Vikan


Vikan - 28.01.1971, Síða 13

Vikan - 28.01.1971, Síða 13
smávík með steyptum varnar- garði að suðvestan. Til há- suðurs er hún opin fyrir öllum veðrum. Skömmu eftir þetta skall á hvassviðri svo orgaði í reiðanum hjá okkur. Öldurnar dundu á bryggjunni og brotn- uðu stúndum yfir hana. ískalt sjólöðrið rauk um alla höfn- ina. Skútan valt og stakkst á endum. SKIP FÓRST, EN SKÚTAN EKKI Að deginum liðnum og næstu UMHVERFIS ÍSLAND r r ASKUTU nótt, urðum við að skipta um tvö hlífðarkefli og fjórar land- festar, sem eyðilagzt höfðu af að nuddast við steingarðinn. Öðru hvoru litu eyjarskeggjar inn til okkar og voru boðnir og búnir til að hjálpa okkur. „Við vorum að frétta að stórt, íslenzkt fiskiskip hefði farizt 50 mílur hér norður af,“ sagði einn eyjarbúinn. „Annað fiskiskip bjargaði allri áhöfninni. Við missum svo að segja árlega einn eða tvo báta, hérna rétt við höfnina." Þegar veðrið lægði og sást til sólar á ný, lögðum við af stað og hrósuðum happi. Eyj- arbúar leystu landfestar og veifuðu til okkar. „Bless,“ kölluðu þeir, en það þýðir sem næst „verið þið sæl.“ Þessi stormkviða minnti okk- ur einu sinni enn á varnaðar- orð norska sægarpsins. Við höfðum ætlað okkur að halda beint í vestur frá Grímsey og komast yfir Norðurhöfða ís- lands, eða Horn sem kallað er, hið allra fyrsta. En nú hafði ég áhyggjur af Pat. Henni var svo þreytugjarnt og auk þess hafði hún tannpínu, stundum í einstakri tönn, stundum um allan munninn. Ég vissi að læknar voru á Akureyri, sem er næststærsta borg á íslandi, og stakk því stefni þangað. Akureyri stendur 35 mílur vegar inn með Eyjafirði, en það er lengsti fjörður á íslandi. Hægur norðankaldi var á og gerðum við ráð fyrir dægurs- siglingu inn til bæjarins. En sem við komum inn í mynni fjarðarins, gerði sunnangolu á móti okkur. Við náðum því ekki til Akureyrar um kvöld- ið, en leituðum vars í Ólafs- firði, sem er þar nærri. Morg- uninn eftir slöguðum við inn Eyjafjörð, sveigðum ljúflega fvrir eyraroddann og lögðumst að hafnargarði. Pat fór til læknis og kvað sá enga furðu þótt henni liði illa. „Þér eruð að örmagnast af orfiði, sem enginn kvenmaður þolir,“ sagði sá góði læknir. „Þetta ætti að kenna yður að vera kyrr heima, þar sem kvenna staður er.“ Fannst nú Pat hún víst verða að færa sönnur á kveneðli sitt, svo hún bjó til bollur úr hrein- dýrakjöti til miðdegisverðar og bar þær fram í logandi ídýfu. TUNGUMÁL ÍSLENDINGA „Delight, hó!“ Var það ekki áreiðanlega bandarísk rödd, er vakti okkur um morguninn? Ragnar Stefánsson liðsforingi stökk niður á þilfarið til okk- ar. Hann er fæddur á Seyðis- firði en ólst upp í Baltimore. Gegndi síðar þjónustu í flug- her Bandaríkjanna, en fluttist því næst aftur til íslands með skyldulið sitt, og kennir nú ensku og fornaldarsögu við menntaskólann á Akureyri. Barst tal okkar fljótlega að íslenzkunni, sem er eitt hið Delight stakk stefni inn til Akur- eyrar, af því að Pat var svo þreytu- gjarnt og auk þess hafði hún tann- pínu. elzta af lifandi málum í Evr- ópu. „Hún hefur breytzt svo lítið,‘ ‘ mælti liðsforinginn, „að börn okkar geta jafn auðveld- lega lesið fornsögurnar og enskumælandi fólk les rit Shakespeares.“ Til þess að halda tungu sinni hreinni, vilja íslendingar ógjarna innleiða erlend orð í málið. Þegar þörf er á nýju orði, skapar opinber nefnd það með því að draga það af öðr- um eldri. Þegar tekið var að sýna lifandi myndir meðal al- mennings, vildu fslendingar ekki viðurkenna enska orðið teievision, heldur skópu ís- lenzka orðið sjónvarp, sem er myndað af tveim eldri orðum: sjón — að sjá, og varp: — að kasta. Erindi liðsforingjans var að bjóða okkur til veizlu um kvöldið, sem borgin og íslenzk- ameríska félagið ætlaði að halda okkur til heiðurs. Félag þetta vinnur að auknum skiln- ingi og vináttu meðal þessara tveggja þjóða og gegnir hlut- verki sínu með prýði. Áttum við þarna hið ánægjulegasta kvöld. Farkosturinn góði, scm stóðst ógn- anir vinda og strauma. Hann var hætt kominn við Grímsey, þegar fárviðri skall þar skyndilcga á. Satt að segja þótti okkur vænt um að veðurstofan spáði stormi næsta sólarhring, því fyrir bragðið áttum við þess kost að skoða meira af þessari aðlaðandi borg og kynnast bet- ur íbúum hennar, sem eru rúmlega tíu þúsundir. IÐNAÐUR, FREMUR EN FISKVEIÐAR Flestir strandbæir eiga af- komu sína að miklu undir fisk- veiðum, og víða er það þorsk- urinn, sem verðmætin skapar. Hins vegar byggist efnahagur Akureyringa fyrst og fremst á ýmiss konar iðnaði. Þar eru meðal annars skóverksmiðja, Framhald á bls. 46. 4. tbi. vikan 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.