Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 27

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 27
I I Sonliia Loran óskar bess innleoa aó sanur hennar eionist svstkin Hann á reyndar systkin, en þau eru orðin fullorðið fólk og sjást hér á einni myndinni, sitt hvorum megin við föður sinn. Sophia Loren og Carlo Ponti búa með syni sínum og barn- fóstru í stórri höll, og spáð er að einhvern tíma verði þessi barnfóstra fræg, þegar hún fer að skrfia æviminningar sínar, því að hún hefur verið barn- fóstra Carlos litla, frá því hann fæddist. Höllin er eins og gullið búr, sem Ponti hefur reist kringum konu sína og son. Drengurinn hefur heila íbúð út af fyrir sig, en það er sagt að hann sé frek- ar alvarlegt barn, sjaldan glað- ur, þrátt fyrir allan munaðinn. Hann á enga leikfélaga, hann er aldrei óhreinn; hann fær ekki að sulla í vatni, eins og önnur börn. Matseðillinn hans er ná- kvæmlega saminn og það er barnfóstran fröken Pabst, sem sér um að öllum hans þörfum sé framfylgt. Mamma hans matar hann stundum, eða horfir á þegar fröken Pabst gerir það. Föður sinn sér Carlo litli sjaldan, hann er af þeirri kynslóð ítala, sem umgangast börnin sín ekki nema á sunnudögum. Sophia óskar þess heitt og inni- lega að hún eignist annað barn og örugglega yrði það mikið lán fyrir þennan litla og einmana dreng. 5i. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.