Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 48
Vinsnl jólncfföf DONSKU sfcólntöskurnnr CmSNS' GlobetroT ** •rom** geta hlotið lífshamingju sína með því. Hún sneri bakinu við honum, meðan hún talaði, snöggt og með ákafa, horfði inn í kertislogann. í þögninni, sem á eftir varð, heyrði hún að hann stóð upp og hún vissi ekki hvort hann gekk í átt til dyranna. En nú var hún húin að segja það sem henni bjó í brjósti, það var hún sjálf, hún gat ekki haldið út þessa óvissu lengur. Ég skal reyna að gleyma honum, ég skal finna annan mann, sem getur kannske gert mig hamingjusama, veitt mér heimili, börn, venjulegt líf, sem ég þrái svo heitt. Hann hafði lyft örmunum, eins og til að leggja þá á axlir henn- ar, en hikaði, þorði ekki, þegar til kom. ÞaS var eins og inni- leikinn, sem alltaf hafði verið þeim svo eðlilegur, væri horf- inn, hún var framandi, hann mjög hikandi. 48 VIKAN 5i. tbi. — Hverju mundir þú svara, ef ég bæði þig um að giftast mér? — Varaðu þig nú, láttu ekki augnabliks viðkvæmni hafa áhrif á þig, svaraði hún með titrandi vörum. — En ég elska þig, Mia, ég elska þig! Hann greip um axlir hennar og sneri henni við. — Sá sem þú elskar, Mia.... Augu hennar viku ekki undan augnaráði hans. — Þekkir þú mig svona illa, Birger? Hann stóð grafkyrr og reyndi að finna eitthvað til að segja, honum kom ekkert í hug. Það hafði aldrei hent hann áður. — Fyrirgefðu. Hún snerti við kinn hans. — Þú myndir kannske sjá eft- ir því, og ég, ég get ekki lifað lífinu fetir þínum skilyrðum. Þá safði hann hana örmum og þrýsti henni fast að sér. — Ættum við ekki að reyna, Mia? Á þinn hátt? Fyrir aftan hana mátti sjá inn um glugga hjá öðru fólki, sem kom saman til að eiga sameigin- lega það sem dýrmætast er í heiminum, félagsskap og vináttu, þennan félagsskap, sem hún hafði verið að tala um, öruggan grundvöll og gleði. •— Ástin mín! hvíslaði hann í eyra hennar og orðið var nýtt í munni hans. . . . Þar til augu þín opnast Framhald af bls. 32. chell upp stigann. Jack og Crosley komu hlaupandi niður. Á meðan hafði Ken farið út um bakdyrnar, opnað leynidyrnar og var nú kominn aftur í þrönga gang- inn í leikhúsinu. Þar snarstanzaði hann. Fyrir framan hann stóðu tveir lögregluþjónar og miðuðu á hann byssum. Ken sneri sér eldsnöggt við og ætlaði að fara aftur sömu leið. En þá voru Jack og Menchell komnir í dyrnar, svo að Ken var króaður inni. Hann hörfaði upp að vegg og hélt körfunni fyrir framan sig eins og skildi. í sama bili heyrðist ákaft klapp og fagnaðarlæti og allar dyr opnuð- ust upp á gátt. Það var hlé milli þátta og allir gangar fylltust af fólki. Ken var fIjótur að grípa þetta heppilega tækifæri til að komast undan. — Farið frá! Þetta er lögreglan hér, hrópaði Menchell'. En það gagnaði ekkert. Ken var sloppinn úr greipum þeirra. Hann komst út úr leikhúsinu og tókst að sleppa framhjá lögreglumönnum þar með því að fela sig í mannf|öldan- um. Hann var kominn yfir götuna, en varð að stanza þar vegna umferðar- Ijósa. Hvert átti hann annars að fara? Hin þaulhugsaða áætlun hans hafði gjörsamlega farið út um þúf- ur, og hann var bæði óttasleginn og ringlaður. Hann var stöðugt á varðbergi og leit til allra hliða. Hvað átti hann að gera við barnið? Honum datt ýmis- legt í hug. Átti hann að setja körf una á gangstéttina og leggja síðan á flótta? En þá mundi Cathy fá barnið sitt heilt á húfi. Átti hann að kasta körfunni fyrir bíl? Niðurlag í næsta blaði. ódýrar - fallegar - sterkar DavíS S. Jónsson Kr Þorvaldsson Heildverzlun, sími 24333 Heildverzlun, simi 24478 „Gleym mér ei" íslenzkar sokkabuxur í sérflokki Sterkar Þægilegar Mjög vinsælar Fást í bókaverzlunum um allt land. Ratsjá b.f. Laugarvegi 47 — Sími 11575

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.