Vikan


Vikan - 28.01.1971, Síða 36

Vikan - 28.01.1971, Síða 36
PAPILLON Framhaid af bls. 11. er fluttur í búðir fyrir geð- veika fanga. Vinur hans einn er Salvidia heitir er þar gæzlu- maður og með hans hjálp von- ast Papillon til að geta slopp- ið. Hefst þá aftur frásögn hans: Þá er ég kominn á sjúkrahús innan um hundrað brjálæð- inga. Okkur er hleypt út í garð, þrjátíu eða fjörutíu í hóp, til að anda að okkur fersku lofti, á meðan gæzlumennirn- ir hreinsa til inni. Allir eru kviknaktir, dag sem nótt. Sem betur fer er hlýtt. Eg hef feng- ið lánaða inniskó með þófasól- um. Einn gæzlumannanna kveikti nýlega í sígarettu fyrir mig. Ég sit í sólskininu og hugsa sem svo, að nú hafi ég verið hér í fimm daga og ekki enn- þá náð sambandi við Salvidia. Einn aumingjanna kemur til mín. Ég þekki sögu hans. Hann heitir Fouchet. Móðir hans hafði selt húsið sitt til að geta sent honum fimmtán þúsund franka, sem hann þurfti til að geta flúið. Hún fékk varð- manni peningana. Hann átti að afhenda Fouchet tíu þúsund en hafa sjálfur fimm þúsund fyr- ir ómakið. En varðmaðurinn stal öllu saman og stakk af til Cayenne. Þegar Fouchet frétti að móðir hans hafði gert sig að öreiga hans vegna og til einskis, trylltist hann og réðst á nokkra fanga sama daginn. Hann var borinn ofurliði og tókst ekki að vinna þeim neitt mein. Síðan eru þrjú eða fjög- ur ár, og allan þann tíma hef- ur hann verið hér á vitlausra- spítalanum. ■—• Hver ert þú? Ég lít á mannaumingjann, sem stendur frammi fyrir mér og spyr. Hann er ungur, eitt- hvað um þrítugt. — Hver ég sé? Maður eins og þú, hvorki meira né minna. — Þetta var heimskulega svarað. Ég get ósköp vel séð sjálfur að þú ert karlmaður, þar sem þú hefur titt og pung; værir þú kvenmaður hefðir þú gat í staðinn. Ég spyr hver þú sért. Það þýðir: hvað heitir þú? — Papillon. — Papillon? Það þýðir fiðr- ildi, ert þú þá fiðrildi? Aum- ingja þú. Fiðrildi flýgur og hefur vængi, hvar eru þínir vængir? — Ég hef týnt þeim. — Þú verður að finna þá, 36 VIKAN 4. tbi. því að þá geturðu strokið. Varð- mennirnir hafa enga vængi. Þú getur því stungið þá af. Gefðu mér sígarettuna þína! Hann rífur hana af mér, áð- ur en mér gefst tóm til að rétta honum hana. Síðan sezt hann gagnvart mér og reykir sæld- arlega. Og þú, hver ert þú eigin- lega? spyr ég. Ég, ég er sá sem var plat- aður. Ég er plataður í hvert sinn og á að afhenda mér eitt- hvað sem tilheyrir mér með réttu. — Hvers vegna? — Það er bara þannig. En í staðinn drep ég líka eins marga varðmenn og ég get. f nótt hengdi ég tvo. En það máttu ekki segja neinum. Hvers vegna hengdirðu þá? — Þeir stálu húsinu hennar mömmu. Hugsaðu þér bara. Mamma sendi mér húsið sitt, en af því að þeim fannst það fallegt, þá stálu þeir þvi, og nú búa þeir í því. Var ekki rétt af mér að hengja þá? — Það var rétt hjá þér. Þá hafa þeir engin not af húsinu hennar mömmu þinnar framar. —• Digri varðmaðurinn þarna hinum megin við grindurnar, sérðu hann? Hann býr líka í húsinu. Ég hef hugsað mér að kála honum líka, og það stend ég við. Það máttu bóka. Og hann stendur upp og fer. Púh! Það er óskemmtilegt að neyðast til að lifa meðal brjál- aðra, og það er hættulegt líka. A nóttinni heyrast öskur og skrækir úr öllum áttum, og á fullu tungli eru brjálæðingarn- ir æstari en nokkru sinni ella. Hvernig getur máninn haft þessi áhrif á þá? Það veit ée ekki, en ég hef sannreynt það hvað eftir annað. fvar hlújám. Varðmennirnir gefa skýrslu um þá briálæðinganna, sem eru undir eftirliti. Þeir prófa mig annað veifið. Þeir gleyma til dæmis af ásettu ráði að taka mig inn úr garðinum um leið og hina. Þeir bíða oe athuga hvort ég kvarti. Stundum „gleyma" þeir líka að gefa mér að borða. Eg er með staf og snæri, og læzt fiska. Varðfor- inginn spyr mig: — Ertu að fá hann, Papill- on? — Nei, það er ekki hægt. Hugsaðu þér! Þegar ég dorga fylgir lítill fiskur mér hvert sem ég fer. Og hverju sinni sem einhver stærri kemur og ætlar að bíta á, þá segir sá litli: Varaðu þig, bíttu ekki á, hann Papillon er að veiða. Þess vegna fæ ég aldrei