Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 7
milli. Mér finnst framhaldssag-
an um hana Cathy ægilega
spennandi, og svo þakka ég þér
fyrir Stjörnuspá ástarinnar.
Margrét.
Þótt margar stúlkur séu afar
góðhjartaðar, þá teljum við ólík-
legt að klæðnaður vinkonu þinn-
ar stafi af eintómri tillitssemi
við þig. Þú skalt reyna, án þess
að særan hana, að fá hana til að
fara í einhverja af fínu kjólun-
um sínum. En gættu þess þó, að
hún fari ekki í svo fínan kjól,
að þú verðir áberandi ver klædd
en hún!
Ösvífinn vonbiðill
Til „Einnar í vandræðum“:
Strákar leika gjarnan þennan
leik, þegar þeir eru hrifnir af
stelpum, sem ekkert vilja hafa
með þá að gera. Það hlýtur að
vera hvimleitt og þreytandi að
hlusta á strákinn monta sig af
því að hafa sofið hjá þér, þegar
hann hefur aldrei svo mikið sem
snert þig. En þetta ætti ekki að
skaða þig eða samband þitt við
unnusta þinn. Segffu unnustan-
um hvernig í öllu liggur, og
hann mun áreiffanlega skilja
það. Fyrr eða síffar hlýtur aff
komast upp um hinn ósvífna
vonbiffil þinn, og þá verffur hann
aff athlægi. Sem betur fer geta
menn aldrci logiff til lengdar, án
þess að þaff komist upp.
Enginn gerir öllum
til góðs
Kæra Vika!
Mig langar til að byrja á því
að þakka þér fyrir allt gamalt
og gott. Það er margt skemmti-
legt í Vikunni. En þó er eitt,
sem vantar í hana, og það er
þáttur um frímerki og frí-
merkjasöfnun. Frímerkjasafnar-
ar eru margir á landinu og þess
vegna væri kærkomið, ef þið
vilduð sinna þessu áhugamáli.
Með þökk fyrir allt og allt.
Frímerk j asafnari.
Viff reynum eftir beztu getu aff
þóknast lesendum okkar og birta
efni, sem spannar áhugamál sem
flestra. En enginn getur gert svo
að öllum líki. Ef viff tækjum
upp á því aff birta fastan frí-
merkjaþátt, þá er hætt viff aff
fleiri kæmu á eftir og heimtuðu
líka fastan þátt um áhugamál
sitt: Eldspýtnastokkasafnarar,
skordýravinir, áhugamenn um
klassíska tónlist og svo framveg-
is. Á endanum yrffi allt blaðiff
ekkert nema fastir þættir um
rinhver ákveffin áhuga- og tóm-
stundamál. Viff verffum aff hafa
efnið sem mest almenns efflis.
En viff erum mjög þakklátir fyr- .
ir hvers konar óskir og ábend-
ingar lesenda, hvort sem viff
getum orffiff viff þeim effa ekki.
Vill ekki klippa
Kæri Póstur!
Mig langar til að kvarta dá-
lítið varðandi jólagetraunina.
Mér þykir leiðinlegt að þurfa
að klippa úr blaðinu úrlausnar-
seðilinn, jafnvel þó að ekkert
merkilegt sé á hinni síðunni. Er
alls ekki mögulegt að fá að
senda snepil með úrlausnunum
á, sem jafnt verði tekið til
greina og sjólfir seðlarnir? Ég
veit um marga sem eru óánægð-
ir með þennan ráðahag ykkar.
P.S. Hvernig er skriftin og
stafsetningin og geturðu lesið
eitthvað úr henni.
Virðingarfyllst,
H.G.
Okkur þykir vænt um að heyra,
að lesendum sé svo annt um
blaffið okkar, aff þeir vilji ekki
klippa örlítiff horn úr því á einni
síðu. En satt að segja er hér úr
vöndu aff ráffa. Ef senda mætti
lausnir á venjulegum pappír, þá
er augljóst, aff hver maður
mundi geta sent fyrir alla fjöl-
skylduna og jafnvel fleiri en
eina lausn fyrir sjálfan sig. í
öllum erlendum blöffum er sá
háttur hafður á, að menn verða
aff klippa seffil úr blaffinu og
senda. Og það getur engan veg-
inn talizt nein skemmd á einu
blaffi, þótt ofurlítiff horn af því
hafi veriff klippt úr. Blaffið má
lieita óskemmt eftir sem áffur.
