Vikan


Vikan - 06.05.1971, Síða 4

Vikan - 06.05.1971, Síða 4
Winther brihiúl Þríhjólin vinsælu alltaf fyrirliggjandi. Einnig reiShjól í öllum stærðum. örnia Spítalastíg 8 — Sími 14661 — Pósthólf 671 Rammaoerlii SENDIR UM ALLAN HEIM Bjóðið erlendum vinum yðar og ættingjum að líta á ÍSLENZKA HANDAVINNU og MINJA- GRIPI í RAMMAGERÐINNI. Aðeins úrvalsvör- ur. Hiá okkur er alltaf gott úrval af lopa- peysum og slám, sjölum og hyrnum, húfum og vettlingum. Gæruskinnstöskur, skór, húfur og fl. Þjóðlegir silfurskartgripir. íslenzkt hraunkeramik frá GLIT. Gæruskinn, hestaskinn, kálfaskinn, hrein- dýraskinn. RammaeeröiB Hafnarstræti 17 og Austurstræti 3 — Hótel Loftleiðum og Hótel Sögu, Reykjavík. PGSTURINN Einn veiðidagur — sjöundi hluti mánaðarlauna Kæri Póstur! Fyrir tveimur árum tók ég upp á þeim fjára að fara að veiða lax og silung. Síðan hef ég ver- ið forfallinn sportveiðimaður, þótt tækifærin til veiða hafi ekki verið ýkja mörg. Ég er ekkert sérlega vel efnaður en get þó leyft mér pínulítinn mun- að — en minna má nú gagn gera. Veiðimannafélög eru búin að hertaka næstum hverja á í land- inu, og ef mann langar til að krækja sér í silung — svo að ég tali nú ekki um lax — þá kostar einn veiðidagur svona einn sjö- unda af mánaðarkaupi manns. Reyndar er hægt að fá fremur ódýr veiðileyfi í nokkrum vötn- um, en þar er lítil von á merk- ari veiði en tröllvöxnum horn- sílum. Laxveiði er orðin einung- is fyrir milljónera. Mig langar að spyrja þig: hvar eru takmörkin fyrir því, hvað hægt er að selja veiðidaginn fyrir mikið? Geta hlutaðeigandi aðilar sett upp hvað sem þeim sýnist? B.S. Já, það geta þeir víst. Það er satt að leitt er til þess að hugsa að lax- og silungsveiði í ám og vötnum, jafnvinsælt sport og hún er, skuli að miklu leyfi orðin sérréttindi þeirra, sem hafa meiri peninga undir hönd- um en almennt gerist. Þegar hann finnur á sér Komdu sæll, elsku Póstur minn! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég er ein af þessum, sem eru í vandræðum með kærastann og ætla ég að biðja þig, Póstur góður, að hjálpa mér, en ekki henda bréfinu í ruslakörfuna. Þannig er mál með vexti að ég er alveg ofsalega hrifin af strák, sem er einu ári eldri en ég. Ég hef einu sinni verið með hon- um, en veit ekki hvort hann er hrifinn af mér. Hann er með stelpu núna er alltaf mjög al- mennilegur við mig, þegar hann er farinn að finna á sér segir hann svo oft að hann elski mig og að ég sé bezta vinkona hans og að honum þyki ofsa- lega vænt um mig. Hann er feiminn og ég líka, ég er samt feimnari en hann. Þegar strák- arnir hafa spurt hann hvar stelpan hans sé, hefur hann al- drei svarað almennilega, þó að hann viti alveg hvar hún er. Þegar strákarnir hafa spurt hann að gamni sínu hvar sú sem hann elskaði væri, hefur hann sagt að hann elskaði bara mig, en mér finnst eins og þetta sé bara sagt i gríni. Jæja, Póstur minn, hvað heldur þú? Heldurðu að hann geti verið hrifinn af mér, svaraðu mér eins fljótt og þú getur og hvað ætti ég að gera í málinu, með fyrirfram þakk- læti fyrir birtinguna. Tíma-Tóta. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? Okkur finnst nokkuð djarft af þér að titla hann kærastann þinn, fyrst þú ert ekki einu sinni með honum eins og stend- ur; miklu nær væri að sú, sem hann er með núna, kallaði hann sinn kærasta. Trúlega hefur hann einhverjar taugar til þín, en varla mjög sterkar, fyrst hann hætti við þig og fór að vera með annarri. Nema þú sért þá svona óskaplega feim- in? Við eigum við að feimni þín hafi verið svo áberandi, þegar þið voruð saman, að hann hafi misskilið þig og hald- ið að þér væri ekkert um hann. Þú ættir að geta gengið úr skuaqa um þetta, ef þú stappar i þig svolitlu stáli. Fyrst hann er svona elskulegur við þig þegar hann finnur á sér, ætti þér ekki að verða skotaskuld úr því að gefa honum nógu skýrt til kynna, að þú hafir áhuga á honum. Og sé áhugi hans á þér einhver að ráði, ætti hann þá að verða fljótur til að mælast til sambands við þig á ný. Skriftin bendir til að þú sért varfærin og dálítið viðkvæm. Það er kannski sleikjulegt Kæri Póstur! Ég er í stökustu vandræðum, ég er nefnilega hrifin af strák, sem er í sama skóla og ég. Ég var einu sinni með honum en í skól- anum ,þegar ég hitti hann, þorði ég ekki að heilsa honum. 4 VIKAN 18.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.