Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 23
Tveim vikum fyrir brúðkaupið: Loksins er Jenny, sem hafði elskað hann frá
því hann var 16 ára, orðin hans.
gleð'isöngur hljómaði af vörum
hennar.
Loksins var hún laus við hið
þrúgandi farg, sem hafði hvílt á
hjarta hennar og eftir það voru
söngvar Mendelsohn alltaf á
söngskrá hennar.
Það fór að renna upp fyrir
henni hve óvenjulegum gáfum
Otto var gæddur. Hún fór að fá
hann til að vera undirleikara hjá
sér á söngferðum, bæði í Eng-
landi og Þýzkalandi.
Og ást hans til hennar varð æ
sterkari. En hann sat á sér. Hon-
um fannst hann sjálfur vera of
lítilmótlegur til að nálgast þessa
guðdómlegu konu. Hann var ekk-
ert, hún var allt ..
í Hamborg var hún gestur á
heimili foreldra hans, sem voru
auðug og gáfuð. Þeim var boðið
saman á dansleik. Hún naut þess
að dansa og hann var mjög góður
dansherra. Hún var með rósir í
hárinu, í kjól úr dýrindis knipp-
lingum, sem hún hafði mikið dá-
læti á. Hann fylgdi henni með
augunum allt kvöldið, þegar hann
var ekki að dansa við hana. En
hann þagði um tilfinningar sín-
ar, lokaði sig inni í skel.
Svo hófst sigurför hennar um
Bandaríkin og hugur hans fylgdi
henni. Honum finnst hann lítil-
mótlegri en nokkru sinni fyrr, sál
hans þjáist, það er tilgangslaust
að ágirnast stjörnurnar.
En dag nokkurn kemur þykkt
bréf til hans:
Jenny biður hann að koma til
Bandaríkjanna og ferðast með
sér, sem undirleikari!
Og hann, sem hefði viljað gefa
ár af ævi sinni fyrir það eitt að
fá að sjá hana. Og nú sér hann
möguleika til að siá hana og vera
daglega í návist hennar í fleiri
mánuði.
Og þegar hann kemur inn í
dagstofu hennar, bresta allar
stíflur. Þarna stóð hún, dásam-
legri en nokkru sinni fyrr. Þegar
hann kyssir hönd hennar, er sem
straumur fari um líkama hans.
Hann gleymir öllu öðru en ást
sinni til hennar.
En hún hrindir honum frá sér.
Aldrei framar skal hann verða
sér svo til skammar, aldrei skal
hann láta tilfinningarnar ráða yf-
ir giörðum sínum. En þegar þau
stundum sitia á rólegum kvöld-
um og spila fiórhent á hbóðfær-
ið, kemur það fyrir að fingur
þeirra snertast. Hann roðnar þá
upp í hársrætur og skjálftj fer
um líkama hans.
Finnur hún ekki sjálf eitthvað
lika. Hún fer að veita honum
meiri athygli, finna nýjar hliðar
á persónuleika hans. Hann er
mjög glæsilegur, aðeins lægri
vexti en hún, en karlmannlegur
og lifandi. Hún dáir alvörugefni
hans, manngæzku og tryggð.
Hún veit að það fyrirfinnst
varla einlægari listamaður en
Otto. Þau eiga tónlistina sameig-
inlega, þau geta talað langstund-
um um Beethoven, Meyerbeer og
Mendelsohn ...
Hann minnir reyndar töluvert
á Mendelsohn. Sama dökka hár
og skegg, sama viðkvæmnin,
sama brosið, sama nærgætnin.
En Otto er níu árum yngri en
hún, svo hún er með allskonar
grillur. Hún verður niðurdregin,
þegar hún lítur sjálfa sig í spegli.
Og þó, jafnvel þótt hún hugsi um
samband sitt við Claudius Harr-
is, þá verður hún að muna að
hann var líka sex árum yngri en
hún. Og hann hafði sagt að engm
væri henni lík.
Hún fer nú að leggja niður fyr-
ir sér samband þeirra Ottos. Hún
veit að hann er einhver glæsileg-
asti og göfugasti maður sem hún
hefir fyrir hitt. Hann myndi
ábyggilega ekki valda henni von-
brigðum.
— Það er eins og við séum af
sama uppruna. Þegar annað okk-
ar byrjar setningu, getur hitt
hiklaust botnað hana. Við þurf-
um yfirleitt ekki að skilgreina
liugsanir okkar. Og það sem er
ennþá undarlegra, hann virðist
elska mig jafnvel heitara en
Lindblad, Mendelsohn og Giinth-
er.
Næturgalinn veit að Otto þorir
aldrei að tjá sig fyrir henni, til
þess hefir hún sært hann of djúpt.
Hún, sem sjálf er svo hlédræg,
verð'ur að taka af skarið og henni
finnst það nokkuð kátbroslegt.
En hún er ákveðin. Eitt kvöldið
grípur hún tækifærið, þegar
hann horfir á hana augum tindr-
andi af ást:
- Ég er miklu eldri en þér,
Otto .... mörgum mun ifinnast ég
noti mér æsku yðar og mér þætti
það leitt yðar vegna ...
Otto hrekkur við og stokk-
roðnar:
— Ungfrú, ég er ekki neitt,
ramanborið við yður. En þér haf-
ið veitt mér þor til að tjá yður
hug minn. Ég elska yður! Viljið
þér giftast fátækum hljómlistar-
manni?
— Já, Otto, ef þér viljið lofa
því að styðja mig og styrkja. Og
nú. þegar við erum trúlofuð, held
ég að þú ættir að kalla mig ein-
faldlega Jenny.
Jenny Lind og Otto Gold-
schmidt giftu sig í Boston 5.
febrúar 1852. Hún var í hvítum
brúðarkjól með rauða rós í hár-
inu. Fyrir vígsluna braut hún
kvist af myrtu, sem brúðarvönd-
urinn var skreyttur með, og setti
hann í mold. Þetta varð síðar
stórt myrtutré og þrjátíu og fjór-
um árum síðar, þegar Jenny lézt,
þá lét eiginmaður hennar binda
krans á kistu hennar úr greinum
trésins.
Jennv og Otto voru tvö ár í
Bandaríkjunum á stöðugum
ferðalögum, sem hún fór á vegum
umboðsmanns síns, sem var sjálf-
ur P. T. Barnum.
Þau hjónin settust svo að í
Englandi, þar sem hann varð yf-
irkennari við Royal College of
Music. Jenny fór nú að snúa sér
mikið að ortoriesöng og söng oft
með kórum undir stjórn eigin-
manns síns og að lokum gerðist
hún sjálf prófessor við Royal
College of Art.
Ósk sína um að eignast börn
fékk hún líka uppfyllta. Börnin
þrjú, Walter, Ernst og Jenny
voru hápunktur hjónabandsham -
ingju þeirra.
Árið 1894 var afhjúpuð minn-
ingartafla um hana í Westminster
Abbey í London. Yfir sporöskju-
löguðu myndinni af henni standa
þessi orð: „Ég veit að endur-
lausnari minn lifir“. Þessi orð
eru tekin úr oratoríinu Messias
eftir Handel. Einu sinni hafði
hún sagt við H. C. Andersen:
— Hamingjusamur verður
maður aðeins í gröfinni ...
★
51- tw. VIKAN 23