Vikan - 28.01.1971, Page 44
ið sér til einhvers konar flug-
vélar, og hafi þá trúlegast not-
að þær í svipuðum tilgangi og
nútímamenn sínar flugmaskín-
ur.
Aðrir vísindamenn höfðu að
visu látið detta sér í hug að
þessar holur í Cajamarquilla
hefðu verið til að geyma í þeim
korn. En það telur von Dani-
ken fráleitt. Holurnar eru svo
djúpar og þröngar, segir hann,
að það væri bókstaflega ómögu-
legt að tæma þær alveg ef þær
væru fylltar korni eða ein-
hverju álíka smágerðu.
Von Daniken er þeirrar skoð-
unar að þessir kunnáttumiklu
og hugvitsömu risar hafi raun-
ar verið geimverur, komnir
hingað til jarðarinnar frá ein-
hverjum öðrum hnöttum, og sé
því ekki nema eðlilegt að forn-
aldarþjóðir hafi talið þá guða-
ættar. Telur hann líklegt að
geimverur þessar hafi hingað
komið í hnattlaga geimförum,
enda hafi margsýnt sig að
geimför þannig í laginu séu
hentugust til ferðalaga úti í
lofttómu rúminu. Og ég er
sannfærður um, segir von Da-
niken, að geimför framtíðar-
innar verða einnig þannig í
laginu. Og ekki vantar að hann
geti bent á fornminjar til stuðn-
ings einnig þeirri skoðun.
f Tassili-fjöllum í alsírska
hluta Sahara hafa sem kunn-
ugt er fundizt merkilegar
myndir málaðar á kletta, og
bera þær þess vitni að þarna
hafi einhvern tíma aftur í
grárri forneskiu verið merki-
leg menning. Þarna eru meðal
annars myndir af mönnum,
sem virðast hafa á höfði hjálma
með loftneti og svífa þyngdar-
lausir. Franski fornfræðingur-
inn Henri Lhote fann þarna
mynd, sem virðist vera af ein-
hverju hnöttóttu; má greina
í því fjóra hringi. Ofan á kúl-
unni virðist vera opin lúga, og
uop úr henni stendur eitthvað,
sem minnir furðumikið á nú-
tíma loftnet. Út úr hægri hlið
kúlunnar teygjast tvær stórar
hendur með útréttum fingrum.
Umhverfis kúluna eru á svifi
fimm verur í mannsmynd. Þær
eru með höfuðföt sem minna á
hiálma, ýmist hvíta með rauð-
um deplum eða rauða með
hvítum deplum. Geimfarar!
Eða það heldur von Dani-
ken. Hann segir að ef nútíma-
barn sæi geimfar og geimfara
og teiknaði síðan mynd af
þessu, þá hlyti sú mynd að líta
út eitthvað svipað þessari á
klöppinni í Sahara. Og auðvit-
að er ekki óhugsandi að mann-
44 VIKAN 4. tbi.
skapurinn þar á þeim tímum,
sem myndirnar voru gerðar,
hafa hugsað og skynjað eitt-
hvað svipað börnum, eins og
raunin er á með sumar svo-
kallaðar frumstæðar þjóðir
enn í dag.
Því er ekki heldur að neita
að þessi kúlumynd í Tassili-
fjöllum er ekkert einsdæmi.
Þess konar hring- og kúlutákn
finnast um allan heim, og ekki
aðeins á klöppum og í hellum,
á fornum steinlágmyndum og
innsiglum. Hingað og þangað
á jörðinni hafa fundizt hnettir
og kúlur höggvið í stein. f
Bandaríkjunum hafa þannig
kúlur fundizt í Tennessee, Ari-
zona, Kaliforníu og Ohio.
Sextán smálesta kúla.
Prófessor Marcel Homet,
fornfræðingur búsettur í Stutt-
gart og höfundur hinnar frægu
bókar „Söhne der Sonne“
(Syndir sólarinnar), uppgötv-
aði 1940 tröllaukið steinegg við
ofanverða ána Rio Branco, sem
er á norðanverðu Amazonas-
svæðinu í Brasilíu. „Egg“ þetta
var hundrað metra langt og
þrjátíu á hæð. Á þessu risa-
stóra steineggi fann prófessor-
inn allrahanda rittákn, krossa
og sólartákn. Hann er sann-
færður um að steineggið geti
alls ekki hafa orðið til fyrir
einhverja duttlunga náttúr-
unnar; þvert á móti sé það
verk frábærlega duglegra og
laginna steinhöggvara, sem
hafi — heill her af þeim —
unnið við þetta í marga ára-
tugi.
Þetta er þó ekkert á móti því
sem mið-ameríska smáríkið
Kostaríka getur boðið upp á,
en þar verður bókstaflega ekki
þverfótað fyrir steinkúlum, út-
höggnum af mannahöndum.
Þær eru þar í þúsundatali í
frumskógunum, uppi á fjalla-
tindum, á óshólmum fljótanna.
Sumar eru aðeins fáeina senti-
metra I pvermál, aðrar hálfur
þriðji metri. Sá þvngsti af þess-
um steinhnöttum, sem enn hef-
ur fundizt, vóg sextán tonn!
Fundurinn í frumskóginum.
Von Daniken hefur sjálfur
brugðið sér til Kostaríku að
líta á kúlurnar. Þóttist hann
komast að raun um að þeim
væri dreift um landið eftir ein-
hverju kerfi, sem erfitt var þó
að átta sig á til fullnustu. Tvo
tröllaukna hnetti. meira en
mannslengd að þvermáli, sá
hann inn í frumskógi einum.
