Vikan


Vikan - 28.01.1971, Síða 12

Vikan - 28.01.1971, Síða 12
Mávurinn, tryggur förunautur Pat og Wright Britton á ferð þeirra um úfnar strendur íslands. Hér birtist niöurlag hinnar skemmtilegu frásagnar um ævintýralega ferö bandarískra hjóna umhverfis Island á lítilli skútu. AÐVÖRUN Sama kvöldið vorum við boð- in til kaffidrykkju á Norninni, en það skip var úr norska flot- anum. Barst þá í tal 'við skip- herrann, Johan Mydske kap- tein, hve fegin við hefðum orð- ið, að hitta beint á Seyðisfjörð í þokunni, eftir þrjú hundruð mílna siglingu. Mydske skipherra rak upp stór augu. „Þið verðið ekki svona hepp- in næst. Hafið þið lesið um veðurfarið hérna í British Arc- tic Pilot?“ Hann rétti mér eintak og ég las: „Veðurofsi er svo algeng- ur hér og ofsafenginn, víðast hvar, að slíks eru ekki dæmi annars staðar í veröldinni.“ Síðan bætti skipherra við: „Og versta tíðarfarið byrjar eftir vikutíma, það er að segja upp úr 1. september. Ef ég væri í ykkar sporum, myndi ég leggja af stað til Bretlands, undir eins og ég væri búin að drekka úr bollanum.“ Sá tími kom að við óskuðum þess að hafa farið að ráðum hans. Við sigldum út frá Seyðis- firði snemma um morguninn, laumuðumst út á rúmsjó fyrir léttum andvara undir heiðum himni. Næst lá fyrir að stefna til Langaness, sem er langur tangi, um 80 mílur til norðvest- urs og er eins og önd í laginu. Mílu vegar frá Fjarðarmynn- inu rak á okkur suðaustan stinningskalda, að vísu á eftir okkur, en sjóar voru krappir og Delight snerist ofsalega á öldunum. Þetta er hættulegt. Smáskip geta sokkið eða brotn- að, jafnvel tekið dýfu sem þau ná sér ekki úr. Mér tókst að brjótast fram á þilfar, er lá undir sífelldum ágjöfum, og felldi stórseglið niður í hrúgu. Allan daginn og nóttina með slöguðum við norður með land- inu, eyðilegu og ábúðarfullu. Hitinn var kominn niður í 3 stig. á Celcius. „Þarna hygg ég að séu straumbrot, en ekkert land,“ sagði ég af vizku minni. „Við skulum halda sjó til birtingar, og sjá hvað þetta er.“ Það sáum við líka þegar birta tók. Röstin var hvorki betri né verri en búast mátti við og ljós- in reyndust vera á þrettán tog- ara flota sem lá í vari við him- ingnæfandi hamravegg. Þessi aflmiklu skip höfðu hlaupið í skjól, en skútan okkar litla hafði staðið af sér óveðrið og meira að segja þokazt góðan spöl norður á bóginn. KALDRANALEGT ÍSHAFSÆVINTÝR Við vorum nú hálfnuð með hringferð okkar og hröðuðum ferðinni, vegna ummæla norska skipherrans. Héldum við nú fyrir endann á skaga einum, er nefnist Melrakkaslétta og er nyrzti tangi Islands, og stefnd- um beint til vesturs á eyjuna Grímsey. Þar með vorum við komin rétt norður fyrir Norð- urheimskautsbaug. Það var komið miðnætti og koldimmt orðið, þegar við renndum inn í hafnarkrílið, sem er á eyjunni vestanverðri. Ekki var nokkra ljóstýru að sjá á landi, er gæti vísað okk- ur veg, en þó rákumst við á autt legupláss við enda á bryggju, sem fjöldi fiskibáta var bundinn við. Morguninn eftir reis sólin úr sæ eins og eldhnöttur væri. „Morgunsólarroði er sjó- mannavoði," sagði Pat. „Við skulum ná í einhvern og spyrj- ast fyrir.“ Það var auðvelt, því allir íbúar eyjarinnar, 85 að tölu, stóðu niðri á bryggju og virtu fyrir sér fyrstu amerísku snekkjuna, sem þangað hafði komið. „Hverju spáið þið um veðr- ið?“ kallaði ég til þeirra. „Tvöfaldið festarnar," svar- aði einhver sjómaður. „Hann er að ganga í rok.“ Höfnin í Grímsey er aðeins 12 VIKAN 4 tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.