Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 8
Tilvalriar
jolagfjatir
MIG
DREYMDI
Snjór upp að þaki
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi að ég væri stödd
uppi á þaki á misháu húsi. Snjó-
föl var á þakinu og fannst mér
ég vera að renna fram af brún-
inni. Ég var lengi að bagsa við
að komast upp á mæninn og
þegar það loksins tókst, fór ég
að líta í kringum mig. Glaða-
sólskin var og blankalogn, lít-
ill snjór á jörðu og vegurinn
auður svo langt sem augað
eygði, en á bak við húsið voru
stórir skaflar sem náðu upp á
þakrönd. Sérstaklega fannst mér
skaflinn vera meiri þeim meg-
in sem húsið var hærra.
Guðbjörg Þorsteinsdóttir.
Þessi draumur er þér fyrir veik-
indum, nokkuff alvarlegum en
þó skammvinnum, þannig aff þú
verffur sennilega nokkuff mikiff
veik í mjög stuttan tíma.
Rósir í hringleikhúsi
Kæri draumráðandi! ■
Mig dreymdi að ég væri í
Stjörnubíói með systur minni,
sem heitir E. Þegar við komum
inn var hálf-rökkur og þegar ég
kem inn í sýningarsalinn finnst
mér að E hafi tafizt frammi. En
þegar ég fer að leita mér að
sæti sé ég að þetta er alls ekki
bíó, heldur hringleikahús og þar
inni ríkir sama kyrrðin og sama
rökkrið og er í bíói. Þegar ég er
að ganga niður á milli sætarað-
anna verður mér litið niður fyr-
ir mig ög sé að ég er komin í
síðan kjól, ljósbláan úr atlas-
silki. Finnst mér kjóllinn geysi-
fallegur, enda útsaumaður með
silfri, en ég verð mjög hissa, því
allir aðrir voru hversdagslega
klæddir.
Og þegar ég hef valið mér
sæti þá uppgötva ég allt í einu
að á næsta þrepi fyrir framan
mig situr vinkona mín með syst-
ur sinni, en þær heita S og A.
Þær veita mér athygli um leið
og ég þeim, svo við förum að
tala saman. Allt í einu draga þær
unr> stóran rósavönd og gefa mér
án þess að nefna nokkra ástæðu,
en ég varð auðvitað mjög hissa
og glöð. Rósirnar voru dökk-
rauðar og stilkurinn langur.
Svo fannst mér sýningu vera
lokið, en ekki man ég eftir að
neitt hafi farið fram á sviðinu.
Á leiðinni út mæti ég E ystur
minni og sýni henni blómvönd-
inn, en er þá komin með tvo
aðra. Annan hvítan, og í honum
voru eingöngu nellikkur og hinn
líktist mjög brúðarvendinum
mínum, með rauðum rósum og
litlum, bláum blómum. Pinnst
mér sá síðarnefndi vera farinn
að eldast, rósirnar orðnar dökk-
ar og linar og farnar að hanga.
Ég verð mjög undrandi á öllum
þessum blómum og gef E systur
minni hvíta vöndinn, þar sem ég
þurfi þetta ekki allt ein.
Svo hugsa ég með mér: —
Það er bezt að fara strax og
setja rósavöndinn strax 1 vatn.
Síðan vaknaði ég. Ég vona að
ég fái ráðningu á þessum draumi
sem fyrst. Með fyrirfram þakk-
læti.
Blásokka.
P.S. Hvað segir skriftin?
Sama.
Skriftin er dálítið hroffvirknis-
Ieg og gæti veriff merki þess aff
þú ert eilítið kærulaus. Staf-
setningin er ekki nógu góff og
stíllinn ekki heldur.
Draumur þessi er þér annars
fyrir lítilvægum erfiffleikum
innan skamms, en síffar fyrir
mikilli gleffi og hamingju og nær
tvímælalaust í sambandi viff nýj-
ar og miklar ástir.
Kristur
Kæri draumráðandi!
Ekki alls fyrir löngu dreymdi
mig að Kristur kæmi til mín og
talaði við mig. Ekki man ég hvað
hann sagði, en ég veit það eitt,
að mér leið ákaflega vel á með-
an, og eins er ég vaknaði. Þó hef
ég aldrei talizt sérlega trúaður
maður.
Stebbi.
Sumir hafa haldiff því fram aff
þaff sé fyrir sorg aff dreyma
Krist, en gömul kona sagffi okk-
ur þetta: Þaff boffar ávallt gott
eitt aff sjá Krist í draumi og
heyra hann tala. Þaff getur líka
verið holl áminning um bætt líf-
erni. Þetta er einn bezti draum-
ur sem boriff getur fyrir fólk.
Svar til Svanhvítar
Ef merkingaratriffum þessa
draums er raffaff niður í þeirri
röff sem þau koma fyrir, þá
byrjar þaff á því aff þú verður
fyrir einhverju happi, sennileg-
ast fjárhagslegu. Síffan bendir
allt til þess aff af þér verffi stol-
iff einhverju, mögulega fjármun-
um, en á eftir því koma fyrir
nokkur atriffi, sem benda til
lieilsubrests, þó ekki alvarlegs,
og tjóns. En síðustu tvö atriði
draumsins boffa þér ríkidæmi og
velgengni, svo ekki er gott aff
segja hvaff þetta á aff þýffa allt
saman. Helzt erum viff á að þér
sé óhætt aff taka þessi atriffi
nokkuff alvarlega.
8 VIKAN «• »1.