Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 31
Einn þekktasti og bezti hljóm- plötu-„producer“ í heimi, Mic- kie Most, hefur nú tekið að sér að stjórna kvikmynd, sem á að heita ,,The Second Coming Of Suzanne“, og á hún að fjalla um endurkomu Krists til jarðarinn- ar — sem stúlka. Mickie hefur einsett sér að fá Paul McCartney til að leika í kvikmyndinni, og hefur hugsað sér að Paul leiki skáldið Lee Simons. Mickie Most er nokkuð bjart- sýnn á að Paul fáist til að leika í myndinni og hefur sagt: „Erfiðast af öllu er að ná í hann, en ef honum líkar hand- ritið, held ég að hann láti til- leiðast. Hann sagði mér einu sinni að öll handrit sem Bítl- arnir fengju væru eins og „Help!“, og að hann vildi gera eitthvað nýtt og frábrugðið. Það eina sem ég vil segja um þessa mynd er að hún er „frábrugð- in“.“ Og of félaga Lennon er það helzt að frétta, að hann vinnur nú að því að hljóðrita LP-plötu, með efni eftir sjálfan sig. Hann hefur undanfarið dvalizt að mestu leyti í EMI stúdíóunum ásamt félögum sínum George Harrison og Ringó, en betra er að taka fram að George hefur að öllum líkindum ekkert komið nærri plötu Lennons, því hann vinnur sjálfur að hljóðritun LP- plötu. Ringó hefur þó séð um trumbuslátt á plötunni að ein- hverju leyti, en aðrir hljóðfæra- leikarar með John eru allir óþekktir. Og Apple hefur borið til baka sögur þess efnis að Ringó og Ge- orge hafi tekið þátt í að hljóð- rita nýjustu plötu Bee Gess, sem hafa nú byrjað að vinna saman á nýjan leik. Plata Georges ætti að vera komin á markaðinn þegar þetta birtist, en platan með Lennon kemur varla á markaðinn fyrr en eftir áramót. ☆ ^Hljómplötu gagnrýni TILfEBA Eins og margoft hefur komið fram hér í blaðinu og víðar, þá fór hljómsveitin TILVERA til Kaupmannahafnar í sumar, og hljóðrit- aði þar sex lög, öll eftir gítarleikara hljómsveitarinnar, Axel Ein- arsson. Tilvera er mjög tæplega til lengur, en fyrsta platan kom út ekki alls fyrir löngu. Á henni eru tvö lög, ljóð og lög eftir Axel, eins og áður segir. A-hlið hefur að geyma lagið ,>Ferðin“ en á B-hlið er „Kalli sæti“. Axel hefur með þessum lögum sínum sannað að hann er nokkuð tilþrifamikið tónskáld, því bæði lögin eru með því betra sem komið hefur fram á íslenzkum hljómplötumarkaði í lengri tíma; skemmti- lega uppbyggð og lagræn, frumleg en þó á þann hátt að þau eru auðlærð og allir geta sungið með. En það er líka galli, því textarnir eru lélegir. Ljóðabálkurinn „Kalli sæti“ er til dæmis mesta endemis vitleysa sem nokkurn tíma hefur verið sett á plötu, en það merkilegasta við það er að þessi Kalli sæti mun vera til hér á landi. Það er slæmt þegar textar eru lélegir við svo góð lög, því það er ábyrgðarhluti að gera texta við popptónlist. Hitt er annað mál, að ég vil ekki neita því að mér finnst „Kalli sæti“ svo skemmtilega vitlaus, að ég hef skemmt mér konunglega við að hlusta á söguna af þessum merkilega strætóbíl- stjóra. „Ferðin“ er betri texti og fjallar um reynslu sem sífellt fleiri kannast við. Ég vil undirstrika, að mér finnst textarnir ekki draga plötuna mjög niður, til þess eru lögin of vel unnin. Hljóðfæraleikur er góð- ur, gítarleikur Axels eins og honum einum er lagið, trommuleikur Ólafs Garðarssonar jafn ákveðinn og fyrr, en þó léttari en hann var á plötum Óðmanna, Jóhann Kristinsson hafði skapað sér skemmtilegt „bassasound“ og Pétur er liðtækur orgelleikari, þó svo mjög lítið heyrist í honum. Þó leikur hann á píanó í lok „Ferðar- innar“, og gefur það laginu skemmtilegan blæ. Axel syngur sjálfur bæði lögin og gerir það á sinn sérstaka og stórskemmtilega hátt. Upptaka plötunnar er ágæt, en hún er í stereo, en „mixing“ er frekar slök. Pressun er ágæt og umslag, sem gert er af Argus, hreinlegt og smekklegt. Fálkinn gaf út. A 5i. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.