Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 29
Regnið var loksins komið, eftir
mesta þurrkasumar í manna
minnum. Það dundi á rúðunum.
Hitinn lækkaði um fleiri gráður
og það dimmdi í stofunni, en
Cissi tók ekkert eftir því. Hún
sat á hækjum sér við hliðina á
segulbandstækinu og horfði á ná-
fölt andlitið og ljósa hárið. Nú
var leitinni lokið, hún hafði
fundið móður Mikaels. Hún kink-
aði hægt kolli, eins og svefn-
gengill.
— Sylvia. Það ert þá þúl
— Já. En þú hefir aldrei í al-
vöru haldið að það væri einhver
ókunnugur.
Rödd Sylviu van der Heft var
hvell. Cissi reis upp.
— Nei, ekki einhver ókunnug,
en ég hafði þrjár konur að velja
um. Það gat verið þú, Elisabeth
Sture og ....
Cissi þagnaði. Það var ekki
nauðsynlegt að draga Kötju inn
í þetta. Sylvia hló.
— Elisabeth Sture! Það er nú
einu sinni svo að það þarf tvo til
að geta barn. Hún reynir að láta
sem hún sé mikið fyrir karlmenn,
en ég hélt að allir vissu að hún
myndi ekki einu sinni þora að
láta nokkurn mann koma nálægt
svefnherberginu sínu, hvað þá
annað. Það fær örugglega enginn
nema Seved Sture að snerta hana,
og hann vill ekki eða nennir
ekki að standa í því.
Cissi hrökk við. Það var eitt-
hvað óhugnanlega kalt í augna-
ráði Sylviu. .
— En hversvegna, Sylvia?
— Hversvegna hvað?
— Hversvegna lagðir þú Mik-
ael í þessa körfu?
— Kemur það þér við, Cissi?
Cissi fann reiðina blossa upp í
sér. Hún settist, óboðin, í hæg-
indastól, hinum megin við borð-
ið.
— Finnst þér það ekki, Sylvia?
Er ég ekki búin að annast Mikael
í allan þennan tíma? Ég hefði
getað fengið lögreglunni hann, en
ég gerði það ekki, vegna þess að
ég hafði hugboð um að móðirin
vildi það ekki. Hefi ég ekki ein-
hvern rétt til að vita hvernig í
þessu liggur?
Sylvia kinkaði hægt kolli, án
þess að líta á Cissi.
— Það getur verið. Þú getur
líka fengið að heyra eitthvað af
því. Ég setti Mikalel þarna í
stigaganginn í hreinu ofboði. Ég
vildi bjarga honum frá tengda-
föður mínum.
— Veit hann ekki um tilvist
Mikaels?
— Nei. Það eru reyndar ekki
margir sem gera það. Ég hefi
ekki tilkynnt yfirvöldunum fæð-
ingu hans.
— En hvernig hefir þú getað
Loksins hafSi Cissi
fundiS móSur Mikaels.
Og orSin, sem hún
hafSi lengi kviSiS
fyrir, létu ekki standa
á sér: - Ég vil fá
barniS mitt aftur...
12. HLUTI
SÖGULOK
28 VIKAN 5i. tbi.
hans með að láta taka fóstrið.
Ári síðar var ég orðin leið á Leo
og vildi hætta við hann. En Leo
var ekki orðinn leiður á mér og
hann elskaði mig heitt, heldur til
að neyða mig í hjónaband. Það
var reyndar ekki vegna þess að
han nelskaði mig heitt, heldur til
að sýna mátt sinn. Líklega var
það af sömu ástæðu að hann
vildi ekki láta mig fá skilnað,
þrátt fyrri að hann var sjálfur
búinn að missa áhuga á mér.
Hann naut þess mest af öllu að
hafa vald yfir öðrum.
— En þegar hann fórst? Hvers-
vegna þurftir þú að halda þung-
un þinni leyndri?
— Eins og ég sagði áðan, vegna
tengdaforeldra minna. Þau höfðu
andstyggð á mér, en ég gat verið
þeim heppileg, ég gat eignast
barn. Þau óskuðu innilega eftir
barnabarni. Otto van der Heft
vissi vel að sonur hans var mesta
skepna. Hann hafði aldrei hugsað
sér að láta hann taka við fyrir-
tækinu. Leo var aðeins til mála-
mynda hluthafi. Faðir hans fyr-
irleit hann og lét hann aðeins
hafa litla upphæð mánaðarlega.
Þessvegna reyndi Leo að auka
tekjur sínar með fjárhættuspili,
fjárkúgun og slíkum myrkra-
verkum. Þetta var orðinn hrein-
asti vítahringur hjá honum. •
En ég gerði strik í reikninginn.
Konsúllinn vildi eignast sonar-
son, sem hann gæti arfleitt, auð-
vitað með þeim forsendum að
útiloka okkur Leo bæði frá því
að erfa nokkurn skapaðan hlut.
Þetta vissi Leo og hann var
ákveðinn í því að hann skyldi
ekki eignast barn áður en faðir
hans létizt. Því að þá gat enginn
komið í veg fyrir það að hann
fengi hlutdeild í fyrirtækinu. En
flugslysið breytti öllu ...
Það var hætt að rigna og kyrrð-
in var þrúgandi.