Að þeim varð hann að fara
hundrað kílómetra illfæra leið
gegnum gróðurflækjur, þar
sem ýmsar hættur lágu leyni,
þar á meðal köngulær svo
magnaðar að bit þeirra er ban-
vænt mönnum. Ekkert grjót er
í margra tuga kílómetra fjar-
lægð frá hnöttum þessum, svo
að þeir hljóta að hafa verið
fluttir langt að. En hvernig?
Nútíminn býr að vísu yfir nógu
mikilli tækni til að hífa mann-
virki eins og Abú Simbel af
grunni og setja það niður á
nýjum stað, en spursmál er
hvort sú tækni dygði til þess
konar mannvirkjaflutninga,
sem hljóta að hafa átt sér stað
í Kostaríku í órafyrnd.
Flestir steinboltanna í Kosta-
ríku eru úr granít eða hrauni.
Ómögulegt er að gera sér grein
fyrir hve margir þeir hafa ver-
ið upphaflega. Margir hafa ver-
ið teknir til að prýða skemmti-
garða og opinberar byggingar
í landinu. Þar eð gömul þjóð-
saga hermir að gull sé innan í
þeim hafa margir verið mol-
aðir með hamri og meitli. Og
um allar kúlurnar, sem fund-
izt hafa, gildir það sama og um
þær tvær stóru í frumskógin-
um: hvergi í námunda við
þær er grjótnáma, þar sem þær
hefðu getað verið höggnar til.
Þær hafa því verið fluttar langt
að. Hvaðan? Og hvernig? Og
hvers vegna?
Árin 1940—41, þegar hirin
illræmdi auðhringur Unit.°d
Fruit Company var að láta
ryðja skóga og ræsa fram mýr-
ar í Rio Diquis-héraðinu í
Kostaríku, fann fornfræðingur
að nafni Doris Z. Stone fjölda
af þessum steinkúlum. Hún
hefur enga skýringu getað
fundið á uppruna þeirra og til-
gangi, frekar en aðrir forn-
fræðingar. Kostaríkumenn
sjálfir, sem sumir eru afkom-
endur Indíána, kalla þær „him-
inbolta“, sem von Daniken vill
meina að segi nokkra sögu.
Sumir hafa gizkað á að þetta
séu sólartákn, en það kemur
ekki heima við það sem ann-
ars er þekkt frá menningar-
þióðum Indíána. Bæði Astekar,
Majar og Inkar táknuðu sól-
ina með hjóli eða kringlu, en
aldrei með kúlu.
Mörgum finnst útilokað með
öllu að kúlurnar þær arna hafi
verið gerðar án einhverrar vél-
tækni. Hnettirnir eru í raun og
sannleika kúlumyndaðir svo
engu skeikar, og yfirborðið
slétt eins og það hefði verið
slípað. Þetta bendir ekki ein-
ungis á verktækni á háu stigi,
heldur og staðgóða geómetríska
og stærðfræðilega þekkingu.
Sjálfir vilja landsmenn sem
fæst um þessa hnetti tala, og
er engu líkara en þeim standi
af þeim hjátrúarkenndur ugg-
ur. Sjálfur er von Dániken fyr-
ir sitt leyti sannfærður um að
steinkúlurnar og allar fyrr-
nefndar myndir á klettum og
í hellum standi í sambandi við
komur geimvera til jarðarinn-
ar einhvern tíma í fyrndinni.
Og þær verur mundu þá hafa
heimsótt hnöttinn okkar í
hnattlaga geimförum.
☆
MYND AF LÍSU
Framhald af bls. 17.
Hann var þreytulegur, en hann
kyssti mig innilega og strauk kám-
uga kinnina á Súsönnu. — Hvar
eru hin börnin?
— Anders liggur í baðkarinu.
— En Lisa?
— í leikhúsinu. Hún vill ekki
koma ir.n.
— Er hún leið yfir einhverju?
Hann horfir á mig með áhyggju-
svip. — Hefir nú eitthvað komið
fyrir í dag líka? í gær var það
Anders sem særði hana og í fyrri
viku gaf mamma þín Súsönnu
þessa kanínu . . .
— Stilltu þig! Ég hefi ekki átt
f neinum útistöðum við hana Það
geri ég aldrei og þú veizt það
mjög vel. En ef það væri Anders,
sem hagar sér eins og hún gerir,
fleygir dótinu sínu út um allt og
tekur aldrei til eftir sig . . .
— Þú verður að fara varlega að
henni, sagði hann. — Það ep ekki
auðvelt fyrir ekki eldra barn að
aðlagast nýjum heimilisháttum.
Sérstaklega þar sem . . .
— Sérstaklega þar sem móðir
hennar var öðruvísi, vildir þú sagt
hafa.
— Já. Það leit út fyrir að hann
iðraðist orða sinna. — Ég skal fara
út og sækja hana strax. Ég ætla
aðeins að skipta um föt fyrst.
— Það verður korter þangað til
við getum borðað.
Meðan Áke var að skipta um föt,
flýtti ég mér að koma Súsönnu í
rúmið.
— Það verður enginn vellingur
handa þér í nótt, vina mín, segi
ég við hana og hún brosir út und-
ir eyru. En við vitum báðar mæta-
vel að klukkan tvö fer hún að
öskra svo þakið ætlar af húsinu,
og skekur rúmgaflinn hiá sér, í
æðisgenginni tilraun til að ná valdi
yfir mér.
— Þú átt vonda mömmu, tuldra
ég yfir barninu, sem hlær ennbá
hærra. Svo kyssi ég úfinn kollinn