Vikan


Vikan - 06.05.1971, Side 16

Vikan - 06.05.1971, Side 16
OSATT VIÐ SKÓLANN við og börnin okkar Lena er átta ára og lélegust í sínum bekk. Hún finnur svo sárt til þessa að hún er álitin sérvizkupúki meðal skólafélaganna. Við próf hjá sálfræðingi skólans kemur það í ljós að Lena getur vel lært og stundað skólann eðlilega. En hún þarfnast mikillar uppörvunar. En þegar Lena fékk ekki neina uppörvun heima varð hún að bitbeini í bekknum sínum . . . Lena er i öðrum bekk. Hún er átta ára. Fram að þessu hefur henni gengið sæmilega í skólanum, en nú finnur hún að henni gengur ekki eins vel og bekkjarsystkinum hennar. Hún á erfitt með að fylgjast með í sumum fögunum, hún skrifar ekki eins vel og hin börnin, — hún er ekki í takt við félagana. Kennararnir finna að við hana svo hin börnin heyra, og við það miss- ir hún jafnvægi og öryggis- kennd. Henni er þetta ekki ljóst sjálfri og henni finnst alls ekki þörf á þvi að fá aukakennslu. Hún er næstum alltaf lélegust í bekknum, — nú, einhver verður að vera það. Lenu fer að leiðast i skólanum og hún hefur andstyggð á heimavinn- unni. Svo fer hún að verða hlédræg, fer einförum i frí- mínútum og flýtir sér heim, strax og skólinn er búinn á daginn. Að lokum fer hún að skrópa. í fyrstu veit enginn um það. Það er haldið í skólanum að hún sé veik, en heima hjá henni er álitið að hún sé í skólanum, því að hún fór allt- af að heiman á tilsettum tima á morgnana. Hún ráfar þá um, ein og óhamingjusöm. Að lokum hringir kennslu- konan heim til hennar og spyr hvernig henni líði, og þá kemst allt -upp. Eins og gefur að skilja kemst allt í uppnám, Lena missir móðinn og getur ekkert gert annað en grátið. Fyrir milligöngu kennara er Lena send til skólasálfræðings, sem prófar hana mjög nákvæm- lega og kemst að þeirri niður- stöðu að hún sé nokkuð á eftir jafnöldrum sínum, en að hún ætti að hafa alla möguleika á að stunda venjulegt skólanám. Nú eru líka orðnir svo marg- ir möguleikar til aS hjálpa börnum til að hafa betri not af skólagöngu, til dæmis auka- kennsla í sumum fögum, sem liggja illa fyrir viðkomandi barni. Lena er kyrr í sínum bekk, en fær aukakennslu nokkra tíma í viku, til að geta fylgzt með bekkjarsystkinum sínum. Sálfræðingurinn talar við foreldra hennar og kennslu- konuna um vandræði Lenu. Kennslukonan talar við börnin í bekknum einn dag- inn, þegar Lena er fjarver- verandi. Hún biður þau um að sýna henni umburðarlyndi og reyna heldur að hjálpa henni. Slik framtakssemi hjá kennslu- konunni getur verið tvíeggjuð. Það fer allt eftir persónuleika kennslukonunnar og fram- komu, hvort henni tekst að bera þannig fram sitt mál að það verði til góðs fyrir Lenu, en ekki til að undirstrika að hún sé eitthvað afbrigðileg. Það sem Lenu og öllum börn-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.