Ungverja-
lands, gerði hann alls 54 mörk í 22
leikjum. Næstu 1 1 árin var hann
alltaf markahæsti maður landsins,
eða allt til ársins 1956 og er þetta
afrek hans trúlega einsdæmi í knatt-
spyrnusögunni. Sinn fyrsta landsleik
lék hann árið 1945 gegn Austurríki
og var þá strax á skotskónum og
gerði hann sigurmarkið í leiknum
fyrir Ungverja. Var hann síðan val-
inn í næstu 84 landsleiki og tókst
alls að gera 90 mörk í landsleikjum.
Þetta var gullaldartímabil í sögu
ungverskrar knattspyrnu og átti Pus-
kas ekki hvað sístan þátt í því, en
öllum á óvart tapaði landsliðið úr-
slitaleik heimsmeistarakeppninnar
1954 fyrir V-Þjóðverjum, en vann
hinsvegar marga ótrúlega sigra, eins
og á enska landsliðinu, 6—3 í Eng-
landi og 7----1 í Búdapest.
Tveim árum síðar kaus hann að
búa ( útlegð og hvarf algerlega af
sjónarsviðinu. Hans var leitað að
skipan ungverskra valdamanna. En
á sama tíma leituðu af honum aðr-
ir aðilar og það í mun friðsam-
legri hugleiðingum. Þeir leituðu um
alla Evrópu að lágvöxnum náunga
sem talinn var með beztu knatt-
spyrnumönnum heims. Og loks
fundu þeir hann á Ítalíu.
Puskas lýsir þessum atburði þann-
ig: „Kvöld nokkurt snemma árs árið
1958 hringdi sími minn. Ég var
48 VIKAN tw.