Vikan


Vikan - 06.05.1971, Side 6

Vikan - 06.05.1971, Side 6
 Bok fwpir allt íkrúttafðlk Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK MIG ÐREYMÐI Að bera Betu og Pusa Kæri draumráðningaþáttur! Um daginn dreymdi mig draum sem stendur mér svo Ijóslega í hugskotssjónum, að ég aatla að biðja ykkur að ráða hann fyrir mig ef þið teljið hann tákna eitthvað. Hann var á þessa leið: Ég hafði nýfrétt andlát afa míns, sem er hátt á áttræðisaldri og vinnandi ennþá þrátt fyrir að hann sé farinn að tapa bæði heyrn og sjón. Ég labbaði niður Laugaveginn, berandi (ásamt þremur öðrum) Betu drottningu og Pusa manninn hennar í há- sæti. Þegar við komum að Ið- unnar apóteki sleppti ég tæk- inu (það virtist samt ekki skipta neinu) og gekk að dyrunum. Þegar ég opnaði þær fannst mér ég koma inn í undirgang, stuttan þó, og stórt port blasir við mér. Þá sá ég hvar frænd- fólk mitt kom labbandi í áttina til mín og skildist mér þá að jarðarförin væri afstaðin. (Mér fannst ég þá fyrst skilja að afi væri í raun og veru dáinn, en hann er lifandi, eins og áður hefur komið fram. Brast ég þá í grát, en þá kom Gunnar frændi minn og leggur hönd á öxlina á mér og sagði: „Þetta er allt í lagi, ég gerði þefta líka, vina mín." Með fyrirfram þökk og von um að þetta lendi ekki í ruslakörf- unni óséð. Þakka líka batnandi blað í heild. Virðingarfyllst, H. G. Fyrst af öllu viljum við þakka þér fyrir hlý orð í garð blaðs- ins, en síðan er bezt að snúa sér að efninu: Til að koma hreint til dyranna þá teljum við ekki ólíklegt að þessi andlátsfregn gæti rætzt. Aðalatriði draumsins er þó ekki það, heldur að þú átt eftir að verða fyrir mikilli upphefð, hljóta mikinn heiður, og verða fyrir mikilli ánægju — sennilega í því sama sambandi. Frændi þinn boðar þér hins vegar það að þú verður að berjast fyrir þínu . . . Drukknaði í höfninni Kæri Draumráðandi! Ég hef ekki skrifað þér fyrr, en nú langar mig að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi eina nóttina. Mér fannst ég vera niður á bryggju (það var ein af þessum gömlu trébryggjum) og ég hafði heyrt að maður hefði drukknað þar. Skammt undan lá stórt, er- lent skip og ég ætlaði að fara um borð í það. En þá var sjór- inn svo þykkur af mengun, að ég gat hlaupið út í skipið. Utan á skipinu var eins konar pallur sem var nægilega stór fyrir mig til að standa á. Þar stóð ég smá stund en gekk svo með- fram skipinu og á endanum stakk ég mér í sjóinn og ætlaði að synda til lands, en þá var sjórinn svo þykkur að ég gat ekki synt, heldur sökk smátt og smátt þar til ég drukknaði á endanum. Vertu svo blessaður og sæll. Einn sem dreymir sjaldan. Þessi draumur er skýr og eigin- lega alveg afdráttarlaus. ÞaS mun koma að því fljótlega að þú verSir fyrir því aS verSa ákaflega hissa, satt aS segja svo undrandi að þig hefur al- drei óraS fyrir öSru eins. En í kjölfarið fylgja áköf óþægindi, að öllum likindum fjárhagsleg og er ekki séð fyrir endann á þeim. Hvítir ormar Kæri Draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða eftirfarandi draum fyrir mig: Það hafði ekkert kalt vatn verið í skólanum um daginn en þeg- ar það kom fékk ég mér vatn í glas, og drakk af því. En þegar ég sá i botn á glasinu hellti ég því á útivegg (að mér fannst), því það var hvitt og ( þessu hvíta skriðu hvítir ormar. Þá fór ég að hugsa tii þess að ég hafði drukkið vatnið en mér varð ekkert meint af því. Eg vona að þú ráðir þennan draum fyrir mig sem fyrst, því mig langar að vita hvað hann boðar. Með fyrirfram þökk. M.G., Varmalandi. í þessum draumi eru tvö stríS- andi öfl, bæSi mjög öflug Allt um það; innan skamms leggur þú upp í ferSalag sem verður þér mjög ánægjuríkt. En í þessu ferðalagi kynnist þú persónu sem tekur þér með opnum örmum og kemur fram við þig eins oq bezta vin. ViS viljum ráðleggja þér aS taka þessum fleðulátum meS mestu varúS, því ormarnir boða þér fals og fláræði, en aftur er vatnið fyrir velgengni í hví- vetna. 6 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.