Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 32
Cathy var fyrsti farþeginn, sem sté út úr lestinni í San Francisco. Hún ieit vandlega í kringum sig. Enginn skyldi fá að elta hana, Ken var sjúkur og það þurfti ekki mikið til að hann missti vitið alveg. Og þá yrði hann til alls vís. Ef hann grun- aði.. að Cathy væri ekki ein á ferð, þá mundi hann myrða barnið. Hann átti svo auðvelt með að verja óhæfu- verk sín með sinni brjálæðislegu röksemdafærslu: Cathy hafði ekki hlýtt skipunum hans og þess vegna varð að refsa henni. Þessvegna mundi hann telja sig neyddan til að myrða barnið hennar. Hún leiðrétti armbandsúrið sitt eftir stöðvarklukkunni. Ken hafði sagt, að hún ætti að koma stundvís- lega klukkan átta. Hún hafði því nægan tíma. Hún fékk hugmynd, brá sér inn í símaklefa, en lét hurð- ina standa opna í hálfa gátt, svo að ekki kviknaði Ijós inni í klefanum. Héðan hafði hún gott útsýni yfir stöðina og gat fullvissað sig um, að enginn hefði elt hana. Að þessu loknu, gekk hún út á götuna og veif- aði í leigubíl. Hún leit út um aftur- gluggann. Maður sté upp í leigubíl beint fyrir aftan hana. Var hún elt, þrátt fyrir allt? — Akið fyrir hornið hérna, sagði hún við bílstjórann, sem þegar var kominn af stað. Síðan leit hún aftur út um afturgluggann, til að gæta að, hvort bíllinn fyrir aftan beygði líka fyrir hornið. En hann gerði það ekki. Hún vildi ekki taka hina minnstu áhættu. Hún sá brú fyrir framan þau og heyrði í eimpípu skips. Þá átti að taka brúna upp eftir örskamma stund. Þegar þau komu að brúnni, sagði hún: — Stanzið hér! Bílstjórinn hafði einmitt aukið hraðann til þess að komast yfir brúna og mótmælti: — Nei, heyrið þér mig nú . . . En Cathy gaf sig ekki: — Ég sagði yður að stanza! Geðillur beygði bílstjórinn að gangstéttinni. • — Bíðið hér, sagði Cathy. — Ég læt yður vita, þegar við ökum af stað. — Frúin vill kannski aka bílnum sjálf, sagði bdstjórinn hæðnislega. Cathy svaraði ekki. Hún horfði stöðugt út um afturgluggann. — Heldur frúin, að verið sé að elta hana eða hvað? Ég hef séð slíkt f sjónvarpinu, en það hefur aldrei 32 VIKAN »1. komið fyrir mig, hélt bilstjórinn áfram. — Þér gerið bara eins og ég segi, sagði Cathy þurrlega. Stórt olíuskip sigldi hægt í áttina að brúnni. Það flautaði þrisvar sinn- um. Samt var ennþá grænt Ijós fyrir umferðina yfir brúna. Cathy leit á víxl á götuvitann fyrir framan og út um afturgluggann. Bílstjórinn tók að ókyrrast í sæti sínu. — Eigum við ekki að fara núna? Annars komumst við ekki yfir brúna og guð má vita hvað við þurfum að bíða lengi. Cathy svaraði ekki. Nú var kom- ið gult Ijós. Samtímis tók varúðar- bjallan að hringja. — Núna, sagði Cathy. Bílstjórinn sneri sér bálreiður við: — Hvað í ósköpunum á þetta að þýða? Dettur yður í hug, að ég fari að skjótast yfir brúna á gulu Ijósi. — Flýtið yður! Af stað! Þegar hann hlýddi ekki, beygði hún sig fram til hans og sagði blíð- um og örvæntingarfullum rómi: — Gerið það fyrir mig að leggja af stað. Það er enn tími til að kom- ast yfir brúna, áður en hún verður tekin