Stafsetningin er ágæt og
skriftin bendir til þess, aff þú
sért reglusöm, nákvæm og full-
komlega óhætt að treysta þér.
Klausturlíf
Elsku Póstur!
Við erum hér tvær sautján ára
stelpur, sem langar að vita svo-
lítið um klausturlíf.
Hvað þarf maður að vera gam-
all til að gangá í klaustur og
hvað kostar það?
Með fyrirfram þakklæti.
Halla og Marta.
Þessu getum viff ekki svaraff, cn
bezt mundi vera aff skrifa til
Kaþólsku kirkjunnar á íslandi
og biffja hana um upplýsingar.
En eruff þiff í alvöru aff hugsa
um að ganga í klaustur? Ef þið
hafiff orffið fyrir vonbrigðum í
ástamálum og viljiff hefna ykk-
ar á heiminum þess vegna, þá
viljum viff vara ykkur viff. Þaff
krefst óstjórnlegrar sjálfsafneit-
unar áð ganga í klaustur og
hlýtur aff þurfa innri köllun til
þess að geta gert það.
Tvær úrvaUsfeBlmr
EITT LÍF / |
Ævisaga Christiaans Barnards.
Samin af Curtis Bill Pepper í þýð-
ingu Hersteins Pálssonar.
Þetta er sagan um manninn sem
varð heimsfrægur í einu vetfangi
er hann fyrstur lækna í heimin-
um skipti um hjarta í sjúkling á
Groote Schur sjúkrahúsinu í
Höfðaborg árið 1967. Þetta er
sannorð ævisaga um hinn mikla
skurðlækni frá því hann fæddist
1923 í Suður-Afríku skammt frá
Höfðaborg og þar til hann stend-
ur við sjúkrabeð Blaibergs,
hjartaþegans fræga, og heimur-
inn stóð á öndinni yfir því hvort
uppskurðurinn hefði tekizt. Höfundur bókarinnar er ameríski rithöf-
undurinn Curtis B. Pepper, Bandaríkjamaður, sem hefur verið blaða-
maður, ritað kvikmyndahandrit og sjónvarpsþætti, hefur lengi dvalizt
í Róm við rannsóknir í Vatikaninu, og ritað um það bókina The
Pope's Back Yard, sem vakti mikla athygli. Hann var á sínum tíma
náinn vinur hins frjálslynda páfa Jóhannesar XXIII.
Eitt líf verður jólabókin í ár.
VAL OG VENJUR í MAT OG DRYKK
Ferðamaður hvað villtu vita?
Hvaða munur er á enskum og
frönskum framleiðsluháttum, eða
hvernig eru rússneskir borðsiðir?
Hvað þýða öll hin lítt skiljanlegu
frönsku nöfn á matseðlum hótel-
anna?
Hvaða munur er á Basse-Bour-
gogne, Haute-Bourgogne eða
Sauternes vínum?
Hvernig á óaðfinnanleg hótel-
þjónusta að vera?
Frú mín, ætlið þér að bjóða
gestum til kvöldverðar og vantar
yður snjalla hugmynd hversu
halda skuli íburðarmikið og
glæsilegt samkvæmi, eða látlaust en smekklegti
Svarið finnið þér í bókinni Val og Venjur í mat og drykk. Þar er
að finna nöfn og lýsingu á öllum helztu réttum sem framreiddir eru
á Vesturlöndum og víðar. Súpur, forréttir, aðalréttir, desertréttir,
o.fl. o.fl.
Fullkomið orðasafn yfir hótelmál og hvers konar sérheiti á frönsku,
þýzku, ensku og íslenzku.
Þetta er bókin sem eykur við þekkingu hins heimsvana og leysir
örðugleika hins lítt reynda ferðamanns.
BiSjiS um ísafoldar-bók og þérfáiS góSa bók
5i. tw. VIKAN 7