Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 5
Er Nurejew búinn að fá nýjan dansfélaga? Rússneska ballettdansmærin Natalia Makarova flúði í Lond- on í arma samlanda síns Rudolfs Nurejew. Þau voru búin að dansa saman i níu ár við Len- ingrad-Kirov ballettinn, þegar hann bað um hæli sem flótta- maður í París forðum. Síðan hefur Nurejew aðallega dansað með Margot Fonteyn, en eins og allir vita er hún komin nokkuð til ára sinna. Þegar brezka dansstjarnan heyrði að Nurejew hefði heldur betur fagnað sínum fvrri dansfélaga, sagði hún: Fg er nú ekki nema fimmtíu og eins árs, svo það þarf engin að koma í minn stað næstu ár. Nú er eftir að vita hvort Nata- lia fær hlutverk á móti Nure- jew við leikhús. en þau eru nú þegar búin að koma fram í sión- varpi. ☆ # vísur vikunnar Vísa um vindinn Á jólanótt ef blæs veður, andlát valdsmanna þá skeður; aðra nótt ef verður vindur, vill gróður lítt gleðja kindur; þriðju nótt ef veður þylja, þá kóngar við heiminn skilja; fjórðu nótt ef fram gýs andi, ferlegt hungur varð í landi. (Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar) Einn og tveir og hoppa... Þótt ótrúlegt megi virðist, þá hefur ljósmyndarinn ekki „retú- serað“ myndina svona; maður- inn hefur hoppað svona hátt, og er ekki að hoppa niður af þak- inu. Annars tilheyrir hann fræg- asta dansflokki Júgóslava, og var myndin tekin er flokkurinn kom í heimsókn til Lundúna og sýndi þar í Sadler Wells-leik- húsinu. Það er í rauninni óskilj- anlegt, þegar allar þjóðir remb- ast við að ala upp stjörnur á öllum sviðum, að þessi maður skuli ekki vera settur í landslið Júgóslavíu i frjálsum íþróttum, til dæmis hástökki. Og svo segja iþróttafrömuðir okkar, bæði hér og erlendis, að íþróttir séu fyrir alla — en halda áfram að þjálfa upp fáa útvalda. ☆ 5i. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.