Vikan


Vikan - 06.05.1971, Síða 17

Vikan - 06.05.1971, Síða 17
um, sem eru í hennar sporum, er svo rjauðsynlegt, er að fá aðstoð og uppörvun, ekki sízt frá foreldrunum. Svo er það líka þannig að þrátt fyrir all- ar umræður um bætta kennslu- hætti og framfarir í uppeldis- málum, þá eru það venjulegast framgjörnu og greindu nem- endurnir sem fá hrós, en þeir sem eiga í erfiðleikum með að fylgja jafnöldrum sínum eftir fá ekki þá uppörvun sem ■skyldi. Oft eiga þau börn hrós skilið, vegna þess að þau þurfa að leggja meira á sig. Það verður líka oft þannig að þau gefast upp, finnst tíl- gangslaust að stríða við þetta. Það er líka vitað mál að jafnmörg börn eru fyrir neðan eðlilega greindarvísitölu eins og fyrir ofan, eða um það bil, svo það er mjög nauðsynlegt að foreldrar skilji að það er ekki hægt að ætla öllum börn- um sömu verkefni, og ekki má búast við háum einkunnum hjá þeim, sem ekki hafa mögu- leika til að ná þeim. Umfram allt má ekki láta barnið finna vonbrigði eða koma með um- vandanir, sem eru til þess eins að gera barninu erfiðara fyrir og svipta það öryggiskennd- inni. Það er nauðsynlegt að koma því inn hjá barninu að það sé fullkomlega eðlilegt, þótt það sé ekki með þeim hæstu í bekknum. En Lena lenti lika í annars konar vandræðum, sem börn af hennar gerð verða reyndar oft fyrir; skólafélagar hennar stríddu henni, þegar ljóst var að hún gat ekki fylgzt með i timum, hún varð fljótlega að eins konar „bitbeini" í bekkn- um. Hvers vegna höguðu þau sér þannig? Jú, börnum er gjárnt á að líkja eftir fullorðna fólkinu og þeim er eiginlegt að gera meira úr og margfalda það mat, sem kennarar og foreldrar láta í ljós. Ef foreldrarnir leggja mest upp úr því að barnið . 1 standi sig vel í skólanum og fái háar einkunnir, þá finnst börnunum að þeir sem ekki standa sig vel, séu eitthvað af- brigðilegir. Margir halda að börn, sem eru svo óheppin að verða negld föst sem eitthvert bitbein, hafi líkamslýti; séu of feit, rauðhærð, klunnaleg, eða eitthvað þess háttar, en það er mesti misskilningur. Séu tvö börn í sama bekk, sem eru eitthvað öðruvísi en fjöldinn, getur annað verið forsprakki félaganna en hitt reglulegt bit- bein. Það fer allt eftir því hvernig barnið sjálft' lítur á þessi „lýti“ sín. Ef barnið er félagsvera og á auðvelt með að samlagast, þá getur það verið bæði „fitubolla" og „rauð- haus“, án þess að félagarnir taki eftir því og jafnvel verið í forustu. Þau börn hafa líka venjulega fengið uppörvun á heimili sínu, jafnvel verið kennt að gera grín að sköpu- lagi sinu. En ef barnið missir allt siálfsálit og öryggiskennd, sé eitthvað „öðruvísi“, þá seitlast álit félaganna inn í vitund þess. Vísvitandi vilja börnin ekki vera miskunnarlaus við vesalings litla bitbeinið, það er barnið sjálft og öryggisleysi þess, sem gefur tilefnið. Lena hafði ekki fengið þá uppörvun og aðstoð, sem hún var í svo mikilli þörf fyrir til að öðlast öryggi; hún viður- kenndi einfaldlega hlutskipti sitt. * 18. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.