Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 19
Þar getið þið búið í friði og ró. Það er reyndar dálítið afskekkt, en það er prýðilegt bókasafn í næsta nágrenni, aðeins tólf mílna akstur þaðan. Nei, góði, reyndu ekki að fá mig til þess. Ég fékk einu sinni lánaðan sumarbústað, til að ljúka við erfitt prófverkefni, en það fór allt í hönk í húsinu óg ég hef aldrei haft meira að gera, en gat auðvitað ekki lokið við verkefnið. — Já, það gengur ýmislegt úr skorðum, þegar enginn býr í húsunum, sagði Evans, — og að það þarf margt að laga, en þeg- ar Will Workman er næsti ná- búi, þá þarftu engu að kvíða. Og taktu það líka til athugun- ar, að það er ekki eins og í borginni, þarna er hægt að fá fólk til að vinna fyrir sig, reyta illgresi, höggva brenni fyrir lít- ið sem ekkert verð og Will Workman getur gert margt. Hann er reyndar sá eini sem ég treysti, en varaðu þig á heima- brugginu hans! - Bruggar hann sjálfur? spurði Roger. - Nei, það gerir hann ekki, en hann drekkur það, en aðeins lítið í einu, hann verður aldrei drukkinn. En lyktin er hræði- leg! Ég væri ekki hissa þótt það væri blandað bensíni. — Það er vínbann þarna, það verður að fara í annað fylki, til að ná sér í áfengi, ef mann lang- ar í það. Roger átti að fá hálf laun á þessu leyfisári og þegar við fengum ágætis tilþoð í leigu fyrir húsið okkar með húsgögn- um, þá fórum við í alvöru að hugsa málið. Ellen var líka sæmileg til heilsunnar þá, okk- ur datt ekki í hug að hún gæti verið lífshættulega sjúk. Þetta var líka einstakt tækifæri fyrir Roger, eins og Mary sagði: 5i. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.