Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 8

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 8
ÚttlokaS er talið að þessi steinrisi í Tiahuanaco á hásléttu Bólivíu hafi ver- ið höggvinn út og snyrtur til með steinöxum og tréfleygum einura verkfæra. Er hann verk fornaldarrisa, sem bjuggu yfir ævintýralegri tæknikunnáttu? Allir tímar eiga sér sínar þjóðsögur, og til allrar guðs- lukku er okkar vélræna öld þar engin undantekning. Og eins og vænta mátti eru þær af þjóðsögnum okkar aldar, sem hvað mest kveður að, ekki sízt tengdar verum utan úr geimnum — og vel að merkja fer því fjarri að allir líti svo á að þær sögur eigi sér stoð í hugmyndaheiminum ein- um saman. Einn þeirra sem lítur á geimverur og heimsókn- ir þeirra til jarðarinnar okkar sem annað og meira en science fiction og sjónvarpsgaman er maður að nafni Erich von Daniken, sem heldur því fram að þegar áður en sögur hófust hafi jörðin verið heimsótt af verum utan úr geimnum. Bók hans um þetta efni hefur vak- ið heimsathygli, og vissar nið- urstöður rannsókna um þetta efni hafa þótt styðja kenning- ar hans. í svissneska hljóðvarpinu háði von Ðaniken fyrir skömmu kappræður um þetta efni við fornfræðing starfandi við há- skólann í Bern, dr. Mottier að JÖTNAR HIMINGI Eric von Daniken er einn þeirra, sem trúir því fyrir fullt og fast að risar hafi búið á jörðinni til forna, og hann er meira að segja þeirrar skoðunar að þeir hafi komið hingað utan úr geimnum. Bók von Danikens um þetta hefur vakið mikla athygli, og þótt fullyrðingar hans virðist ótrúlegar, verður því þó ekki neitað að ýmislegt rennir undir þær stoðum, bæði vitnisburðir úrfornritum, svo sem Biblíunni, og nýjir fornleifafundir. nafni. Dr. Mottier, sem er kona, mótmælti harðlega þeirri kenn- ingu von Dánikens að nokkru sinni hefðu verið uppi á jörð- unni jötnar, sem þangað hefðu komið utan úr geimnum. Engir steingervingar, sem gætu rennt stoðum undir þessa kenningu, hefðu fundizt. Allt annarrar skoðunar er franskur vísindamaður að nafni Lovis Burkhalter, doktor að nafnbót einnig, sem 1950 skrif- aði í Revue du Musée de Beý- routh. Hann segir: „Svo mikið er að minnsta kosti hægt að fullyrða að tröllauknar mann- legar verur hafa verið uppi á Acheuléen-tímanum (kafli úr eldri steinöld, kenndur við bæ nokkurn í austanverðu Frakk- landi). Það má teljast vísinda- lega sönnuð staðreynd.“ Hver er annars sannleikur- inn í þessu máli? Fundizt hafa verkfæri svo geysistór að óhugsandi er að manneskjur af venjulegri stærð og kröftum hafi mátt valda þeim. Við Sasnytsj (sex kílómetra frá Safíra í Sýrlandi) hafa fornfræðingar grafið upp stein- fleyga, nærri fjögur kíló að þyngd. Og svipaðir fleygar sem fundizt hafa í Aín Frítissa í Marokkó austanvert eru held- ur ekkert til að skammast sín fvrir: þrjátíu og tveggja senti- metra langir, tuttugu og tveir á breidd og þyngdin rúm fjög- ur kíló. Sé miðað við eðlilega stærð og krafta nútímamanna, verður að gera ráð fyrir að fólk sem hafi brúkað þessi verkfæri og önnur eins hafi verið eitthvað nálægt fjórum metrum á hæð. Fyrir utan áhöld þessi liggja fyrir að minnsta kosti þrír aðr- ir fundir, sem benda til að ein- hvern tíma hafi jötnar búið á jörðu hér. Það er að segja: 1. Jötunninn frá Jövu. 2. Jötunninn frá Suður-Kína. 3. Jötunninn frá Suður- Afríku (Transvaal). Heyrðu þessir náungar kann- ski til algerra undantekninga? Höfðu þeir orðið til vegna einhverra óeðlilegra efnaskipta í líkamanum? Voru þeir afkomendur tröll- aukinna vera utan úr geimn- um? Voru þeir óvenjugreindar verur með framúrskarandi tæknilega þekkingu? Fornleifarnar sem fundizt hafa gefa engin ákveðin svör við þessum spurningum. En alltaf er annað veifið eitthvað nýtt að finnast, oftast fyrir til- viljun, sem kastar nýju ljósi á eáturnar, þótt þær ráðist seint til fulls. Skrifað stendur . . . Sé blaðað í fornum bókum má finna ýmislegt til rökstuðn- ings umræddri kenningu. I fyrstu bók Móse, sjötta kapí- tula, fjórða versi stendur skrif- að: „Á þeim tímum voru risarn- ir á jörðunni, oe einnig síðar, er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og þær fæddu þeim sonu; það eru 8 VIKAN 4- tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.