Vikan


Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 17.12.1970, Blaðsíða 10
LIFANDI GRAFINN í TVÖ ÁR í síðasta blaði sagði i'rá vist Papillons hjá Guajira-Indíánum á landamærum Kolombíu og Venesúelu, en þar lifði hann í tvíkvæni. Heimþrá til siðmenningarinnar knúði hann um síðir á faraldsfót á ný, en þá gekk ekki betur en svo, að nunnur nokkrar sviku hann í hendur kólombískra yfirvalda. Var hann um hríð geymdur í dauniliri dýflissu neðan- jarðar, en siðan var hann framseldur Frökk- um. Hefst frásögnin nú á komu Papillons til eyjarinnar Saint-Joseph rétt hjá Djöflaey, en í refsingarskyni fyrir flóttann dæmdu landar hans hann til tveggja ára einangrun- arvistar þar. Á Saint-Joseph hefur móttökunefndin raðað sér upp. Þar i flokki eru tveir fang- elsisstjórar — annar fyrir eyna alla og hinn fyrir einangrunarvistina. Ekki einn einasti fangi sést úti við. Þegar við göngum í fylk- ingu inn um stóra járnhliðið les ég orðin EINANGRUNARFANGELSI TIL ÖGUNAR og skil að hér muni ekki vægilega tekið á mönnum. Fyrir innan þetta hlið og múr- veggina fjóra verður fyrst fyrir augum okk- ar ein bygging ekki stór, og á henni orðið ,,Stjórn“, síðan þrjár aðrar, merktar stöf- unum A, B og C. Við erum reknir inn í stjórnarbygginguna. Þar er okkur öllum nítján raðað upp, og yfirmaður einangrun- ardeildar talar til okkar: Fangar, þetta er eins og þið vitið fang- elsi ætlað til að refsa mönnum, sem þegar hafa verið dæmdir til þrælkunarvinnu. Þetta er ekki betrunarhús. Við vitum að þið eruð óforbetranlegir með öllu. En við reyn- um að aga ykkur sómasamlega. Hér gildir ekkert nema reglugerðin og að halda kjafti. Hér skal ríkja alger þögn. Það er áhættu- samt að morsa. Komist það upp, þýðir það mjög harða refsingu. Og tilkynnið ekki veikindi, nema eitthvað þeim mun alvar- legra gangi að ykkur. Annars verður ykkur refsað. Annað var það ekki. Jú! Það er harðbannað að reykja. Standið rétt! Leitiði á þeim og svo til klefanna, gakk! Setjið ekki Charriére, Clousiot og Maturette í sömu byggingu. Herra Santori, þér eruð persónu- lega ábyrgur fyrir þessu. Tíu mínútum síðar sit ég innilokaður í klefa mínum, númer 234 í byggingu A. Clousiot er í B og Maturette í C. Við kvödd- umst með augunum. Jafnskjótt og inn kom skildum við að við urðum að hegða okkur í samræmi við reglugerðina ómannúðlegu, ef við áttum að hafa nokkra von um að komast lifandi út aftur. líg sé þá hverfa, félaga mína frá flóttanum langa, þessa stoltu og hugrökku félaga, sem fylgt höfðu mér svo frækilega og aldrei barmað sér eða iðrazt þess, sem þeir höfðu tekið sér fyrir hendur ásamt mér. Hjartað dregst saman. Eftir að hafa barizt hlið við hlið í fjórtán mánuði fyrir frelsi okkar erum við tengd- ir óslítanlgeum vináttuböndum. Myrkvaklefi. Eg skoða klefann, sem mér hefur verið steypt í. Aldrei hefði ég trúað því eða látið mér detta í hug að land sem mitt, Frakk- land, formóðir frelsishreyfinga alls heims- ins, föðurland mannúðlegra borgararétt- inda, gæti haft á sínum vegum svo villi- mannlegan refsistað sem Saint-Joseph er með sinni einangrunarvist. Jafnvel ekki í afkima slíkum sem franska Gvæana er. Hugsið ykkur hundrað og fimmtíu smá- klefa í þéttri röð. Veggir þeirra eru mjög þykkir og eftir því sterkir, dyrnar þröngar og á harðlæstri hurð lúka og gægjugat. Fyrir ofan hverja lúku er máluð setningin: „Bannað að opna dyr þessar nema eftir skipun frá hærri stöðum". Til vinstri er lágur trébálkur með höfðalagi úr tré, sams konar og í fangelsinu í Caen. Hægt er að leggja bálkinn upp að múrnum og festa hann þar. Þar að auki er í klefanum teppi, í dimmasta horninu steinsteypt upphækkun sem átti að heita stóll, kústur, matarskál og trésleif. Undir langri rifu með járnum- gerð er þarfatunna úr málmi. Hún er fest við rifuna með keðju. (Hægt er að draga hana út til að tæma hana og inn til að nota hana). Þakið er þrjá metra frá gólfi og er úr. járnstöngum, sem að gildleika jafnast á við sporvagnsteina og eru hafðir þvers og kruss svo að ómögulegt er að koma nokkr- um stórum hlut út eða inn. Þak sjálfrar byggingarinnar er sjö metra yfir