Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 22
4€yia4é7i&
Jenny Lind var á hátindi frægðar sinnar.
Áheyrendur dáðu hana, karlmenn þráðu hana. En
í hjarta sínu er Jenny mjög óhamingjusöm.
Einmanaleikinn kvaldi hana, innan um
allan glauminn. Átti hún aldrei eftir að hitta
mann sem hún gat elskað, eða
notið þeirrar sælu að eignast börn?
En Jenny fann að lokum þann rétta. Um það
verður fjallað í þessari síðustu
grein um sænska næturgalann....
ÞRSÐJI HLUTI
Chopin kynnti þau Otto og Jenny . . .
Hann þýtur fram, grípur hönd
hennar í báðar sínar og þrýstir á
hana heitum kossum. Augu hans
ljóma og ástin, sem hann hefir
geymt í hjarta sínu í sex ár,
blossar nú upp. Hann kemur
varla upp nokkru orði fyrir geðs-
hræringu og stamar:
—■ Ungfrú, ungfrú... ég er svo
óendanlega hamingjusamur að
vera kominn hingað, að fá að sjá
yður ... yfir því að þér kölluðuð
mig hingað... ég er auðmjúkur
og þakklátur ...
Hún stendur kyrr, aiveg furðu
lestin yfir því að nokkur skuli
leyfa sér slíkar upphrópanir í ná-
vist hennar. Hún þegir um stund,
en segir svo kuldalega:
— Ég skal gleyma þessu. En
munið að láta slíkt ekki henda
yður aftur.
Hinn tuttugu og tveggja ára
Otto Goldschmith hafði komið til
Ameríku að beiðni Jenny Lind,
til að taka við starfi undirleikara
á söngferðalagi hennar um
Bandaríkin. Engin söngkona
hafði nokkru sinni verið svo dáð,
sem Jenny Lind á þessu ferða-
lagi.
Nafn hennar var á allra vörum,
allsstaðar hlaut hún móttökur,
sem hæft hefðu drottningu. Það
voru seldir minjagripir til minn-
ingar um Jenny Lind. Amerískar
konur stældu föt hennar.
Orðrómurinn um góðgerðar-
starfsemi hennar flýgur eins og
eldur í sinu um allt landið og
persónutöfrar hennar og látleysi
heilla alla.
Aðdáendur hópast saman fyrir
utan hótelin, þar sem hún býr,
til að reyna að sjá hana. Jenny
er borin á höndum, en sannleik-
urinn er sá að sjálf er hún ein-
mana, en það grunar engan. Hún
reynir að láta ekki á því bera.
Stundum ætlar einmanakenndin
að gera útaf við hana, henni
finnst það í raun og veru niður-
lægjandi sem konu, að hún skuli
ekki hafa eignast lífsförunaut,
einhvern sem hún gæti elskað
jafn heitt og hún vildi sjálf vera
elskuð. Er hún til æviloka úti-
lokuð frá því að eignast sitt eigið
heimili. Hún er orðin fullorðin,
þrjátíu og eins árs.
Áður en hún lagði upp í söng-
ferðalagið til Bandaríkjanna,
hafði hún kvatt óperuna fyrir
fullt og allt, því að henni fannst
of erfitt að þurfa að hugsa um
leik jafnframt söngnum.
Framvegis ætlar hún að snúa
sér að konsert og oratorisöng.
Áður en hún fór frá Londcn
hélt hún kveðjutónleika og þá
braut Victoria drottning alla
hirðsiði og fleygði sínum eigin
blómvendi til hennar á sviðinu,
til að hylla næturgalann. Síðar
gaf drottningin henni, til minn-
ingar um sig, lítinn næturgala úr
demöntum.
Frá öðrum aðdáenda hafði hún
fengið sendan gullbikar með
mauraeggjum, — nppáhaldsfæðu
næturgalanna!
Margir hafa beðið um hönd
hennar, tvisvar hefir hún verið
trúlofuð opinberlega og það hefir
orðið til þess að hún er varkár
gagnvart karlmönnum.
Hvorki Julius Gúnther eða
Claudius Harris voru það sem
hún hafði vonað. Lífsskoðanir
þeirra voru of veraldlegar ....
Jenny reynir að venjast ein-
manaleikanum, hún vill ekki láta
af kröfum sínum.
Hún hefir aldrei tekið Otto
með í reikninginn.
Samt er eitthvað í brennandi
augum hans, innileikinn í fram-
komu hans og hljómþýð röddin,
sem hefir áhrif á hana.
Já, eiginlega hefir eitthvað í
fari hans snert viðkvæma strengi
í brjósti hennar, frá þeim degi
sem Frederic Chopin kynnti hann
fyrir henni, þá 19 ára gamlan.
Chopin var kennari Ottos, en
sjálfur sagði hann að Jenny væri
eins og töfrabirta norðurljósanna.
Hún hafði strax lesið ást og
aðdáun úr augum hins unga
píanóleikara, en hann var of ung-
ur og feiminn, til að láta í ljós
aðdáun sína á henni, sem honum
fannst standa svo ofar öllu.
En frá því hann heyrði har.a
syngja í fyrsta sinn, þá aðeins 1G
ára, hafði hann svarið að hún
yrði eina konan í lífi hans.
Hún hafði þá verið á söng-
ferðalagi í Þýzkalandi og kom
til Leipzig til að, syngja. Vegna
þess hve gífurleg aðsókn var að
hljómleikunum, voru frímiðar
teknir af nemendum tónlistar-
skólans. Þetta gerði stúdentunum
gramt í geði og þeir völdu Otto
sem talsmann, en það bar engan
árangur.
Otto hafði sparað saman vasa-
peninga sína í margar vikur, til
að geta keypt aðgöngumiða. Hann
varð svo hrifinn að hann gekk
um í sæluvímu lengi á eftir.
Honum fannst ótrúlega að slík
kona væri mannleg.
En Jenny hafði ekki minnstu
hugmynd um það.
En eitt áttu þau sameiginlegt,
sorgina við andlát Mendelsohns.
Jenny hafði tilbeðað hann og
Otto var nemandi hans.
Hún gat ekki fengið sig til að
syngja þá söngva sem meistarinn
hafði samið með hana í huga, það
jók á kvölina í hjarta hennar.
Otto hafði líka tilbeðið Mend-
elsohn, bæði sem listamann og
mann. Otto og Mendelsohn voru
báðir af þýzkum Gyðingaættum
og það var mikill kostur í augum
Jennyar.
Mendelsohn var því tengiliður
á milli þeirra.
Otto reyndi með óendanlegri
varfærni og blíðu að fá hana t:l
að syngja söngva meistarans, til
að leysa þessa sálarflækju, sem
virtist þjá söngkonuna; sagði við
hana að ekkert væri fremur til
að sýna minningunni um hann
lotningu, en að sjálf Jenny Lind
héldi söngvum hans á lofti.
En Jenny hristi höfuðið.
— Ég get það ekki, Otto!
Kvöld nokkurt sat hann við
hljóðfærið og lét fingurna leika
um hljómborðið. „Á vængjum
söngsins“ og „Vorsöngur“ hljóm-
uðu gegnum íbúðina. Hann þorði
varla að anda. Svo hvíslaði hann:
— Komið nú, ungfrú! Syngið!
Mendelsohn hefði sjálfur óskað
þess, ef hann gæti talað við yður.
Þá skeði það.
Hún gekk nokkur skref í átt-
ina til hans og fór að syngja. í
fyrstu lágt og hikandi og tárin
runnu niður kinnar hennar...
en svo fullum rómi, klingjandi
22 VIKlAN 51- tbI-