Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 21
legur og þegar ég spurði hverju sætti, þá hristi hann höfuðið og andvarpaði. — Ég er stundum alveg frá mér. Og svo sagði hann hvað konan hefði gert í þetta og hitt skiptið. Það voru engin tak- mörk fyrir grimmd hennar. Hún eyðilagði fyrir honum áhöldin hans, án minnsta tilefnis. Hún fann bruggið hans og hellti því niður í snjóinn, hún skellti dyr- unum í lás fyrir framan nefið á honum, svo hann neyddist til að brjóta þær upp með berum höndunum. Hendur hans, ó, drottinn minn, þvílíkar hendur! Þær voru svo fagurlega formaðar, að það liðu margar vikur áður en ég tók eftir því hve stórar þær voru, helmingi stærri en mínar eða allar aðrar hendur sem ég hafði séð. Og allur líkami hans var svo vel byggður að maður tók ekkert eftir því hve stór hann var, hann samsvaraði sér svo vel. Ég skil ekki hvers vegna þetta þarf að vera svona, sagði hann. — Ég er margbúinn að segja henni, þúsund sinnum, að ég skuli elska hana ótrúlega mikið, ef ég fengi leyfi til þess. Ó, ef þú vissir hve heitt ég get elskað. Ég gæti elskað konu svo húsið springi í loft upp af ein- tómri hamingju. Geturðu skilið hvers vegna hún vill ekki elska mig. Segðu mér það? :— Nei> Það get ég ekki, sagði ég. Það hljóta að vera ein- hverjar flækjur sem stjórna því og að hún hagar sér eins og hún gerir. - Hún segist vilja hverfa til einhvers staðar, þar sem enginn þekkir hana. Þá segi ég: ________ Farðu bara, þú ættir að fara þangað sem allir eru dauðir. - Þú ættir bara að fara sjálf- ur, þegar þetta er svona afleitt, sagði ég. — Það hef ég líka gert. Ég fékk mér vinnu í Detroit. En ég gat bara ekki lifað þar. í De- troit gat maður ekki einu sinni séð rönd af himninum, og ég varð að biðja ókunnan mann að segja mér hvar ég ætti heima; hugsaðu þér það, ég rataði ekki á herbergið þar sem ég átti að sofa. Svo þegar haustið kom, hugsaði ég til skóganna, þar sem veiðin var í fullum gangi í lauf- inu hér heima og þá fannst mér ég þyrfti að brjóta upp stein- stéttirnar með berum höndun- um. Ég var að verða eitthvað skrítinn í höfðinu. Vinna allan daginn og sjá aldrei nokkurt andlit sem maður bar kennsl á. Év talaði aldrei við nokkurn mann. En hér var ég fæddur. Faðir minn var líka fæddur hér. Hann kom líka alltaf heim aft- ur. Hann sagðist aldrei geta svalað þorstanum annars stað- ar en hér. Þegar maður er van- ur tæru lindarvatninu, þá þolir maður ekki þetta hreinsaða vatn, það er ekkert líkt vatni á bragð- ið. Will varð æ þreytulegri, eft- ir því sem konan fékk fleiri reiðiköst. Hann sagðist ekki þola rifrildi. Konan hótaði alltaf að yfirgefa hann. — Ég vona að henni sé alvara í þetta sinn, sagði Will. —• Þetta er að verða óbærilegt og verður að taka ein- hvern endi. Hún hefur svo sem oft farið, en alltaf komið aftur. Ég er að gefast upp. Strákur- inn er fullorðinn nú, svo hún hafa nokkurn tíma fengið gull- hamra fyrir fötin mín. Það er ekki vegna þess að ég klæðist ljótum fötum, heldur vegna þess að ég hef aldrei verið nein kyn- bomba. Ef ég á að segja satt, man ég aldrei eftir að nokkur strákur flautaði eftir mér á götu, þegar ég var á sokkabandsárun- um. Mary Evans og Ellen taka eftir því þegar ég fæ mér eitt- hvað nýtt, en það hefur hingað til verið allt og sumt. Svo ég lét mig hafa það, fór í græna kjól- vorregmnu þarf ekki að hugsa lengur um hann. — En hvað þetta er sorglegt, sagði ég. — Sorglegt? sagði hann. — Það eru ekki til orð til að lýsa því hve sorglegt þetta er. Og þannig hefur þetta alltaf verið, í þrjátíu og tvö ár höfum við verið gift og aldrei hefur hún sýnt mér blíðuhót, nema þegar ég hef grátbeðið um þau. Þetta var svo raunalegt að mig langaði helzt til að gráta. En að vísu sá ég aðeins aðra hliðina, hún hafði ef til vill ástæðu til að hata hann. En þó, það var furðulegt að halda þessu áfram í öll þessi ár. — Hún vill ekki sjá mig, seg- ir hún, og hún vill ekki heldur að nokkur önnur kona fái mig. Og þrátt fyrir allt þetta hef ég elskað hana