grindun- um. Yfir klefunum, sem eru í tvöfaldri röð, er varðgangur, tveggja metra breiður og varinn járngrindum. Tveir varðmenn ganga þar stöðugt fram og aftur, mætast í miðju og snúa við. Það hefur óhugnanleg áhrif. Veikur biarmi af dagsljósi seytlar inn um grindurnar, en niðri við gólf er kolamyrk- ur jafnvel um miðian dag. Ég geng fram og aftur meðan ég bíð blístursmerkisins, sem þýðir að fella megi bálkinn. Hvaðan merk- ið kemur veit ég ekki. Bæði fangar og varð- menn ganga á skóm með þófasólum, til að deyfa skóhlióðið. É'g hugsa: „Hérna á 234 á Henri Charriére, kallaður Papillon, að sitja í tvö ár, það er að segja sjö hundruð og þrjátíu daga, og reyna að komast hjá því að geggjast. Það er hlutverk hans að sýna og sanna að einangrunarvistin kafni undir nafni sínu Mannætan." Einn, tveir, þrír, fjórir, snúið við. Varð- maðurinn er nýgenginn yfir mitt þak. Eg he-'^i hann ekki koma en ég sé hann. Upp- undir efra þakinu, meira en sex metrum vfir mér. er kveikt ljós. Varðgangurinn er lýstur upp, en myrkur er í klefunum. Eg held áfram að ganga um gólf, kvarnirnar aftur farnar að starfa. Sofið þið vært lög- mannarottur sem dæmduð mie. sofið rótt því ée er viss um að ef þið vissuð hvert þið senduð mig mynduð bið harðneita að þið hefðuð átt þátt í að dæma mig til slíkrar refsingar. Það verður mjög erfitt að stand- ast þeyta með aðstoð ímyndunaraflsins. Næstum ómögulegt. En sjálfsagt er þó skárra en ekkert að beina ímyndunaraflinu að einhverju, sem er ekki of dapurlegt. Alveg rétt, blístur kveður við til merkis um að maður megi fella bálkinn. Ég heyri drynjandi raust: Nýsveinar, þetta þýðir að þið megið fella bálkinn, ef þið viljið. Ég legg aðeins orðin „ef þið viljið“ á minnið. Og held áfram að ganga um gólf í búrinu, tel skrefin. Eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm. Ég ber höfuðið hátt, hef hendurnar fyrir aftan bak, hef nákvæmlega jafnlangt á milli skrefa, gang þannig fram og tilbaka eins og svefngengill. Eftir fimmta skrefið sé ég ekki einu sinni veginn, en strýkst þó við hann þegar ég sný mér við. Þannig held ég óþreytandi áfram þessari maraþongöngu, sem gengin er án marks eða skeiðklukku. Stórmyndarleg þúsundfætla. Já, Papi, Mannætan er svo sannarlega ekkert til að spauga með. Skuggi varð- mannsins, sem fellur á múrinn, hefur óhugn- anleg áhrif. Ekki er betra að sjá hann sjálf- an upp í gegnum grindurnar. Manni líður þá eins og hlébarða veiddum í gryfju, en veiðimaðurinn gefandi honum gætur. Þetta vekur hjá mér skelfingu sem tekur mig nokkra mánuði að venjast. Hvert ár hefur þrjú hundruð sextíu og fimm daga, tvö ár sjö hundruð og þrjátíu ef ekki verður hlaupár. Ég brosi að hugsun- inni. Þú veizt að það verða annaðhvort sjö hundruð og þrjátíu dagar eða sjö hundruð þrjátíu og einn, svo að það ætti að koma út á eitt. Hvers vegna það? Það er ekki hið sama. Einn dagur auka þýðir tuttugu og fjóra tíma í viðbót. Og tuttugu og fjórar klukkustundir eru langur tími. Þó eru sjö hundruð og þrjátíu dagar á tuttugu og fjóra tíma hver margfaldlega lengri tími. Hversu margir klukkutímar verða það? Þoli ég að reikna það út? Hvers vegna ekki? Jú, víst er það hægt. Látum okkur sjá! Hundrað dagar, það gerir tvö þúsund og fjögur hundr- uð klukkustundir. Margfaldað með sjö — og það er auðvelt — verða það sextán þúsund og átta hundruð tímar, og þar við bætast þrjátíu dagarnir sem á vantar, sinnum tutt- ugu og fjórir, það verða sjö hundruð og tuttugu tímar. Heildarútkoma: Sextán þús- und og átta hundruð plús sjö hundruð og tuttugu tímar. Bezti herra Papillon, þér haf- ið seytján þúsund fimm hundruð og tuttugu tíma að drepa í þessu búri með sléttum veggjum, hæfilegu til að geyma í villidýr. Hversu margar mínútur verð ég að þreyja hér? Það gæti verið áhugavert að reyna að reikna það út! Bezt að ganga ekki of langt í neinu! Með einhverju varð að fylla út þessa daga, klukkustundir, mínútur, fylla þetta út með einhverju. Hver skyldi vera í klefanum til hægri við mig, eða til vinstri? Eða á bakvið? Og skyldi nokkur þessara 10 VIKAN 51tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.