Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 47
— Hvar er taskan þín? —• Heima í skáp, sagði hún. — 'Og þar verður hún. Ég hef hugs- að mér að eiga róleg og friðsæl jól, og hef gert ráðstafanir til þess. Glaðlegu brúnu augun fylltust skelfingu, eins og eitthvað hefði ruglazt í tímatalinu. — Hvað hef ég gert? Hvað er það nú, sem er vitlaust? Höfum við ekki alltaf komið okkur vel saman, hefur okkur ekki liðið vel í samvistum hvort við ann- að? Hefurðu ekki sjálf sagt það margsinnis? — Jú, það hef ég sagt, — fyr- ir fimm árum síðan. En þá skil ég ekki hvað þú átt við! Hún þagði. Ljósin á stóra jóla- trénu í biðsalnum hreyfðust til í gegnumtrekknum. — Ert þú orðin ástfangin, Mia? spurði hann hljóðlátlega. Hún horfði lengi á hann, áður en hún svaraði. — Já, það má eflaust segja það. Hann drap í sígarettunni, svo harkalega að hún sá að neglur hans hvítnuðu. —- Þá skil ég þetta betur. Hún drá á sig hanzkana og stóð upp. Það efast ég um, sagði hún og það var einhver vottur af gömlu viðkvæmninni í röddinni. Svo beygði hún sig niður og snerti kinn hans með vörunum. — Nú skal ég ekki tefja þig lengur. Líði þér vel, Birger, gleðileg jól! Hann sat kyrr og starði fram fyrir sig, án þess að geta áttað sig á atburðarásinni eða til að standa upp og taka ferðatöskuna sína og flýta sér að lestarpallin- um, sem auðvitað hefði verið það eina skynsamlega. Sú hugs- un að hann færi einn til Kaup- mannahafnar, hafði aldrei hvarflað að honum, og ef hann átti að vera ærlegur gagnvart sjálfum sér, þá hafði hann misst áhugann á ferðinni. Hann hafði gert svo nákvæmlega áætlun og Mia hafði aldrei haft á móti til- breytingum. Hún var alltaf reiðubúin, án þess að gera sér grillur, nútímakona. Þess vegna var hann svona hrifinn af henni! Og nú var Mia ástfangin! Hon- um hafði aldrei dottið í hug að sambandið milli þeirra rofnaði. Hann stóð hægt upp og tók ferðatöskuna. Alls staðar í kring- um hann var fólk, sem greini- lega hafði verið gripið af jóla- æðinu. Uppgefið fólk, sem stjakaði við honum frá öllum hliðum. Hann gat ekki skilið þessa jólageðveiki, sem burtséð frá fjárhaeshliðinni sýndi ekki fram á neitt annað en að mann- skepnan varð að hafa samneyti við aðra. Nú stóð hann á þrepunum. Logndrífan bráðnaði á gang- stéttunum og snjórinn þaut und- an hjólbörðum bílanna. Hann var þá einn. Úr því Mia vildi ekki koma með honum, þá gat hann alvge eins farið heim til sín. Þar væri hann þá laus við jólaysinn. Hann gat lokað að sér, þangað til þetta var gengið um garð og hann gat hætt sér út aftur. Og hann hafði ekki komið í íbúðina sína í marga mánuði. Það gat verið ágætt að fara þangað. Hamingjan sanna, borgin var gegnumsýkt. Það yrði ekki einu sinni hægt að hringja í nokkra sál, það höfðu allir nóg með sig og sína um jólin! Mia. Hugsunin um hana stýrði för hans. Hann vildi ekki þröngva sér upp á hana. Hann gat verið þakklátur fyrir árin, sem þau höfðu átt saman. Nú var umferðin að þynnast út. Tákn jólanna voru alls stað- ar, hvar sem hann leit. Gamall maður, klæddur sem jólasveinn, ætlaði að þröngva upp á hann rytjulegu jólatré. — Hvern fjandann á ég að gera við það? sagði hann hryss- ingslega. í staðinn fyrir blóm, og. .. . Einmana! Hann varð undrandi yfir sjálfum sér, hann hafði al- drei fundið fyrir einmanaleik fyrr. Hann var kominn fast að fertugu og var ánægður með starf sitt og tilveruna yfirleitt. Hann var ánægður með líf sitt og starf! Það logaði á kerti í gluggan- um hjá henni. Hann stóð á göt- unni, fyrir framan mjólkurbúð- ina, með sínum tómu hillum og Gleðilega hátíð! í glugganum og öfundaði, hálf gremjulega, út af þessari jólahugmynd hennar. En hafði hann rétt til að setja út á hennar hugmyndir? Var hann afbrýðisamur? Það væri hlægi- legt, reyndar ergilegt. — Líði þér vel, Birger! — Við hvað? Lífið án nennar? Hafði hann aldrei hugsað sér lifið með henni? f alvöru með henni? Þetta hafði verið heldur skjót- ur skilnaður þarna á stöðinni, hann hafði gleymt að afhenda henni jólagjöfina, sem hann hafði meðferðis. Hann gat fært henni hana, þótt þau færu ekki til Kaupmannahafnar. Ef hann færi inn til hennar, gat hann átt á hættu að hitta einhvern ann- an hjá henni, en hann þyrfti ekki að tefja hana lengi. Hún sá hann, þegar hann gekk yfir götuna og stóð kyrr um stund, áður en hann hringdi dyrabjöllunni, þrjár stuttar og eina langa hringingu, eins og hann var vanur. -—• Ertu kominn? sagði hún undrandi, þegar hún opnaði fyr- ir honum. Hann reyndi að gá aftur fyrir hana og setti töskuna fyrir fram- an dyrnar. — Ég gleymdi að fá þér jóla- gjöfina, sagði hann, alveg óþvingaður. — Má ég koma inn sem snöggvast? — Gjörðu svo vel, en lest- in... . — Ég næ henni ef ég tek leigubíl. Átt þú von á einhverj- um? Hún gekk inn á undan honum og skinið frá kertinu i gluggan- um féll á andlit hennar, þegar hún sneri sér við. Hann stóð þar með pakkann í höndunum. En allt i einu fann hann ein- hvern stingandi sársauka ein- hvers staðar, eða var það um all- an likama hans? Sársauka og þreytu, en auðvitað var það að- eins þreyta eftir að hafa setið hálfan sólarhring í lest. — Hvað er að þér, Birger? — Ætlar þú að fara að gifta þig, Mia? Hann hné niður í næsta stól og strauk hendinni um ennið. Hann hafði alls ekki ætlað sér að segja þetta, alls ekki. — Það held ég ekki. Hún hristi höfuðið. — En þú sagðist vera ástfang- in? — Það er nú ekki það sama, eða hvað finnst þér? — Ertu ekki að gera eitthvað sem þú iðrast eftir síðar, Mia? Slíkt líf hentar þér ekki. Augu hennar urðu eitthvað svo framandi. — Hvað veizt þú um það? sagði hún hörkulega. — Eg er orðin þrítug, ég er orðin þreytt á að vera leikfélagi, kunningi, vinur, sú eina, sem einskis krefst og aldrei hefur þörf fyrir annað en einnar nætur unað, einstaka sinnum. Það er eitt orð, sem þú aldrei hfeur skilið og það er fé- lagsskapur! En það er fallegasta orð sem ég þekki. En til þess að skilja það, verður maður stund- um að fara út fyrir sjálfan sig, hinn þrönga hring, og gefa eitt- hvað af sjálfum sér, og það er líklega list sem einstaka mann- eskja aldrei getur lært. Aðrir 5i. tw. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.