neitt. Ég held samt áfram að fiska. Einhvern tíma kemur kannski einhver, sem ekki trúir honum. Ég heyri varðmanninn segja við sjúkraliðann: — Hann er svo sannarlega langt leiddur! Þegar ég er látinn éta í mat- salnum, fæ ég aldrei tíma til að koma í mig linsusúpunni, sem þar er fastaréttur. Hún er borin fram mjög heit, svo að ég verð að bíða svolítið með að ausa henni í mig. En í hópnum er jaki að minnsta kosti einn og níutíu á hæð, með lappir og bringu loðið eins og á apa. Hann hefur valið mig fyrir fórnarlamb. Hann sezt alltaf við hlið mér. Meðan ég bíð eft- ir að súpan kólni tekur Ivar hlújárn — hann heldur sem sé að hann sé ívar hlújárn ■— diskinn sinn upp og sýpur úr honum í einum teyg. Síðan tekur hann minn disk, án þess að biðja um leyfi, og stingur úr honum líka. Síðan skellir hann disknum fyrir framan mig, starir á mig blóðsprengd- um augum og með svip sem segir: sérðu hvernig ég borða linsusúpu? Ég er farin að þreyt- ast á Ivari þessum, og þar sem því hefur enn ekki verið sleg- ið föstu að ég sé geggjaður, ákveð ég að fá kast og láta það ganga yfir hann. í næsta sinn sem við fáum linsusúpu sezt hann við hlið mér eins oe venjulega. Hálfvitaandlitið hans ljómar, hann hlakkar til að sloka í sig bæði sína súpu og mína. Eg tek stóra og þunga steinkrús, sem full er af vatni. Risinn er rétt að byrja að hella í sig súpunni minni þegar ég rís upp og keyri krúsina ofan í hausinn á honum af öllu afli. Hann hnígur niður og lvstur upp hræðilegu orgi. Samstund- is rjúka allir briálæðingarnir hver á annan með diska á lofti. Hávaðinn verður eins og í hel- viti. Fiórir sterkir hiúkrunarmenn draaa mig til klefa míns og taka á mér engum vettlingatökum. E» æpi eins og óður sé að fvar hhjiárn hafi stolið veskinu mínu með nafnskírteininu. Nú tókst það! Siúkrahúsyfirvöldin ákveða að lýsa mig óábyrgan gerða minna. Varðmennirnir votta allir að ég sé vfirleitt ró- legur. en einstaka sinnum fái éa þó köst og sé þá stórhættu- legur. ívar hlújárn gengur með bindi um höfuðið. Það var átta sentimetra löng sprunga í hár- sverðinum. Sem betur fer er hann ekki úti í garðinum sam- tímis mér. Þrír falskir lyklar. Ég hef náð tali af Salvidia. Hann hefur þegar afsteypu af lykli að geymslunni, þar sem tunnurnar eru geymdar. Hann reynir að ná í nógu mikið af stálþræði til að binda þær sam- an með. Ég segist vera hrædd- ur um að stálþráðurinn slitni vegna eyðingaráhrifanna frá saltvatninu. Ég álít að reipi væri betra. Hann ætlar að reyna að útvega það, en við þurfum bæði reipi og stálþráð. Hann verður þar að auki að gera þrjá lykla, einn af klef- anum minum, annan að gang- inum og þann þriðja að aðal- dyrum sjúkrahússins. Varð- mennirnir eru ekki mikið á vakki. Það ætti ekki að taka nema mánuð að ganga frá þessu öllu. Varðforinginn gefur mér bil- legan vindil er við komum út í garðinn. En þótt lélegur væri finnst mér bragðið dásamlegt. Ég horfi á þennan skara nak- inna manna sem syngja, gráta, gera ósjálfráðar hreyfingar og tala við sjálfa sig. Þeir eru enn- þá blautir eftir steypibaðið, sem allir eru reknir í áður en þeir fara út. Skrokkræflar þeirra eru marðir og bláir eft- ir högg, sem bæði þeir sjálfir og aðrir hafa veitt þeim, og það sjást á þeim rákir eftir spennitreyjur, sem hafa verið strengdar að þeim of fast. Miklu neðar geta þeir varla komizt. Hve margir þessara voru af sálfræðingum heima í Frakklandi taldir ábyrgir gerða sinna? Titin — hann er kallaður það var mér samferða vestur um haf 1933. Hann drap mann í Marseille, tók leigubíl, setti líkið í hann og lét aka sér með það á sjúkrahús. Þegar þangað kom, sagði hann: Hérna, viljið þið taka á móti honum, ég held að hann sé veikur. Hann var þegar handtekinn, o« réttinum datt ekki í hug annað en hann væri fullkom- lega ábyrgur gerða sinna. Og því situr Titin nú hérna við hliðina á mér. Hann þjáist af langvarandi blóðkreppusótt. Hann lítur út eins og hann væri þegar löneu dauður: lít- ur á mig stálgráum, gersam- lesa vitstola augum. Framhald á bls. 40

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.