Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 20
— Já, þetta hlýtur að vera einstaklega heppilegt fyrir Rog- er, en hvað ætlar þú að taka þér fyrir hendur þarna í auðninni í heilt ár, Libby? Þarna er ekkert til að hafa ofan af fyrir sér, það eina sem fólkið hugsar um eru trúmál! Ó, bara að Mary Evans væri þarna nú, þá gæti ég kannske heyrt eitthvað frá Will í bréf- um hennar, en Evans hafði fengið þennan dósentsstyrk, svo þau ætluðu að vera á Ítalíu næstu mánuði. Og svo skaltu vara þig á Will Workman, Libby. Hann hef- ur orð á sér fyrir að vera kvennakær. En hann er karl- menni og ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg dauð fyrir töfrum hans. - En Mary er heigull, sagði Evans, — og hún er dauðhrædd við kerlinguna hans, sem er hreinasta norn. — Hvort ég var, ég held að hún sé einhver andstyggilegasta og versta kerlingarnorn, sem ég hef nokkurn tíma kynnzt. En maturinn sem hún býr til! - Já, drottinn minn, brauðin eru svo létt að ég hef aldrei smakkað neitt því líkt. Eða brauðkollurnar. Já, það er satt, en ekkert betri en þær sem Libby býr til. Það var nú reyndar ekki sann- leikanum samkvæmt. Ég hef sjálf aldrei smakkað annað eins. Fyrsta kvöldið fengum við brómberjapæ. Það var moldbyl- ur, þegar við komum þangað og stönzuðum við hús Workmans, til að spyrja til • vegar. Will heimtaði að við yrðum um kyrrt á heimili hans, þangað til hann væri búinn að hita hús Evans vel upp. Það var bitur kuldi, en Will var á skyrtunni einni. Eg sá hann aldrei í yfirhöfn eða með höfuðfat, hversu kalt sem var í veðri. Eg komst fljótt að því að Mary hafði sagt satt. Um leið og við höfðum klöngrazt út úr bílnum, var ekki laust við að hann færi strax að stíga í væng- inn. Ég var gegnköld, hungruð og þreytt, eftir þessa löngu öku- ferð, en ég hrökk upp af dval- anum við að líta í augu hans, sem voru svört og stingandi. Það var ómögulegt að komast hjá að taka eftir augum hans, vegna þess hve lifandi og björt þau voru Ég man að mig langaði til að flissa, vegna þess að það var eins og hann hefði skylti um hálsinn, sem á stóð: „Laus og liðugur“. Ég man eftir að ég skrifaði Mary og sagði henni að það skipti engu máli fyrir mig, þótt hann hefði mörg járn í eldinum, á mínum aldri væri það ósköp skemmtilegt að karlmenn litu mann hýru auga, þótt aðeins væri um stundarsakir að maður hefði á tilfinningunni að maður væri bæði lagleg og aðlaðandi. En það var einmitt það sem ég hafði á tilfinningunni á þessu augnabliki, og ég man alltaf vonbrigði mín, þegar ég leit í spegilinn minn um kvöldið. Ég var öll í uppnámi. Og svo kom andlit Wills í liós, skagaði yfir mig, dökka, slétta hárið var sv^ mikil mótsögn við mitt hár, sem var með hvítum lokk. — Mér datt í hug að þið vild- uð sofa hér inni, svo ég kynnti upp með ilmandi brenni. Hann eekk að eldavélinni, opnaði eld- hólfið svo ég gæti fundið ilminn af viðnum. Svo lokaði hann hólf- inu aftur. — Finndu hvernig þetta ilm- ar, sagði hann. Eg fann það þá og ég finn þennan ilm ennþá. þegar hugurinn reikar til baka. Mikið skelfing var kalt þenn- an vetur. (Hvers vegna segi ég þennan vetur, þetta var síðastliðinn vetur). Það snjó- aði jafnt og þétt og í litlu þorps- búðinni var ekki um annað tal- að en veðrið. Skepnurnar frusu í hel hjá bændunum. Oft og mörgum sinnum hefðum við ekki getað náð okkur í nauð- syniar, nema af því að Will komst alltaf á milli í jeppanum sínum. Við höfðum heldur eng- ar snjókeðjur í bílnum okkar. Þegar við þurftum eldivið, gátum við gengið að