af. Örvæntingin og blíðan í rödd hennar verkaði vel á bílstjórann. Hann steig bensínið í botn. Bíll hans varð síðasti bíllinn, sem slapp yfir brúna, áður en rautt Ijós kom. Þetta var einmitt það, sem Cathy hafði ætlað sér; að verða síðust yfir brúna, svo að öruggt væri, að enginn bíll veitti henni eftirför. Hún ætlaði sér að koma ein sín liðs til fundar við Ken. Klukkuna vantaði tíu mínútur í átta. Jack, Menchell og Crosley höfðu setið í lögreglubílnum fyrir utan hús Meg í átján mínútur. Atján mínútur, hugsaði Jack. Það hljóta að vera átján klukkutímar. Hún hafði ekki svarað í símann, þegar hann hringdi til hennar. Þeim hafði heldur ekki tekizt að hafa upp á henni á auglýsingaskrifstofunni. Eftir tíu mínútur mundu þau hittast, Cathy og Ken. Ef þau hittust og hann mundi nema hana á brott, þá hafði lögreglan endanlega misst af strætisvagninum. Þegar klukkuna vantaði sjö mín- útur í átta, stanzaði leigubíll fyrir aftan lögreglubílinn, og Meg steig út úr honum. Jack þaut út og Men- chell á hæla honum. — Meg! Guði sé lof, að þú komst. Henni varð mjög hverft við og hún starði undrandi á hann: — Jack! — Ég hef ekki tíma til að útskýra neitt núna. En ég þarf að vita svo- lítið um Cathy og kannski getur þú sagt mér það. Talaði hún nokkurn tíma við þig um Ken Daly og eitt- hvað um snjóbolta? — Já, sagði Meg. — Þau kynntust fyrst þannig, að hann kastaði snjó- bolta í hana. — Og hvar þá? — Ég held, að það hafi verið við flugstöðina, því að Cathy var alveg nýkomin til borgarinnar. Menchell trúði henni ekki. — Það hefur ekki verið snjór hér í San Francisco í áraraðir. Hvernig getur hann þá hafa kastað snjóbolta í hana? — Ég veit það ekki, sagði Meg. — En hann gerði það samt. — Þakka þér fyrir, Meg, sagði Jack. Hann og Menchell hlupu aftur til lögreglubílsins. Klukkuna á stöðinni vantaði eina mínútu í átta. Cathy leit stöðugt í kringum sig, en sá hvergi Ken. Tím- inn leið og klukkan varð átta. Hvar gat Ken verið? Hafði eitt- hvað komið fyrir hann? Þá heyrði hún nafnið sitt kallað i hátalara: — Cathy Palmer er beðin um að koma í upplýsingadeildina. Cathy Palmer er beðin um . . . Cathy hljóp að borðinu, þar sem skiltið ,,.Upplýsingar" hékk uppi. Hún var svo móð og andstutt, að hún gat varla komið upp orði: — Ég er Cathy Palmer. Eru ein- hver skilaboð til mín? Ungi maðurinn við afgreiðslu- borðið kinkaði kolli í áttina að sim- anum. Cathy tók upp tólið. Rödd Kens var jafn harðneskjuleg og siðast, þegar þau ræddust við: — Farðu fyrir hornið að Curran- leikhúsinu. Keyptu þér einn miða á fyrsta bekk, vertu fljót, svo að þú missir ekki af byrjuninni á verkinu. Cathy heyrði smell um leið og Ken skellti á. En ef það er nú upp- selt, hugsaði hún örvæntingarfull. Hún lagði tólið á og hljóp út úr stöðinni. Hinum megin við götuna stóð lög- reglubíll. Menchell hafði ekið, en Crosley sat við hliðina á honum. Jack sat í aftursætinu og sá Cathy koma hlaupandi út úr stöðinni. Crosley greip hljóðnemann: — Hún heldur nú áfram fótgang- andi. Hún beygir fyrir hornið, inn til Gary Street. Cathy hljóp í blindni