svo heitt. . . . Við vorum leiksystkin þegar við vorum börn. Og síðan hef ég stritað allt mitt líf. í kreppunni vann ég fyrir fjörutíu sentum á dag, heldur en að taka við ölm- usu. Ég þrælaði í stálverksmiðj- unum og á ýmsum öðrum stöð- um. En aldrei í námunum, ég hefði aldrei getað hugsað mér að skríða niður í einhverja holu í jörðinni. En ég gat þrælað dag og nótt og það get ég ennþá. Hún hjálpaði mér að spara, það mátti hún eiga. En svo kom hún heim fyrir fjórum árum, eftir eitt brotthlaupið og nú get ég aldrei aflað nægilega handa henni. Hún heldur að ég gefi stráknum allt mitt sparifé. — Ég vildi að ég gæti gert eitthvað fyrir þig, sagði ég. — Þú getur það, sagði hann. — Þú getur farið í fallega græna kjólinn, sem þú varst í fyrsta kvöldið, í staðinn fyrir að vera í þessum gömlu buxum. Hvers vegna skyldi ég ekki geta gert það fyrir hann? Hvers vegna skyldi ég ekki fara í præna kjólinn til að gleðja hann? É'g reyndi það, vegna þess að ég var svo hrærð yfir því að hann skyldi muna eftir kjóln- um. Ég minnist þess ekki að inn, en síðar kom Roger og fann mig skellihlæjandi á rúmstokkn- um. — Hvað er svona hlægilegt? spurði hann. — Ég gleymdi kuldaskónum, sagði ég. —- Ég var orðin þreytt á að vera í þessum vinnubuxum, svo mér datt í hug að fara í þennan kjól, en gleymdi því að ég var í kuldaskóm. Við Roger vorum að sálast úr kulda fyrstu dagana, svo það fyrsta sem við keyptum okkur, voru hlý kulda- stigvél. En ég hafði líka alltaf verið í síðbuxum. Þegar ég fór í græna kjólinn sá ég hve mikl- um stakkaskiptum líf okkar hafði tekið. Það var hlægilegt að vera í þessum kjól, nema að vera í hælaháum skóm, enda var þetta ómögulegur klæðnað- ur á þessum stað. — Þú ert að verða eitthvað skrítin, sagði Roger. — Það væri gott fyrir þig að komast héðan um stund. Ég ætla að fara á bókasafnið, viltu ekki koma með mér? En ég þurfti ekki að fara til bæjarins. Það sem ég þurfti var að kynnast umhverfinu betur. En, eins og Mary Evans hafði sagt, hvað átti ég að taka mér fyrir hendur? Ég vildi ekki missa þetta einstaka tækifæri til að kvnnast sveitinni. Mig lang- aði til að hafa matjurtagarð og skepnur. Ekki hund eða kött, heldur einhver dýr, sem ekki var hægt að hafa í borginni. Það var svo biánalegt að búa ó bóndabæ og hafa engar skepn- ur. En hverg konar skepnur? Ég ætlaði ekki að vera hér nema eitt ár! Ég fór svo að ræða þetta við Will. Það gerir ekkert til þótt þú verðir ekki hér nema eitt ár, þú getur selt dýrin. Kýrnar eru of dýrar, vegna þess að þú verður að kaupa handa þeim fóðrið. En það er gaman að ala upp grísi, enda dugar eitt ár til að gera þá söluhæfa. — En mér leiðast grísir, sagði ég. — Veiztu hvað, mig hefur alltaf langað til að hafa geitur, litla kiðlinga. — Það er bóndi, ekki langt héðan, sem á geitur, sagði Will. - ’Ég skal aka ykkur Roger þangað, til að athuga hvort hann vill seija kiðlinga. Það væri ekki svo vitlaust að hafa geitur hér. Þær þurfa ekki mik- ið fóður. Við verðum aðeins að gæta þess að þær skemmi ekki ávaxtatrén. Evans hefur lítið sinnt ræktuninni hér, en hann hefur komið sér upp mjög góð- um ávaxtatrjám og geiturnar verða ekki lengi að finna ilm- inn af berkinum. — Hvenær getum við farið þangað? spurði ég. — Hvenær sem er. Ég ætla bara að komast að því fvrst hvort hann vill selja nokkuð núna. En hvers vegna ertu allt- af í þessum gömlu buxum, ég hélt að þú ætlaðir að fara í kjól i dag. — Nei, ég skal segja þér að ég get ekki verið í kjól, vegna þess að ég verð þá að vera í skóm í samræmi við hann, og þá gæti ég ekki fótað mig hér. — En mig langar svo til að þú farir í kjólinn, sagði hann. — Einmitt þess vegna. Ég get ekki farið að gera mig að gömlu fífli, aðeins vegna þess að karl- maður tekur eftir því í fyrsta sinn hverju ég klæðist! Ég er orðin fjörutíu og níu ára gömul og búin að vera amma í mörg ár. — Stúlka mín, sagði hann, — þetta máttu ekki segja um sjálfa Framhald á bls. 40 5i. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.