Vikan - 28.01.1971, Síða 10
PAPILLON
Maöurinn sem slapp frá Djöflaey
LÉST VLIM GLUI EIKI K
TIL AÐ GETA FLLIÐ
Það var hræðilegt að
vera heilbrigður
innan um
fjölda geðveikra.
Og það var langt í frá
hættulaust.
Háskagripir.
Líf fanganna á Iles du Salut
er allt annað en hægt er að
ímynda sér. Flestir náunganna
þar eru stórhættulegir, og kem-
ur margt til. Allir borða þeir
vel, því að allt er hægt að
kaupa á svörtum markaði:
áfengi, tóbak, kaffi, súkkulaði,
sykur, kjöt, nýtt grænmeti,
fisk, sjókrabba, kókoshnetur og
svo framvegis. Flestir eru líka
við góða heilsu, og loftslagið
er afbragð. Þeir sem aðeins
hafa fengið nokkur ár eða ára-
tugi vonast eftir að vera gefn-
ir lausir, en þeir sem fsngið
hafa lífstíðardóm eru stór-
hættulegir. Allir taka þátt í
smyglinu, sem er daglegt
brauð, bæði fangar og varð-
menn. Sambúð fanga og varð-
manna kemur allmjög á óvart.
Konur fangavarðanna fá unga
fanga til að hjálpa til á heim-
ilunum — og taka sér þá oft
fyrir elskhuga. Þeir er.u kall-
aðir „heimilisdrengir". Nokkr-
ir eru garðyrkjumenn, aðrir
kokkar. Þessi hópur fanga er
tengiliður milli fangabúðanna
og heimila varðmannanna.
„Heimilisdrengirnir" eru
ekki illa séðir af öðrum föng-
um, því að það er þeim að
þakka að hægt er að halda
smyglinu í gangi. En ekki verð-
ur sagt að þeir njóti beinnar
virðingar. Enginn atvinnubófi
með nokkra virðingu fyrir
sjálfum sér leggur sig niður
við svoleiðis. Þaðan af síður
verða þeir maríuhænur eða
vinna í matstofu varðmann-
anna. Hins veear reyna þeir pð
ná í störf, sem leyst eru af
hendi án þess að varðmennirn-
ir komi þar mikið nálægt. Þeir
eru salernishreinsarar, safna
föllnu laufi, hirða bufflana,
eru sjúkraliðar, garðyrkju-
menn, slátrarar, bakarar, ræð-
arar, bréfberar, kyndarar. Öll
þessi verk leysa sannir refsi-
fangar af hendi.
Refsifangi sem tekur aðstæð-
urnar alvarlega vinnur aldrei
við viðgerðir á múrum, veg-
um, stigum eða við að planta
kókospálmum. Það er að segja:
hann er aldrei í störfum sem
unnin eru undir eftirliti varð-
mannanna. Unnið er frá klukk-
an sjö til tólf fyrrihluta dags
og frá klukkan tvö til sex s!ð-
degis. Þetta samfélag varð-
manna og fanga minnir á lít-
ið þorp, þar sem ekkert fer
fram hjá neinum, þar sem allt
er gagnrýnt og allir fylgjast
með öllum.
Ég fæ bústað í löngum, fer-
hyrndum skála, þar sem hundr-
að og tuttugu hanns búa. Hengi-
rúm þeirra, sem eru ágæt til
síns brúks, eru strengd upp í
röðum meðfram veggjunum,
en eftir miðjum skálanum er
þriggja metra breiður gangur,
kallaður „rennan". Fyrir ofan
hverja hengirekkju eru tvær
hillur, þar sem maður geymir
föt, mat, matarílát og svo fram-
vegis. Mannskapurinn hérna er
rottaður saman'í klíkur, sem
eru mjög misstórar. í sumum
eru aðeins tveir, í öðrum kann-
ski tíu.
Allt fyrir peninga.
Við erum ekki fyrr komnir
inn en hvítklæddir fangar
streyma á móti okkur, kallandi:
„Papi, komdu hingað." „Nei,
komdu heldur til okkar.“
Grandet segir:
— Hann á að vera í klíku
með mér.
— Ég fylgi honum eftir.
Hengirekkja er strengd upp
handa mér, og Grandet fær
mér dúnkodda. Ég hitti hérna
aftur fjölda vina. Þeirra á með-
al eru margir frá Marseille og
Korsíku, nokkrir Parísarbúar,
allir vinir mínir frá Frakklandi
eða þá að ég hef kynnzt þeim
í la Santé, la Conciergerie eða
í skipalestinni. En ég er undr-
andi yfir því að sjá þá hér nú
og spyr:
— Eruð þið ekki að vinna
um þetta leyti?
10 VIKAN 4 tw.