Vikan


Vikan - 28.01.1971, Page 22

Vikan - 28.01.1971, Page 22
Akureyri var mestur kaupfélagsbær og frægust iðjustöð samvinnuhreyfing- arinnar á landi hér, en eigi að síður reyndist Sjálfstæð- isflokkurinn næsta sigur- sæll þar í alþingiskosning- um langa hríð. Gafst hon- um vel að tefla fram hæg- Iátum og varfærnum mönn- um gegn öðrum eins köpp- um og Vilhjálmi Þór, Þor- steini M. Jónssyni og Kristni Guðmundssyni, sem hugð- ust vinna höfuðstað Norð- urlands í umboði Fram- sóknarflokksins, en mis- tókst ætlunarverkið. Sig- urður E. Hlíðar dýralækn- ir var kjörinn þingmaður Akureyringa 1937 og hélt þar jafnan velli, unz hann gaf ekki kost á sér til fram- hoðs 1949. Virtist Sjálfstæð- isflokknum ærinn vandi á höndum að velja eftirmann hans, þar eð mjóu hafði munað undanfarið og aug- Ijóst talizt, að Sigurður EITIRIÚP0S ætti þingmennskuna frem- ur að þakka persónulegum vinsældum en flokksfylgi. Vakti því undrun, er til hardagans gekk af hans hálfu ungur lögfræðingur, Jónas G. Rafnar, og spáðu ýmsir honum óförum sem litlum dverg í stórum og sterkum höndum Kristins Guðmundssonar, ef þulur- inn reiddist. Úrslitin urðu hins vegar þau, að Jónas sigraði með yfirburðum þennan risavaxna keppi- naut og aðra andstæðinga í viðureigninni. Sannaðist þar, að kemst þó að hægt fari. Jónas Gunnar Rafnar fæddist á Akureyri 26. ág- úst 1920, og eru foreldrar lians Jónas Rafnar fyrrum yfirlæknir á heilsuhælinu í Kristnesi, sonur Jónasar prófasts og rithöfundar á Hrafnagili í Eyjafirði, en siðar kennara á Akureyri, og kona hans, Ingibjörg Rjarnadóttir prests í Stein- nesi í Húnaþingi. Jónas nam við menntaskólann á Akur- eyri og varð stúdent þar ár- ið 1940, en las síðan lög við Háskóla íslands og laulc prófi vorið 1946. Réðst hann því næst í þjónustu Sjálfstæðisflokksins sem framkvæmdastjóri hans norðan lands og austan með aðsetri á Akureyri. Jafnframt sinnti hann um skeið lögfræðistörfum í kaupstaðnum fagurskrýdda við Eyjafjörð og var þar bæjarfulltrúi og átti sæti i hæjarráði 1958—1962. Jón- as var settur bankastjóri við Útvegsbanka Islands um skeið haustið 1961 í fjarveru Jóhanns Hafsteins, meðan hann rækti lands- stjórnarstörf, en ráðinn í það emhætti 1963, þegar .Tóhann varð ráðherra til framhúðar, og hefur gegnt því síðan. Jónas G. Rafnar hefur starfað í ótal nefnd- um og ráðum og orðið sér úti um marga væna flís af feitum sauð. Vafalaust hefur Jónas einkum notið föðurættar sinnar og vinsælda hennar í Eyjafirði, er hann vald- ist framhjóðandi Sjálfstæð- isflokksins i höfuðstað Noi ðurlands 1949 ungur og óreyndur. Hann fagnaði góðum sigri, hlaut 1292 at- kvæði og 221 umfram Kristin Guðmundsson, en það var drjúguin meiri munur en í þrennum und- anförnum alþingiskosning- um á Akureyri. Þó dró enn sundur með honum og Kristni Guðmundssyni, þeg- ar Akureyringar endurkusu Jónas þingfulltrúa sinn 1953 með 1400 atkvæðum, en Kristinn varð að láta sér nægja 877. Virtist Jónas G. Rafnar þá orðinn fastur í sessi, en stundum er óvæntra tíðinda von í heimi íslenzkra stjómmála, 22 VIKAN 4 tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.