Vikan


Vikan - 10.09.1970, Page 49

Vikan - 10.09.1970, Page 49
fremur tregur til að anza, en gerði það loks og var mjög undrandi að heyra að það var Emil Osterreicher, sem hringdi. Kvaðst hann vera að leita mín ásamt Ramon Saporte (fjár- hagslegum framkvæmdastjóra Real Madrid) að skipan D. Santiago Berne- deu (stjórnarformanni Real Madrid) og var erindi þeirra við mig að fá mig til að leika með Real Madrid. Imyndið ykkur! Allt þetta var ákveð- ið með aðeins tveggja mínútna sím- tali." Þannig gerðist það að Puskas sem þá hafði farið huldu höfði á annað ár gerði samning við félagið sem var bezta félagslið Evrópu um tíu ára skeið (1955—65). Þarna kvnntist Puskas fjórum öðrum stjörnuleik- mönnum, þeim Kopa, Rial, Di Stef- ano og Gento og síðar áttu þeir eftir að mynda beztu framlínu sem nokkru sinni hefur leikið saman. Puskas gerði strax í öðrum leik sínum með Real Madrid þrjú mörk (gegn Gijón), en alls lék hann 372 leiki með Real Madrid og qerði í þeim 324 mörk og vann öll eftir- sóttustu verðlaun sem knattspyrnu- maður getur unnið, nema gullverð- laun heimsmeistarakeppninnar A sínum langa keppnisferli hlaut hann aðeins einu sinni alvarleg meiðsli. Það var í leik gegn Real Mallorca árið 1961. Markvörður Real Mallorca kastaði sér á fætur hans í sama mund og tveir varnarmenn liðsins klemmdu hann illilega á milli sín með þeim afleiðingum að þrjú rifbein brotnuðu og kostaði þessi árekstur það að hann gat ekki leikið það sem eftir var keppnistímabilsins. Það þyrfti víst margar síður til að telja upp öll afrek hans. En sjálfur segir hann að mesta virðing, sem honum hafi hlotnast og sem alltaf muni vera honum hjartfólgnust, sé sú er hann og Yashin hinn rússneski báru Sir Stanley Matthews á herðum sér af leikvelli kveðjuleiks Sir Stan- leys, hins frábæra útherja Black- pool, Stoke City og enska landsliðs- ins, sem þá var rúmlega fimmtugur að aldri. ☆ Eini karlmaðurinn í hópi kvennaiiðsins frá Miinchen er Petcr Lorenz þjálfari. Hér er hann að leggja frúnum síðustu ráðin. -^- Þessi mynd er frá fyrsta knattspyrnuleik kvenna á íslandi. Það eru reyk- vísku stúlkurnar sem eru í sókn, en þær keflvísku hafa myndað varnarvegg að hætti kunnáttumanna. Knattspyrnuekinera uporeisn „Þegar ég kem þjótandi, þá spark- ar þú boltanum til hægri með hægri fæti, en varaðu þig, ég hlífi þér ekki!" Þetta sagði Georg Bschorr, vinstri bakvörður, við konu sína, þegar þau voru háttuð kvöldið fyrir kappleik- inn. Hann langaði greinilega til að hjálpa henni. Frúin var hin róleg- asta. „Hafðu engar áhyggjur, vinur minn, ég er í toppþjálfun". Það kom á daginn, hún þurfti engu að kvíða, frúrnar unnu leikinn með 2:1. Þetta er örlítið brot úr lýsingu v-þýzks vikublaðs frá knattspyrnu- leik er fram fór í Munchen, en eins og áður var sagt vann „veikara" kynið hann með tveim mörkum gegn einu. Það færist nú mjög í vöxt að kvenfólk taki að iðka knattspyrnu og fór meðal annars fyrsti leik- ur af slíku tagi fram hér fyrir skömmu og vöktu tilburðir stúlkn- anna talsverða athygli og hrifningu áhorfenda, en í leik þessum mættust lið stúlkna úr Keflavík og Revkiavík og vann síðarnefnda liðið leikinn verðskuldað með einu marki gegn engu. Þá er og nýlokið fyrstu heims- meistarakeppni í knattspyrnu kvenna sem fram fór á Italíu og vann danska landsliðið keppnina. Unnu dönsku stúlkurnar v-þýzka landsliðið 6—1 í fyrsta leik keppninnar, í næsta leik, sem var undanúrslitaleikur unnu þær enska landsliðið með 2—0 og ( úr- slitaleik keppninnar sigruðu þær ítölsku stúlkurnar með 2—0 Mikil sorg ríkti á Italíu eftir þenn- an ósigur heimamanna, en þetta var annar úrslitaleikurinn í knattspyrnu sem ítalskt landslið tapaði á fáeinum dögum. Dönsku stúlkurnar eru allar úr sama félaginu, en það nefnist Fem- ina og eru einmitt um þessar mundir 10 ár síðan félagið var stofnað. Eftir sigurinn í keppninni fengu stúlkurnar boð hvaðanæva að um að koma og sýna listir sínar og er álitið að þær muni þiggja boð um að ferðast um Bandaríkin og Brasilíu. Til gamans má geta þess að vinstri bakvörðurinn í danska liðinu, hin 19 ára gamla Joan Annet Thomsen er aðeins 45 kg að þyngd og 1.50 m há, og er hún trúlega bæði léttasta og lágvaxnasta manneskja sem nokkru sinni hefur unnið til gull- verðlauna í heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Fyrstu hcimsmeistarar i knattspyrnu kvenna. Hér sjást dönsku stúlkurnar fagna sigri yfir þcim ítölsku og hampa þær bikarnum sem fyigdi vegsemdinni. 37. tbi. VIK'AN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.