Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 12
Sjálfstæðisflokkurinn var livorki fugl né fiskur á 'Aust- urlandi fram að kjördæma- breytingunni 1959, ef undan er skilin eggtíð Lárusar Jó- hannessonar á Seyðisfirði. Raunar koinst Árni Jónsson frá Múla á þing fyrir atbeina Norðmýlinga 1924 og aftur 1937 að vilja guðs, og Magn- ús Gíslason sýslumaður og siðar skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu sat þar einnig sem varafulltrúi landskjörinna þingmanna Sjálfstæðisflokksins 1939— 1942 út á atkvæði í Suður- Múlasýslu, en slikt var til- viljun. Veittisl Sjálfstæðis- flokknum meira að segja erfiðara en Sósíalistaflokkn- um og síðar Alþýðubanda- laginu að fá uppbótarþing- sæli á þessum slóðum. Áttu sinn þátt í því misráðin inannaskipti á frambjóðend- um hans i Múlasýslum, en einkuin olli ábrifaleysinu, hvað fylgi flokksins var dreift í þessum landsldula og skilaðist jiví illa. Þessi við- horf gerbreyttust liaustið 1959, og hófst þá kapítuli Jónasar Péturssonar á ein- liverri blaðsiðu íslenzkrar MH EFIIR LÚPUS 9 stjórnmálasögu. Skal hann nú rakinn. Jónas fæddist 20. apríl 1910 á Hranastöðum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, sonur Péturs Ólafssonar bónda þar og konu hans, Þóreyjar Helgadóttur. Nam liann búfræði við bændaskól- ann á Hólum og lauk prófi þaðan 1932. Rak Jónas síðan búskap á Hranastöðum 1933 —1946, en var jafnframt eft- irlitsmaður nautgriparæktar- félaga í Eyjafirði og ráðu- nautur hjá Rúnaðarsam- bandi Eyjafjarðar 1934— 1940. Árið 1947 settist hann að á Auslurlandi og var fyrst bústjóri og tilraunastjóri á Háfursá á Völlum til 1949, en síðan á Skriðuklaustri i Fljótsdal til 1962. Nú er ból- staður hans að I.agarfelli í Fellum, þorpinu, sem er að i ísa við Lagarfljótsbrú. Hranastaðabræður skipuðu sér ungir í sveit Sjálfstæðis- flokksins, og komst Jónas til nokkurra mannvirðinga heima í eyfirzku átthögun- um. Sal hann i lireppsnefnd Ilrafnagilshrepps frá 1938 til 1946, er hann vék þaðan hrott. Reið Jónasar sami frami í Fljótsdal austur, þar sem liann gegndi hrepps- nefndarstörfum 1955—1962. Hann bauð sig einnig fram lil alþingis fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Norður-Múlasýslu, en af auðmjúkri dyggð og vonlaus um kosningu, skip- aði annað sæti framboðslist- ans 1953, fjórða sæti 1956 og þriðja sæti við fyrri kosn- ingarnar 1959. Var keppt fast um efsta sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Austfjarðakjördæmi um haustið, og leit helzt út fyr- ir, að Einar Sigurðsson út- gerðarmaður, auknefndur hinn ríki, bæri sigur af hólmi í þeirri viðureign, en Jónas Pétursson reyndist hlut- skarpastur, er lil úrslita dró. Fannst mörgum ókunnugum það furðu gegna, en á þessu var samt einföld skýring. Liðsoddum Sjálfstæðis- flokksins virtist einsýnt, að héraðsmaður yrði að veljast til framhoðsins. Gerðu þeir sér vonir um, að flokkurinn ætti sæmilega öruggt fylgi í hæjum og þorpum kjördæm- isins, en bjuggust við, að hann stæði höllum fæti í sveitum. Varð þess vegna að ráði að skáka fram bústjór- anum á Skriðuklaustri, þó að liann teldist enginn kappi og liefði setið illa rausnar- garðinn, sem Gunnar skáld Gunnarsson gaf islenzka rik- inu með skilyrði um hirðu- semi. Kosningabaráttan gekk Jónasi Péturssyni hins veg- ar mjög i vil. Hlaut Sjálf- slæðisflokkurinn 1129 al- kvæði i kjördæminu, og varð Jónas þriðji þingmaður Ausl- firðinga. Vakti einkum at- hygli, að hann seig fram úr Lúðvíki Jósefssyni á enda- sprettinum og tók þannig forustu af hálfu keppinaula Framsóknarflokksins á ]iess- um austurvígstöðvum ís- lenzkrar stjórnmálabaráttu. Var Jónas Pétursson endur- kjörinn þingmaður Austfirð- inga 1963 og 1967, en hættir setu á löggjafarsamkomunni eftir næstu kosningar. Jónas Pétursson mun sæmilega greindur, en hann er gersneyddur öllum garp- skap, lill máli farinn og stil- vopn honum laust i höndum. Hefur þvi hlutskipti hans á alþingi að kalla verið að greiða alkvæði að vilja for- ingja sinna. Málefni hans 12 VIKAN 51- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.