eftir Gary Street til þess að komast sem fyrst til leikhússins. Henni fannst sem hana væri að dreyma vondan draum, martröð, þar sem hún ætti fótum sínum fjör að launa, en kæmist ekki úr sporunum, hversu hratt sem hún hreyfði fæturna. Hún hljóp beint áfram og skeytti engu þótt hún ræk- ist á fólk. Hún fékk reiðilegt augna- ráð frá mörgum vegfarendum, og sumir sendu henni tóninn með bölvi og ragni. Hún náði til leikhússins og sá útstillingarglugganum bregða fyr- ir andartak: Medea, Judith Anderson leikur sem gestur aðeins í örfá skipti. Þetta táknaði, að það hlaut að vera uppselt. Hún hraðaði sér í anddyrið og sá langa biðröð við miðasöluna. Hún reyndi að troða sér áfram í röðinni með olnbogaskótum þrátt fyrir hávær mótmæli viðstaddra. Þegar hún komst loks að miðasöl- unni, blasti við henni stórt skilti: UPPSELT. — Einn miða á fyrsta bekk, sagði hún. — Það er allt löngu uppselt, sagði stúlkan ( miðasölunni. — Getið þér ekki lesið skiltið? Maður fyrir aftan Cathy sagði: — Hún á ekki skilið að fá miða. Hún er búin að troða sér framfyrir marga í röðinni. — Þetta er svo hræðilega mikil- vægt, sagði Cathy biðjandi rómi. — Getið þér ekki með einhverjum ráð- um útvegað mér bara einn miða7 Ég verð að fá einn miða . . . — Viljið þér gjöra svo vel að vlkja úr gatinu, sagði afgreiðslu- stúlkan. — Við erum að afgreiða pantanir hér. Tvær velklæddar frúr tróðu sér framfyrir Cathy. — Við eigum pantaða miða. Á fyrsta bekk. Það er fyrir Chester. — Gjörið þér svo vel. Frú Chester borgaði og fékk sína tvo miða. Cathy starði á miðana í höndum þeirra full ágirndar Ein- hvers staðar heyrði hún síma hringja hátt og lengi. Hún skyniaði hljóðið, en hugsaði ekkert um það. Hún vék sér að frú Chester og sagði bænarrómi: _ Þér vilduð víst ekki gera mér þann greiða að selja mér annan mið- ann yðar? Ég skal borga yður hvað sem þér setjið upp fyrir hann. Þér getið ekki trúað, hversu hræðilega áriðandi þetta er fyrir mig . . . Frú Chester setti upp fyrirlitning- arsvip og vafði minkapelsinum fast- ar að sér um leið og hún silgdi fram- hjá Cathy. Vinkona hennar elti hana. Cathy stóð ein eftir, beit á vör og gerði fleiri árangurslausar tilraunir til að fá kevota miða. Hún hafði tek- ið þá ákvörðun að reyna að lauma sér framhjá dyraverðinum, þegar hún heyrði allt í einu símhringina- una aftur. Síminn hringdi enn. Það var einkennilegt. Af einhvers konar eðlishvöt þaut hún inn i símklefann og lyfti tólinu: _ Halló! Hún heyrði hlæjandi rödd Kens. — Þú sérð, að ég næ til þín, hvar sem þú ert stödd. Cathy hrópaði upp yfir sig: — O, auð minn aóður . . . — Það var leiðinlegt. að það skyldi vera uppselt, saqði Ken hinn rólegasti. — En ég vissi það reyndar fyrir. Og þetta leikrit hefði hvort sem er alls ekki haft neitt róandi áhrif á þia. Það er of líkt lífi sumra. Morð og þessháttar, á ég við. En skyndilega varð rödd hans aft- ur köld og hörð: _ Það eru bakdyr hægra megin í anddyrinu. Farðu þá leið. Hann skellti á, og Cathy hljóp ÞARTIL- AUGU ÞIN OPNAST....

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.