Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 4
Það œtlar enginn öðrum, sem hann hefur ekki sjálfur. íslenzkur málsháttur. Konan mínfæralltsem hún óskar eftir — Peningar eru til að eyða þeim, segir Peter Sellers og eys á báða bóga peningum yfir nýju konuna sína, frú Miröndu. Þau hafa verið á ferð og flugi síían þau giftu sig. Nýlega skruppu þau til Parísar, vegna þess að haustþokan í London var svo lamandi. Svo þurfti frúin líka að koma við í tízkuhúsunum. ☆ Tekur Weyland við af Abrams? Fastlega er gert ráð fyrir að Creighton Abrams, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Viet- nam láti af störfum um áramót- in, og við taki Frederick C. Wey- land, hershöfðingi, sem undan- farna mánuði hefur klifrað óð- fluga upp metorðastigann innan bandaríska hersins. Þykir Wey- land með afbrigðum snjall hers- höfðingi en það sem helzt hefur vakið athygli í sambandi við fer- il hans er að hann sótti aldrei herskólann að West Point og hefur aldrei verið félagi í WPPBA, sem er klúbbur fyrir háttsetta fyrrverandi nemendur við West Point, og hefur hingað til verið álitinn nauðsynlegur stökkpallur fyrir þá hermenn sem hafa ætlað sér að ná langt innan hersins. A myndinni er Weyland til hægri, en það er Abrams sem hann ræðir við. ☆ Scopes horfinn til feðra sinna Flestir sem komnir eru „til vits og ára“ muna sjálfsagt eftir John T. Scopes, sem árið 1925 var dreginn fyrir rétt fyrir að kenna þróunarkenningu Darwins, en þá var hann ungur menntaskóla- kennari í Dayton, Tennessee. Nú er Scopes gamli dáinn, og var það krabbamein sem varð hans banmein. Hann var á sínum tíma dæmd- ur í 100 dollara sekt, en þurfti þó aldrei að borga hana, þar sem hæstiréttur fylkisins sýknaði hann, og nam þau lög fylkisins, sem bönnuðu að þróunarkenn- ingin væri kennd, úr gildi. Eftir réttarhöldin, sem urðu að eins- konar sirkus í Bandaríkjunum og víðar, lét Scopes sig hverfa og sneri sér að jarðfræðirannsókn- um í smáborgum í Suðurríkjun- um. Einhverjir lesenda Vikunnar muna sjálfsagt eftir grein um Scopes, sem birtist í blaðinu í ársbyrjun. -fc ~~~~ Margaret prinsessa ekki vel löguS fyrir midi-tízkuna — Drottinn minn, hún er elli- legri en hennar eigin amma! hrópa Bretarnir, þegar þeir skoða myndir af Margaret prinsessu, sem þó hefur haft orð á sér fyrir smekklegan klæðnað. Það sem aðallega er fundið að vesalings prinsessunni, er það að hún er svo lágvaxin og dálítið þybbin, en það er þó ekki henni að kenna. Vonandi sér hún að sér og lætur sauma á sig einhverjar flíkur, sem fara henni betur, því sjálf- sagt eyðir hún nokkuð miklu fé í fatnað sinn. Angela Davis í flutningum Um þessar mundir er verið að fara með blökkukonuna frægu Angelu Davis til Kaliforníu frá New York, en þar hefur hún verið í haldi síðan hún náðist, en eins og menn muna þá var hún ákærð fyrir að hafa útveg- að vopnin sem notuð voru til að drepa dómara nokkurn (og fleiri) í San Rafael í Kaliforníu. Stend- ur nú til að draga hana fyrir dóm, og er búizt við að fylkis- STUTT OG LAG- GOTT Auglýsingar eru timanna takn eins og eftirfarandi dæmi sýnir: „Sérfræðingur x andlitsaðgerðum vill skipta á nýju nefi og þriggja herbergja íbúð.“ stjórnin í Kaliforniu reyni að koma því þannig fyrir að rétt- arhöldin fari fram í Los Angel- es, því þar er öryggisútbúnaður hvað beztur í heimi, það er að segja fyrir fangana, og nægir að benda á að þar er Sirhan Sirhan og Charlie Manson. Það hefur vakið nokkuð um- tal víða um heim að Angela Da- vis skuli vera kærð fyrir að eiga þátt í morðunum í San Rafael, á þeim forsendum einum að hún hafi átt vopnin, og að vonum hafa menn spurt: — Hver bar þá ábyrgðina á morðunum við Kent-háskólann í Ohio, þar sem Uórir stúdentar voru drepnir af mönnum i þjónustu ríkisins? Ekki sakar að geta þess, að það er fylkisstjórinn sem fyrir- skipar þjóðvarðliða á vettvang ef honum þykir ástæða til, og í haust var kosinn nýr ríkisstjóri í Ohio í stað James Rhodes sem var þar áður um margra ára skeið. James þessi var annars yfirleitt kallaður „Dusty“ Rho- des! 4 VIKAN 5i- tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.