Vikan - 28.01.1971, Page 31
hann lendi í bílslysi. Hann lofaði
mér að vera kominn hingað mjög
snemma.
—Við getum hæglega skálað fy,r-
ir framtíð þeirra og hamingju, áð-
ur en þau koma, sagði Áke.
— Já, auðvitað. Ég hefði nú átf
að geta haft hugsun á þessu sjálf.
Og Börje er ekki heldur kominn'.
Ellen beit á vörina. Henni geðj-
aðist ekki að því, að veita Áke
áfengi, en þegar hann bað um
það sjálfur, hvað gat hún þá gert?
Hún opnaði hurðirnar á fagra
maghonyskápnum, þar sem flösk-
urnar stóðu.
— Ofurlítið koníak væri ágætt,
sagði Áke og renndi augum yfir
hillurnar fleytifullar af girnilegum
vínflöskum. Það munar ekki um
það, hugsaði hann. Og Börje, sem
átii að heita bindindismaður! Hvað
skyldi fólk segja, ef það sæi inn
í þennan skáp?
— Börje hefur sínar föstu regl-
ur og fylgir þe:m, sagði Ellen
kuldalega. — En við fáum oft gesti,
og það eru ekki allir sama sinnis
og hann.
Hún rétti Áke koníaksglas og
horfði um leið á Lajlu. En hún
hristi höfuðið og Ellen lét því
flöskuna aftur í skápinn.
— Segðu okkur svolítið meira
frá unga fólkinu, sagði Lajla kurt-
eislega.
— Ja, það er ekki svo marat,
sem ég veit um þau enn. Þau tala
um að gifta sig á þessu ári, og
satt að segja sé ég ekki, eftir
hverju þarf að bíða með það.
Mikaela hlýtur að þrá ákaft að
eignast sitt eigið heimili, enda
þótt hún segist vera lítið gefin
fyrir húsmóðurstörf. Þær bjuggu
víst alltaf einar saman, hún og
móðir hennar. Ég býst við, að þau
búi hérna, þegar þau koma aftur
úr brúðkaupsferðinni. Auðvitað
bara á meðan þau eru að byggja
sitt eigið hús.
— Svo að þau ætla þá ekki að
kaupa sér tilbúið hús?
— Ætli arkitektinn vilji nú ekki
sjálfur ráða sínu eigin húsi? Þau
geta rætt um það tímunum saman,
hvernig húsið þeirra eigi að vera.
En auðvitað vill hún, að hann ráði
útlitinu að mestu leyti, þar sem
þetta er nú hans fag. Hún segist
ekki vilja annað en það, sem hann
vill, og mér fannst hún meina
það fullkomlega.
— En það er dálítið skrítið,
skaut Áke inn í hugsandi, — þetta
með arfinn. Ég á við, að Melander
gamli skyldi ekki hjálpa systur
sinni og barni hennar, á meðan
hann var á lífi. Og samt arfleiðir
hann stúlkuna að öllu saman.
— Hann átti nú bara engan
annan ættingja, sem hann gat arf-
leitt, svaraði Ellen. — Og kannski
hann hafi skammast sín fyrir að
hafa verið svona harðbrjósta við
þær. Ég vona það að minnsta kosti.
Vesalinas Elisabet væri áreiðan-
lega enn á lífi, ef hún hefði fengið
einhverja aðstoð í tíma. Auðvitað
fór hún og giftist gegn vilja hans
og giftist þar á ofan liðónýtum
manni. En það er nú ekki svo
hræðileg synd, að Melander gamli
gæti ekki fyrirgefið systur sinni
og hjálpað henni, þó ekki væri
nema barnsins vegna. Mikaela bjó
við erfið kjör í Stokkhólmi, eftir
að móðir hennar lézt. En þá fékk
hún skyndilega einn góðan veður-
dag tilkynningu um þennan mikla
arf. Það er skiIjanlegt að hún sé
enn dálítið rugluð við svo skyndi-
lega breytingu.
— Hvað segir Börje um trúlof-
unina?
— Auðvitað er hann hæst-
ánægður.
— Þessi hálfa milljón hennar
hefur nú hvað sem þú segir haft
sín áhrif, sagði Áke og glotti. —
Fólk segir, að þangað leiti auður-
inn, sem hann er mestur fyrir,_ og
það er hverju orði sannara. Hvern-
ig gengur annars nýja málið í
Stokkhólmi?
