Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 15
KERSTIN ARTHUR-NILSSON Hann var frjáls og óháSur, með flækingseðli, sem ekkert virti nema sínar eigin skoðanir... Hún var ung nútímastúlka, sjálfri sér samkvæm... þangað til merking orðsins samlíf rann upp fyrir henni Gæti nokkurn tíma orðið samkomulag á því sviði milli þeirra? Ljósið í glugganum Það var allt á kafi í snjó. Hann hékk fram af húsþökunum og það sló á hann notalegum bjarma frá götuljósunum. Hinum megin við götuna voru gluggarnir skreyttir grenisveigum með jóla- stjörnum og í gegnum gluggana var hægt að virða fyrir sér lif- andi, litríka jólagleði, jólatré og börn, hauga af hyasintum og óteljandi kertaljós. Þar bjó ör- ugglega fjölskylda, sem sparaði hvorki peninga né erfiði til að láta allt falla í hefðbundinn jóla- ramma. Klukkan var þrjú og nú var verið að loka mjólkurbúðinni. Afgreiðslukonan hengdi skilti í gluggann sem á stóð: Gleðilega hátíð! Eftir blautum, saltstráð- um gangstéttum hraðaði fólk sér heim, flestir með fangið fullt af pökkum og hökuna vel varða af treflum og krögum. Hún kveikti á stóra kertinu í gluggakistunni og eftir andartak fór óróinn, sem búinn var til úr rauðum málmpappírshjörtum, að hreyfast í hitanum frá jólaljós- inu. Undir jólatrénu lágu jólapakk- arnir að heiman og hljómplatan, sem hún hafði keypt handa sjálfri sér, já, og líka erma- ’mapparnir, sem hún hafði keypt handa Birger. Hún tók litla oakkann og stakk honum niður í efstu kommóðuskúffuna. Þegar síminn hringdi fann hún ósjálfrátt til þessarar ísköldu næstum kæfandi tilfinningar, rem hún hafði svo mikla and- r!yg£?ð á, vegna þess að það var '■’ottur þess að hún var ekki í Wí jafnvægi, sem hún þóttist vera í, eða óskaði að minnsta kosti eftir. — Halló, Elmgren hér! Já, ert það þú, Mia mín, okkur pabba langaði svo til að óska þér gleðilegra jóla. Hvers vegna hafði henni dott- ið í hug að þetta væri Birger, þegar hún vissi það mætavel að hann var síðastur allra manna til að taka tillit til hátíðis eða tyllidaga, eða einhvers, sem truflaði hans eigin lifnaðarhætti? — Það er fallegt af ykkur að hringja, en þið hefðuð ekki þurft þess, ég er búin að fá gjafirnar og jólakveðjurnar frá ykkur. — Við skiljum ekki hvers vegna þú þarft að sitja þarna ein um jólin, elskan mín, okkur lang- ar svo til að hafa þig. Það er svo einmanalegt þegar þú kemur ekki. ■ Einmanalegt getur það varla verið, sagði hún glaðlega. Með börnum og barnabörnum hlutu þau að vera að minnsta kosti tólf. —■ Ég vona að gjaf- irnar til barnanna séu komnar til ykkar? — Já, já, en þú ættir ekki að senda öllum börnunum gjafir, það er ekki réttlátt, þú sem ekki átt nein börn sjálf. — Ég sendi þeim gjafir sjálfr- ar mín vegna,, ég hef svo mikla ánægju af því. Færð þú — verður nokkur hjá þér? — Nei, sagði hún snöggt, — það verður enginn hjá mér. Jæja, hér kemur pabbi, hann langar til að segja nokkur orð. Þeyar hún hafði lagt símann á, fannst henni hún finna ilm- inn af iólavindlunum þeirra og sá þau fyrir sér, sá þau ganaa Þ-á einum glugsa til annars, til að horfa út í myrkrið og bíða eftir ljósunum frá bílunum og fyrstu. barnabörnunum, sem komu hlaupandi upp nýsópaðan gangstiginn upp að húsinu. En til hvers var að langa heim, það yrði aðeins eins og undanfarin jól, hún myndi sitja ein í jólagleði þeirra og finnast hún vera eins og tvíhöfðaður hestur, fyrirbrigði í dýragarði, sem þau virtu fyrir sér og vor- kenndu, vegna þess að hún var sú eina sem ekki átti eigin fjöl- skyldu, var hvorki gift eða átti börn. Líklega hefði þeim fund- izt skiljanlegra að hún ætti barn að minnsta kosti, ógiftar mæður voru líklega skiljanlegra fyrir- bæri í þeirra augun. Blessunin hún mamma! Hún var allt of háttvís til að spyrja hana blátt áfram um þennan undarlega Birger, sem hafði orðið á leið hennar og þess vegna.... — Ætlarðu að giftast honum, Mia? Hvers vegna kemurðu al- drei með hann heim til okkar, svo við getum kynnzt honum? — Það er allt í lagi eins og það er, mamma, ég hef enga þörf fyrir að gifta mig. Birger gæti aldrei unað hér hjá ykkur heila helgi, hann þarf alltaf að vera á ferðinni. Einkennilegt? Nei, það er það ekki, hann hef- ur aðeins allt önnur lífsviðhorf en þið. Og ef litið er á það sem hann hefur gert fram að þessu, þá er það ljóst að Birger er greindur maður, mamma, en hann er svo allt öðruvísi en þín- ir elskulegu tengdasynir. Það er ekki hægt að troða ólíku fólki saman og gera sér vonir um að allt gangi eins og í sögu. Hve margar varnarræður hafði hún haldið hans vegna? Mia sneri aftur að glugganum. Á svöiunum andspænis stóð jóla- tré. sem enginn var farinn að skipta sér af. Jólin voru ekki lengur eins og áður, þegar hún var barn, eftirvæntingin var horfin, það var allt ljósara nú. í>að sem iólin færðu fólki var einskis virði, nema í félagsskap við aðrar manneskjur. Og ef 5i. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.