Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 36

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 36
AEG FRYSTIKISTUR ........l|| I I.................H.................1................!.................I' II .................i................j.................i................■Il'l '....<liiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHii»>niiiii|»iiiin»11...M.!|||MM|l|Hilll!l!! ÞAÐ ÞARF ENGIN ORÐ UM TÆRIN FRÁ AEG BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 PAPILLON Framhald af bls. 11 hvernig menn ættu að koma því í verk hér. Jú, hægt væri það. Það væri víst hægt að hengja sig, þótt auðvelt gæti það ekki verið. Það væri hægt að búa til brúklega ól úr buxunum. Með því að binda annan enda hennár um kústinn og standa uppi á bálkinum ætti að vera hægt að festa hana í grindunum. Sé þetta gert alveg við múrinn undir varðganginum er ólíklegt að varðmaðurinn taki eftir ólinni. Og þegar hann er nýgenginn hjá kastar maður sér út 1 tómið. Þegar hann kemur aftur er mað- ur þegar kominn fyrir hornið. Hann fer raunar varla að hlaupa af sér hornin við að komast nið- ur, opna klefann og skera mann niður. Opna klefann? Það getur hann ekki. Á hurðinni stendur skrifað: „Bannað að opna þess- ar dyr nema samkvæmt skipun frá hærri stöðum". Svo að þetta ætti að vera í lagi; sá sem fremja vill sjálfsmorð fær allan þann tíma sem hann þarf til þess áður en þeir skera hann niður „samkvæmt skipun frá hærri stöðum“. Dagdraumar. Nú hef ég gengið lengi, lengi. Ég heyri umlað, það er verið að skipta um verði. Sá fyrri var langur og mjór, þessi er stuttur og digur. Hann stígur ekki jafn pent niður og félagi hans. Ég geng áfram. Það hlýtur að vera orðið seint. Hvað getur klukk- an verið? Á morgun get ég átt- að mig á tímanum. Gatið á hurð- inni er opnað fjórum sinnum á dag, og þannig get ég nokkurn veginn áttað mig á með hve löngu millibili vaktaskiptin fara fram. Það verður mér til mikillar hjálpar við að telja stundirnar. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm . . . Ég held labbinu áfram vél- rænt og þreytan hjálpar mér að flýja á vit þess liðna. Sjálfsagt er það myrkrið í klefanum, sem gerir að verkum að í ímyndun- inni lifi ég andstæðuna, sólskin- ið á ströndinni i hópi Indíán- anna minna. Eintrjáningur Lali vaggar á ópalgrænum öldunum tvö hundruð metra undan landi. Ég róta í sandinn með fótunum. Zoraima hefur kveikt eld og steikt yfir honum stóran fisk, og ég vef hann í bananablað til að halda honum heitum. É’g borða hann með fingrunum og hún sit- ur andspænis mér með kross- lagða fætur. Hún horfir á mig. Hún les í andliti mínu hve mjög ég nýt þessarar máltíðar og nýt- ur hennar með mér. Ég er ekki lengur í klefanum. Ég hef meira að segja gleymt einangrunarvistinni, Saint-Jos- eph og eyjunum yfirleitt. Ég velti mér í sandinum og hreinsa hendur mínar með því að nudda þær upp úr fíngerðum kóral- mulningi. Síðan veð ég út í sjó til að skola munninn upp úr tæru, söltu vatninu. Ég tek sjó í lófann og baða andlitið. Þegar ég nudda hálsinn finn ég að hárið er orðið sítt. Lali verður að raka mig aftan á hálsinum þegar hún kemur í land. Alla nóttina er ég hjá Indíánunum mínum. Ég leysi lendaskýluna af Zoraimu og elska hana þar í sandinum, meðan sól og sjór og vindur gæia við okkur. Hún stynur af nautn, eins og hennar er vandi þegar við elskumst. Vindurinn ber þetta ástarvers til Lali. Lali hlýtur auðvitað að sjá okkur, þar sem við liggjum vafin hvort um annað. Hún er alltof nærri ströndinni til að átta sig ekki á hvað er að ger- ast. Og það stendur heima: bát- urinn kemur til lands. Á leið- inni hefur hún leyst hár sitt og greitt úr því blautu með löngum fingrunum, svo að vind- urinn og sólin þurrki það. Ég geng til móts við hana. Hún leggur hægri handlegginn utan um mig og leiðir mig til kofans okkar. Á leiðinni er sem hún segi stöðugt við mig: „Mig líka! Mig líka!“ Þegar við komum inn hendir hún mér út af á hengimottu, sem liggur á gólf- inu. Ég týni mér í henni og gleymi að heimurinn er til. Zoraima kann sig. Hún kemur ekki inn fyrr en hún gerir ráð fyrir að við höfum lokið ástar- 36 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.