— Vel, svaraði Ellen stuttlega.
— Börje hefur lagt hart að sér
vegna þess og á eftir að fara
marqar ferðir til Stokkhólms út af
því. Hann tekur svo alvarleqa öll
verkefni, sem hann þarf að leysa.
— Það er leiðinlegt fyrir hann,
að Ingvar skyldi ekki verða lög-
fræðingur, eða er það ekki?
— Leiðinlegt og ekki leiðfnlegt.
Það er nú svosem ekki slorlegt
starf að vera arkitekt. Þegar Börie
varð lióst, að Ingvar hafði ein-
göngu áhuga á því starfi, þá gerði
hann allt sem hann gattil að hjálpa
honum. Hann ætlar reyndar að
kaupa hann inn í hið stóra Ryttres-
fyrirtæki, en það er nú víst leynd-
armál enn.
— Ég skil.
— Já, sagði Ellen og rauðir
flekkir komu fram í kinnar henni.
Ingvar hefur verið okkur góður
sonur, og við getum verið stolt af
honum. En Börje er lika góður
faðir. Góður faðir og tryggur son-
ur. Mér dettur aftur í hug þetta
leiðinlega mál með Sigfrid Sten-
ing — það var eingöngu Börje að
þakka, hve vel tókst að þagga
það niður. Og hann hikaði ekki
við að blanda sér í málið, svo
hættulegt sem það var nú, enda
þótt hann væri ekki hið minnsta
viðriðinn það.
Áke drakk í botn úr glasi sínu
og lét það frá sér. Flaskan stóð í
skápnum, svo að hann gat ekki
fengið sér aftur í glasið. Það leit
heldur ekki út fyrir, að Ellen hefði
hugsað sér, að hann fengi meira.
— Það er gott fyrir Börje, að
allir lita þannig á málið, sagði
hann ísmeygilega. — En var virki-
lega ekkert, sem benti til þess, að
vel hefði farið á með þeim Sigfrid
og Börje?
— Áke, gættu að hvað þú seg-
ir, hrópaði Lajla.
Bllen fölnaði, en reyndi að
harka af sér.
— Ég skil mætavel, hvað Áke
á við, sagði hún. — En ef þú ger-
ir fleiri athugasemdir af þessu
tagi, þá hlýt ég að draga þá álykt-
un, að koníakið hafi stigið þér til
höfuðs og að þú talir af eintómri
öfund. Allir vita, að Börje og
vesalings Sigfrid voru vinir og
skólabraaður, alveg eins og Greta
og ég. Börje var einfaldlega rækt-
arsamur við sinn æskuvin, og hann
hlýtur almennt lof fyrir það.
Sunnudaginn eftir jarðarför Sig-
frids talaði presturinn líka við
aftansönginn um trygglyndi hjart-
ans og ég er viss um, að söfnuð-
urinn hefur skilið, hver tilgangur
hans var með predikuninni.
Lajla stóð á fætur og tók undir
handlegg Ellenar.
— Hlustaðu ekki á það sem
hann Áke segir. Þetta var heimsku-
legt þvaður hjá honum eins og
alltaf.
Það var svo sjaldgæft, að Lajla
snerist til andstöðu við mann sinn,
að jafnvel Áke gerði sér Ijóst, að
honum höfðu orðið á mistök. Hann
reyndi því að bæta fyrir þau. En
hann vissi, að Ellen mundi aldrei
gleyma því, sem hann hafði sagt.
f rauninni hafði þeim aldrei geðj-
ast hvort að öðru. Hann hafði
alla tíð fundið fyrirlitningu hennar
á honum, af því að hann var ekki
talinn stakur bindindismaður eins
og eldri bróðir hans. Hann var
þessvegna feginn, þegar hann
heyrði, að Lajla stakk upp á, að
þau skyldu bíða eftir nýtrúlofaða
parinu úti i trjágarðinum. Þau
gengu saman út, og ekkert þeirra
heyrði í bíl Ingvars, þegar hann
litlu siðar ók upp að tröppunum.
Mikaela fann, að hendur henn-
Framhald á bls. 43.
*■ ™ VIKAN 31