Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 38

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 38
fik/At HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA FALLEG MYNDABÖK í ALÞJÖÐAÚTGÁFU SÉRA GUNNAR ÁRNASON SEGIR í RITDÓMI UM BÓKINA: „ . . . Klippmyndir Birte Dietz eru prentaðar af mikilli snilli í mörgum litum í Hollandi ... Ég er ekki list- fræðingur en ætla bað nokkurt mark um kosti þessara mynda. að þær komu mér fyrst hálf framandlega og þó fomeskjulega fyrir sjónir, en þeim mun oftar sem ég leiði þær augum finnst mér þær efnismeiri og margar blátt áfram heillandi. Táknmál þeirra verður ekki lesið í einni sjónhending né skýrt umhugsunar- laust, á bak við allar liggur mikil saga. Og allar eru þær meira og minna fagrar, hver á sinn hátt . . ." Fæst hjá næsta bóksala langakast, eða alvarlegt astma- kast. Er bannað að hrópa á hjálp, jáfnvel í lífshættu? Þetta tekur nú útyfir allt! Nei, þetta er eðlilegt. Annars væri allt of auðvelt að stofna til vandræða, þegar maður þolir ekki einver- una lengur og taugarnar bila. Aðeins til að heyra raddir, að- eins til að fá einhvern til að tala við, þótt ekki væri nema til að skipa manni að þegja. Það getur ekki hafa verið sál- fræðingur, sem átti hug- myndina að þessum ljónabúrum. Og enginn læknir hefði getað lagzt svo lágt. En þeir tveir sem að þessu stóðu, arkitektinn og forsvarsmaður hins opinbera, hafa hugsað fyrir hverju smá- atriði refsingarinnar. Þeir hlutu að vera tvö viðbjóðsleg skrímsli, sadistar fullir af hatri til þeirra dæmdu. Klefarnir í fangelsinu í Caen eru að vísu tvær hæðir undir yfirborði jarðar, en engu að síð- ur gátu hljóð fanganna, sem þar voru pyndaðir, borizt upp á yf- irborðið og náð eyrum almenn- ings. Sönnun þess fékk ég þegar handiárnin voru tekin af mér og ég sá óttann í andliti varðstjór- ans,óttann við að lenda í vand- ræðum. En hér á einangrunardeild refsinýlendunnar, sem aðeins starfsmenn fangelsisstjórnarinn- ar hafa aðgang að, geta þeir ver- ið róiegir. Hér getur ekkert komið fyrir þá. Klakk, klakk, klakk. Einhver opnar öll götin á hurðunum. Eg hætti á að gægjast fram á gang- inn. Sting fyrst aðeins enninu út, síðan öllu höfðinu. Eg sé röð af höfðum bæði til hægri og vinstri. Eg skil að jafnskjótt og götin hafa verið opnuð, flýta allir sér að stinga höfðinu út. Sá til hægri lítur á mig tómum augum, s.jálfsagt orðinn ruglað- ur af sjálfsþægingu. Húð hans er gulbleik og vesalings fávitaand- litið hans líflaust. Sá til vinstri spyr fliótmæltur: — Hve mikið? — Tvö ár. ífig fékk fjögur. Bara bú- inn með eitt. Nafn? - Papillon. —■ Eg er George, Jojo frá Au- vergn°. Hvar varstu tekinn? — I París, og þú? Hann hefur ekki tíma til að svara. Þeir sem útbýta kaffinu og brauðbitanum eru aðeins tvo klefa frá mér. Hann dregur inn höfuðið og ég líka. Sg held fram kollunni minni, þeir hella hana fulla af kaffi og rétta mér brauðbita. Þar eð ég er ekki nógu snöggur að taka við brauð- inu dettur það á gólfið og spjald- inu er skellt fyrir gatið. Eftir tæpan stundarfjórðung ríkir al- ger þögn á ný. Það hljóta að vera tvö gengi, sem sjá um þetta, eitt fvrir hvorn gang, þvi að þetta gengur svo fljótt fyrir sig. Klukkan tólf kemur súpa með bita af soðnu kjöti. Um kvöldið diskur af sojabaunum. Á þessum tveimur árum fær maður ýmist á kvöldin sojabaunir, brúnar baunir, hvítar baunir eða hrís- grjón í feiti. En klukkan tólf er maturinn alltaf sá 'sami. Fjórtánda hvern dag kemur rakari, sem er fangi líka, og skefur af okkur skeggið. Auð- vitað kemur hann ekki inn í klefana, heldur stingum við hausnum bara út á móti honum. Kveðja frá vinum. Ég hef verið hér í þrjá daga. Eitt veldur mér áhyggjum. Vin- or mínir á Royale lofuðu að senda mér eitthvað að tyggja og reykja. Ég hef ekki fengið neitt enn og skil raunar ekki hvernig þeir ættu að koma slíku og því- líku í kring. Ég er því raunar ekki mjög hissa á því að fá ekkert. Það hlýtur að vera mjög áhættusamt að reykja og í raun og veru er það lúxus. En að borða, það er lífsnauðsynlegt, eða það skyldi maður ætla. En súpan klukkan tólf er volgt vatn ásamt tveimur-þremur grænum blöðum og hundrað gramma kjötbita. Kvöldmaturinn er sömuleiðis aðeins vatnsskvetta sem fáeinar baunir eða þurrkuð grænmetislauf synda ofan á. Ég gruna öllu síður fangelsisstjórn- ina en fangana, sem bera í okk- ur matinn, um að draga af skammtinum sér í vil. Mér dett- ur það í hug þegar lítill piltur frá Marseille útbýtir kvöld- matnum. Hann eys neðan af botni úr pottinum, og á hans kvöldum fæ ég meira af græn- meti en vatni. Hinn er öðruvísi, hann fer aldrei í botn á pottin- um, heldur hrærir lauslega í honum og veiðir svo vatnið ofan af. Vannæringin sem af þessu hlýzt er stórhættuleg. Til að missa ekki kjarkinn þarf að halda við nokkrum líkamskröft- um. Gangurinn er sópaður. Mér finnst sem þeir séu óvenjulega lengi að sópa fyrir framan klef- ánn minn. Kústurinn strýkst hvað eftir annað við hurðina. Ég stari spenntur og sé horn af hvítu nappírsblaði gægjast inn undan hurðinni. Ég skil að sá sem sóp- ar hefur ekki getað ýtt því lengra. Hann bíður þess að ég taki það. Heldur áfram að sópa fvrir framan hjá mér á meðan. Ég næ í miðann og brýt hann sundur. Á hann er skrifað með bleki, sem lýsir eins og fosfór. Ég bíð unz varðmaðurinn uppi er farinn hjá og flýti mér svo að lesa: „Papi, með morgninum og á hverium morgni þaðan af munu liggia fimm sígarettur og kókoshneta í tunnunni þinni. Tyggðu hnetuna vel, þegar þú borðar hana, til að fá úr henni alla næringu. Gleyptu það miúka. Reyktu á morgnana þeg- ar verið er að tæma tunnurnar. Aldrei eftir morgunkaffi. En 38 VIKAN n- tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.