honum í snyrtilegum stöflum i eldiviðar- geymslunni. Rafmagnsdælan var komin í prýðilegt lag og sömu- leiðis þvottavélin. Ef bíllinn var tregur í gang, þá var Will strax kominn, enda hafði hann ein- stakt lag á öllum vélum. En garðyrkjumanninn, sem hann æt'aði að útvega okkur sáum við aldrei. -- Við erum algerlega upp á þig komin, sagði Roger við hann. - Það var annars ekki til þess ætlazt að þú tækir allt þetta að þér. ' Roger, sagði hann (ég átti bágt með að sætta mig við að hann kallaði hann Roger og mig frú Roger), — ég myndi gera hvað sem er fyrir hvern sem er, ef ég fengi að gera það. Ég veit ekki hve mörgum sinnum ég heyrði hann segja þetta. En þegar við Roger heyrð- um bað í fvrsta sinn, urðum við bæði undrandi, vegna þess að það leit út fyrir að Will væri ekki illa stæður og allt gengi honum í haginn. Helmingurinn pf ibúum sveitarinnar var upp á hann kominn með viðgerðir á vélum sínum, svo ekki þurfti hann nein meðmæli frá okkur. Þannig var það líka með aðdá- unina sem hann sýndi mér. Ef hann hefði -verið gamall karl, ljótur og feitur, þá hefði maður kannske getað skilið þetta. En þessi maður var meðal glæsileg- ustu manna sem ég hafði séð og það hefði heldur verið hægt að búast við hrokafullri framkomu af honum. En það tók mig ekki langan tíma að finna að bak við blikandi augun og stuttaralegan hlátur hans, leyndist hungur eftir einhverri hlýju eða viður- kenningu. Svo er það líka þannig, sagði Will, — að í þessu veðri fæst enginn til að vinna handar- tak. Þegar vorið kemur, þá verða þeir óðir að ná í mig til að hjálpa þeim við búvélarnar, en nú hef ég nægan tíma til að annast ýmislegt fyrir ykkur. Jæja þá, sagði Roger. — Hve mikið skuldum við þér fyr- ir allar þessar viðgerðir? — Ég keypti varastykki í þvottavélina, það eru tveir doll- arar. egar Roger hafði snúið sér aftur að ritstörfunum feng- um við Will okkur kaffi við eldhúsborðið og ég fór aftur að nefna þetta með greiðsluna. — Nei, ég vil ekki taka neitt fyrir það. Það er nægileg greiðsla að fá að sitja hér í eld- húsinu hjá þér og drekka kaffi. Ég verð svo glaður, þegar ég sé að þú ert búin að kveikja ljós. Ég stend þarna uppi á hólnum og bíð eftir því. Það var svolítið skrítið að vakna í myrkri, fyrr en nokkru sinni áður og vita af honum þarna úti í kuldanum og bíð- andi eftir Ijósinu. Þegar ófærð- in var of mikil, þá reið hann þangað upp eftir. Eg var búin að venja mig á það að læðast fram, án þess að vekja Roger, þvo mér og klæða mig í köldu morgunloftinu. Svo kveikti ég í eldhúsinu og lagði í eldavélina. Það leið ekki á löngu þar til ég heyrði Will blístra glaðlega, hreinan og fagran tón í morgun- kyrrðinni. Hann blístraði alltaf sama lagið þegar hann var við vinnu sína, en ég held að hann hafi alls ekki vitað af þyí sjálf- ur. Þegar kaffið var tilbúið stóð hann í dyrunum og sagði: - Ó, ó, en hve kalt er í dag! Svo gekk hann að eldavélinni, settist á hækjur og iljaði sér við eld- inn eins og fallegt dýr. Ég furð- aði mig oft á því hvenær hann svæfi, því að stundum sagðist hann hafa vakað alla nóttina og aldrei fór hann á fætur seinna en klukkan fjögur. Samt virtist hann aldrei þreyttur. Hann gekk alltaf beinn í baki og göngulag- ið var líkast dansi. Eins og Roger sagði, hlaut hann að hafa hestaheilsu, þar sem hann þess utan þoldi þetta brugg, sem var reglulegt eiturbras, án þess að nokkurn tíma væri hægt að sjá á honum breytingu. En stundum var hann þreytu- 20 VIKAN »• tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.