- Ég vissi að ef konsúllinn
kæmist að því að ég eignaðist
barn, myndi hann taka það frá
mér og ala það upp á sinn hát..
Hann myndi reyna að láta það
feta í sín fótspor.
— Hann hefði aldrei getað tek-
ið barnið af þér, sagði Cissi, —
ekki á móti vilja þínum.
Sylvia hló, gleðivana hlátri.
— Þú heldur það .Hann er rík-
ur, hann er valdamikill, ég er
hvorugt. Hann hefði fundið ein-
hver ráð. Fyrr eða síðar hefði
hann fundið eitthvað til að hanka
mig á. Honum hefði verið trú-
andi til að komast að fóstureyð-
ingunni og að öllum líkindum
tilkynnt það lögreglunni og lát-
ið dæma barnið af mér. Eða eitt-
hvað í þá áttina. En aðalatriðið
er að hann fái aldrei að vita um
Mikael. Þú getur ímyndað þér
hve skelfingu lostin ég varð, þeg-
ar ég kom heim með Mikael. Ég
sá hann í glugganum og vissi að
hann hafði líka séð mig. Hvað
átti ég að gera? Þá kom ég
auga á körfuna og hljóp upp
stigann með hana, á síðustu
stundu, áður en frú Skop-
alski kom fram aftur. Svo lagði
ég drenginn í körfuna, ýtti henni
inn í gluggaskotið og fór inn til
mín. Þegar tengdaforeldrar mín-
ir voru farin, þá flýtti ég mér
upp, en varð skelfingu lostin,
þegar ég sá að karfan var horfin.
Ég var dauðhrædd um að sá sem
hafði tekið barnið, hefði fengið
það lögreglunni. Þegar ég heyrði
mannamál, opnaði ég rifu á dyrn-
ar og hlustaði. Þá heyrði ég að
þú varst að biðja Willie Samson
um mjólk, svo mér var ljóst að
þú hafðir tekið barnið.
— Ég skil ekki hversvegna þú
komst þá ekki upp til að sækja
drenginn.
— Ég veit ekki siálf hvers-
vegna. Ég þekkti þig ekki og gat
ekki komið með neina skýringu.
Ég gat ekki einu sinni hugsað
skýrt. En þegar ég sá að þú hafð-
ir ekki tilkynnt lögreglunni þetta,
þá flýtti ég mér að taka saman
það litla sem ég átti af fötum
handa honum og setti alla pen-
inga sem ég hafði í pakkann. Ég
vonaði að þú skildir að ég bað
þig raunverulega um hjálp.
Cissi kinkaði kolli.
— Ég skildi að þetta var bæn
um hjálp, en ég varð að hafa
hann fyrsta kastið.
Nú var hún búin að segja það,
— hugsa um hann fyrsta kastið.
En hve lengi? Það var eins og að
Sylvia gæti lesið hugsanir henn-
ar. Þær horfðust í augu, og Cissi
sá einhvern vott af tortryggni í
augum hennar.
— Eftir jarðarförina, Cissi!
Cissi var þurr í munninum.
Meðan á samtalinu stóð hafði
Cissi orðið vör við tilfinningu,
sem varð æ sterkari, óeðlilega
tilfinningu, en hún varð ein-
hvernvegin að koma orðum að
henni. Hún heyrði sína eigin
rödd, ósköp vesældarlega. — En
heldurðu að þú sért fær um að
hafa barnið eins og er, Sylvia?
Það var dauðaþögn, en svo
svaraði Sylvia, taugaóstyrk og
æst.
— Hvað áttu við.
— Mér finnst að þú sért ekki
reglulega með sjálfri þér núna.
Þú hefir þurft að ganga í gegn-
um svo mikið og ert taugaóstyrk
og æst. Væri ekki heillavænleg-
ast að sjá til...
Meðan Cissi var að tala, beygði
Sylvia sig yfir hana og greip
Framhald á bls. 43
Sylvia slökkti í hálfreyktri
sígarettunni og hélt áfram, með
hljómlausri rödd:: — Ég hitti
einu sinni pilt, sem gerði mig
ófríska. Það var hrein tilviljun
og kæruleysi og ég vildi ekki
giftast honum. Ég var nítján ára.
Seinna hitti ég Leo og varð yfir
mig ástfangin af honum. Ég var
svo ástfangin, að ég fór að vilja
leynt þessu? Ég á við meðgöngu-
tímann ...
— Það voru einu hlunnindin
við að ganga í sorgarbúningi allt
sumarið í þessum hita, Cissi. Ég
umgekkst ekki nokkurn mann,
og þeir sem sáu mig á ferli, gátu
ekki séð á mér, vegna þess að
kápan mín var svo víð. Ég varð
reyndar ekki svo fyrirferðar-
mikil.
— En fæðingin?
— Ég fæddi á sjúkrastofnun,
sem. virðir þagnarheiti.
— Var það sami læknirinn
sem ... Cissi þagnaði og roðnaði
upp í hársrætur. Sú hlið málsins
varð að vera algert einkamál
Sylviu. En Sylvia virtist vera
alveg köld fyrir því. Hún svar-
aði rólega: — Já, það var sami
læknirinn, sem losaði mig við hitt
barnið.
81. tbi. VIKAN 29