Vikan


Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 13

Vikan - 06.05.1971, Blaðsíða 13
drei á neitt, sem gefið gat í skyn, að líf hans væri í hættu? spurði ákærandi. Lögfræðingur frú Howard, George Kimball, reis á fætur og fitlaði við gleraugu sín. — Ef spurningarnar eru ekki veigameiri en þessar, vil ég biðjast þess, herra dómari, að skjólstæðing mínum sé hlíft við frekari áleitni. Það liggur ljóst fyrir, að skjólstæðingur minn hefur, eftir þennan sorg- lega atburð . . . Saksóknarinn horfði á hann ekki alls kostar ánægður. — Auðvitað, hr. Kimball, sagði hann, en mig langar að- eins til að spyrja skjólstæðing yðar þessarar einu spurningar. — Maðurinn minn . . . ves- lings Terence, stamaði sorgar- klædda ekkjan, — hefur aldrei minnzt á, að nokkur sæti um líf hans. Hún kreisti litla vasaklútinn og leit sorgmædd á formann kviðdómsins, og heyranlegt andvarp lyfti fögrum barmi hennar, og karlmennirnir í kviðdómnum teygðu álkuna. — Takk fyrir, sagði saksókn- arinn, — þetta er nóg í bili, frú Howard. Konan sorgarklædda gekk að dynmum á réttarsalnum. íbúar Cu^pood stóðu í biðröð fyrir utan og störðu á hana, þegar hún gekk niður tröppurnar að bílnum, sem beið hennar. — Heim, Henry, sagði hún stuttlega við bílstjórann, þegar hún-^hafði kvatt lögfræðing sinn. Inni í réttarsalnum var enn haldið áfram. Þá dró kviðdóm- urinn sig afsíðis, en ekki lejð á löngu, áður en kviðdómend- ur komu aftur og staðfestu kenningu saksóknarans um það, að Terence Howard hefði lokið þessu lífi sínu fyrir til- verknað morðingja, eins og fleiri. L.oftið inni á skrifstofu Jam- es McFields lögreglumanns var mettað vindlareyk. Clive Oak- es lögregluforingi sagði álit sitt á málinu. Oakes, sem var há- vaxinn og grannur maður með skarpa andlitsdrætti, gáfuleg augu, tætti hugsi sundur eld- spýtur og fleygði leifunum í öskubakka McFields, um leið og hann talaði: — Ég býst við, að þetta mál komi yður fyrir sjónir á svip- aðan hátt og mér, McFields, sagði hann, — enda þótt morð sé ekki daglegur viðburður á umráðasvæði yðar. En þetta mál er orðið New Scotland Yard mikill Þrándur í Götu. Eins og þér vitið, var þetta fjórði maður frú Nathalie Ho- ward. sem Iézt svona sviplega. McField svaraði ekki, þegar Oakes þagnaði, heldur hlust- aði. ■— Við höfum í kyrrþey njósnað lítillega um þessa frú Howard, ekki sízt vegna þess að, ef svo má segja, að konan hefur hagnazt vel á dauða eig- inmanna sinna. Þetta kemur kannski fyrir einu sinni, Mc- Field! En þegar það kemur fvrir fiórum sinnum, er málið eitthvað gruggugt! Það eitt er víst! McField Jyfti brúnum. — Howards-hjónin fluttu hingað, eftir að þau giftust, sagði hann. — Hvernig létust eiginlega fyrri- eiginmenn henn- ar? Hefur hún virkilega haft fjarvistarsönnun í öll skiptin? Oakes hló biturlega. Fjarvistarsönnun! endur- tók hann háðslega. — Þér vor- uð sjálfur í réttarsalnum í dag. Það vill svo vel til, að hinn efnaði og vel tryggði kaup- sýslumaður, Terence Howard, er skotinn til bana, meðan konan hans er í heimsókn i Accrington hjá góðu kunn- ingjafólki, herra og frú Don- ald Henderson. Þessa fjarvist- arsönnun verðum við að taka góða- og gilda, McField, fyrst og fremst vegna þess, að við getum eins og er ekki afsann- að vitnisburð konunnar, og í öðru lagi — að minnsta kosti hvað mig snertir -— vegna þess að ég tók ekki sjálfur þátt í réttarhöldunum. Þér skuluð ekki efast um, að ég komist ekki fyrr eða síðar að hinu sanna! Mér finnst ekkert því til fyrirstöðu, að frú Howard hafi smeygt sér út úr herberg- inu hjá Hendersons-hjónunum að næturlagi, ræst bílinn sinn og ekið til Curwood, þar sem hún skaut manninn sinn. Síð- an hefur hún getað farið aftur heim til Hendersons-hjónanna álíka auðveldlega og hún fór þaðan. Hann kveikti hugsi í nýjum vindli og hristi höfuðið. — Ég vil ekki sætta mig við. að þetta sé svona einfalt! Frú Howard er enginn kjáni, þér skuluð ekki halda það! Við skulum líta á fortíð hennar. McField. Hún er allt annað en leiðinleg! Nathalie Howard er af fá- tækum foreldrum komin. Hún er góðum gáfum búin, og eftir stúdentspróf tók hún að nema læknisfræði. Hún hætti námi eftir tvö ár og giftist fátækum lögfræðinema, Oliver Ferris að nafni, sem hún hafði kynnzt í háskólanum, Það er í rauninni ekki rétt, að Ferris hafi verið fátækur, því að hann var einkaerfingi foreldra sinna. sem héldu honum uppi við námið, og til að spilla honum ekki voru mánaðarpeningar hans af skornum skammti. Nokkrum árum eftir að Ferris lauk prófi, dóu foreldrar hans með stuttu millibili. Eg verð að bæta því við til þess að koma í veg fyrir misskilning, McField, að þau dóu eðlileg- um dauðdaga, enda þótt það kunni að virðast ótrúlegt, þar sem Nathalie Howard átti í hlut. En sem sagt, Ferri^ gamli dó. og Oliver varð skyndilega vell- ríkur. Stuttu síðar fórst hann sjálfur í sorglegu slysi. Þau Nathalie höfðu farið í sumar- leyfi til Skotlands. Þau fóru saman á báti út á vatn eitt til veiða, og þá var það Oliver, sem féll útbyrðis og drukkn- aði. Ekkjan var óhuggandi, Framhald á bls. 43. 18.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.